Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 29.04.1976, Qupperneq 21

Vikan - 29.04.1976, Qupperneq 21
UT UM nLLON „Afganginum af ofannefndu fé skal varið til að stofna alþýðu- bókasafn í Reykjavík undir stjórn bæjarstjórnar." Stofnun safnsins var síðan Elfa Björk Gunnarsdóttir borgar- bókavörður á skrifstofu sinni / Esjubergi. Lánþegi f Só/heimasafni. ákveðin á fundi bæjarstjórnar 18. nóvember 1920, það nefnt Alþýðu- bókasafniðog útvegað húsnæði að Skólavörðustíg 3 — i húsi, sem nú hefur verið rifið. Sigurgeir Frið- riksson var ráðinn bókavörður, en hann var þá eini sérmenntaði bókavörðurinn á Islandi. Bókakostur safnsins fyrsta árið var i kringum 1000 bækur, og var uppistaðan i safninu bækur Bjarn- héðins Jónssonar járnsmiðs, sem safnið festi kaup á 1922. Ekki þætti það stórt almenningsbóka- safn nú, sem ekki hefði til útlána nema þúsund eintök, en um borgarbókasafnið má með sanni segja, að mjór er mikils vísir, því að í árslok 1975 var bókakostur safnsins 255.230 bækur, og til að sýna, hve ört safnið hefur bætt við bókakostinn síðustu ár má nefna, að árið 1967 átti safnið 114.542 bækur, eða rúmlega helmingi færri en nú. Þó er mikil rýrnun á bókum í stóru safni eins og borgarbókasafninu, því að bækur endast ekki endalaust, hve vel sem farið er með þær. Sem dæmi um rýrnunina má geta þess, að á síðastliðnu ári voru afskrifaðar 7386 bækur í borgarbókasafni. Alþýðubókasafnið var eins og áður sagði fyrst til húsa að Skólavörðustíg 3. Þaðan flutti safnið árið 1928 á fyrstu hæðina í Ingólfsstræti 12. Þar var safnið til húsa allt til ársins 1952, að því var sagt upp húsnæðinu og það varð að flytja í skyndi þaðan. Á þessu tímabili, nánar tiltekið árið 1936, var nafni safnsins breytt og það nefnt Bæjarbókasafn Reykjavíkur. Þegar safnið varð húsnæðislaust, festi Reykjavíkurbær kaup á hús- eigninni Þingholtsstræti 29A — Esjubergi — og hafðist handa við að gera það úr garði sem bóka- safnshús. Breytingarnar tóku all- langan tíma og var safnið ekki opnaö í Esjubergi fyrr en 1. janúar 1954. Hafði starfsemi þess þá legið niðri í tæp tvö ár. I Esjubergi hefur aðalsafn Borgarbókasafns Reykjavíkur, en svo hefur safnið heitið síðan um áramót 1961—61, verið allar götur síðan og verður væntanlega, þar til nýtt Borgar- bókasafn verður risið í nýja bæjar- kjarnanum í Kringlumýri, en teikn- ingar af þeirri bókhlöðu eru full- gerðar. Sigurgeir Friðriksson var bóka- vörður Alþýðubókasafnsins frá stofnun þess til dauöadags í mal 1942. Lára Pálsdóttir var þá settur yfirbókavörður til næstu áramóta, en þá tók Snorri Hjartarson við starfinu. Um áramótin 1916—62 varð Snorri fyrsti borgarbóka- vörður í Reykjavík og gegndi þvl starfi til 30. júnf 1966, þegar Eiríkur Hreinn Finnbogason var skipaður borgarbókavörður I hans staö. Eiríkur Hreinn lét af starfinu I endaðan nóvember slðastliðinn, og I hans staö var Elfa Björk Gunnarsdóttir skipuö borgarbóka- vöröur. Þegar við litum inn á skrifstofu Elfu Bjarkar I gamla Esjubergi á dögunum, byrjaði hún á að sýna okkur teikningar af nýja Borgarbókasafninu, sem hún kvaöst ákaflega ánægð með og sagðist hún vona, aö það yröi reist hið fyrsta, svo aö starfsaöstaða aðalsafnsins batnaði, en hún væri ekki sem best I Esjubergi, þótt húsið sé fagurt og rómantlskt. Lánþegar i aðalsafni bera saman bækur sínar. Þóra Sigurbjörnsdóttir við vinnu i aðalsafni. Lesstofugestir i Esjubergi niðursokknir i bók/egar iðkanir. 18. TBL. VIKAN 21

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.