Vikan

Eksemplar

Vikan - 29.04.1976, Side 22

Vikan - 29.04.1976, Side 22
Raunar stendur starfsaðstaðan til bóta þegar á þessu ári, þvi að safnið hefur fengið bráðabirgða- húsnæöi í Þingholtsstraeti 27. Þar verður rúm til að geyma þær útlánsbækur, sem til þessa hafa verið^ieymdar á tveimur stööum fjarri aöalsafni, og auk þess veröur þar lestrarsalur, sem væntanlega verður opnaður á þessu ári. Þá fæst rými fyrir vinnuherbergi á efri hæð Esjubergs, þar sem lestrar- salur og bókageymsla í tengslum við hann eru nú. Bókasafns- geymslan teygir sig raunar inn í skrifstofu Elfu Bjarkar, en alla veggi hennar þekja hillur, þar sem bækur lestrarsals eru geymdar. Að brúa bilið með Bókinni heim. Þegar Elfa Björk hafði útskýrt fyrir okkur teikningarnar að nýja bókasafninu, hófst hið eiginlega viðtal okkar, og við byrjuðum á að spyrja hana um hennar fyrra starf, neimsendingarþjónustuna Bókin heim. — Sú starfsemi er eiginlega tví- þætt — annars vegar heimsend- ingar svartletursbóka til fatlaðra á öllum aldri, ekki einungis gamal- menna, og hins vegar talbóka til blindra og sjónskertra. Ég fór að vinna að þessu, þegar ég kom heim frá námi og starfi í Svíþjóð 1974, og byrjaði þá á því að leita uppi það fólk, sem á þessari þjónustu þarf að halda. Auðvelt var að finna þá, sem dveljast á stofnunum, því að þar þurfti ég ekki að gera annað en ganga inn með bækurnar. Öllu erfiðara var að finna fatlaða í heimahús- um, en mér varð þó töluvert ágengt með aðstoð félagsmála- stofnunarinnar og heimahjúkrun- arkvenna. Mér finnst alveg dá- samlegt að þjóna þessu fólki á þennan hátt og brúa með því bilið milli bókasafnsins og þeirra, sem ekki komast þangað af sjálfsdáð- um og eiga erfitt með að biðja stöðugt aðra um að gera sér greiða. Þegar nýr lánþegi bætist í hópinn, er farið í það, sem ég kalla fyrstu heimsókn, og hun er ákaf- lega mikilvæg, því að með henni myndast tengsl milli lánþegans og bókavarðarins, sem mega helst ekki rofna. Þess vegna er þýð- ingarmikið, að sami aðili svari alltaf í síma, þegar lánþeginn pantar bækur. Þá kannast lánþeg- inn við röddina og á auðveldara með að tjá óskir sínar. — Eru einhver brögð að því, að fólk noti sér þessa þjónustu án þess að þurfa á henni að halda í raun og veru? — Nei, enda er hættan á því hverfandi lítil, þar sem heim- sóknir bókavarðarins fyrirbyggja slíka misnotkun. Auðvitað spyr hann engra óþægilegra spurninga en það kemur af sjálfu sér, að lánþeginn segir eitthvað á þessa leið: Svona er nú ég, og ég kemst ekki á safnið. Þrengslin / Esjubergi eru óskapleg eins og þessi mynd sýnir glöggt. Samvinna við Blindrafélagið. — Svo við snúum okkur að tal- bókunum, Elfa Björk; á Borgar- bókasafnið sæmilegan talbóka- kost? — Það á orðið allgóðan vísi að talbókasafni, en stöðugt er unnið að því að auka við það. Fyrirrennari minn í starfi, Eiríkur Hreinn Finnbogason, fór fyrir nokkrum árum að safna spólum frá útvarpinu, og fljótlega tókst einnig samvinna með safninu og blindrafélaginu. Sú samvinna leiddi til skriflegs samnings milli þessara tveggja aðila, sem gerður var í nóvember síðastliðnum, og í honum setja safnið og félagið sér það markmið að koma upp einu sterku safni talbóka fyrir allt landið. Samningurinn kveður svo á, að Borgarbókasafnið sér um dreifingu bókanna, skráningu þeirra, flokkun og svo framvegis — dreifingin er nú til húsa í Sólheimasafni, og sama er að segja um heimsendingar til fatl- aðra —, en Blindrafélagið sér um hljóðritun talbókanna. Félagið hefur komið sér upp tveimur hljóðritunarklefum af fullkominni gerð í Hamrahlíð 17, og auk þess eru þar tæki til þess að spóla inn á átta snældur (kassettur) á tvö- földum hraða. Til þessa hefur ekki fengist fjárveiting til þess að greiða fyrir lestur inn á böndin, svo að allir, sem það hafa gert, hafa gert það í sjálfboðavinnu. Þess vegna er fólk velkomið til að lesa inn bækur, ef þaö les vel, og er fúst til að leggja þetta á sig endurgjaldslaust. — Lánið þið út tæki til hlust- unar? — Nei. Að vísu höfum við gert það í mjög smáum stíl, og þá aðeins til að kynna fólki, sem ekki er vant segulbandstækjum og veit því ekki, hvernig þau eru notuö, því að við myndum náttúrlega aldrei mæla með því við nokkurn mann, að hann keypti sér tæki, sem hann felldi sig ekki við og gæti ekki notað. Á hitt er rétt að benda, að Blindrafélagið hefur komist að samkomulagi við yfir- völd um það, að blindir og sjón- skertir þurfa ekki að greiða toll af tækjunum. Viðkomandi þarf ekki að vera félagsmaður Blindra- félagsins til að njóta þessara fríö- inda — heldur þarf hann aðeins aö framvísa vottorði augnlæknis, sem staðfesti sjónskerðingu hans, og síðan fær hann tækið toll- frjálst hjá Blindrafélaginu. Ekki nóg að hjálpa fólki til að tóra. — Býstu við, að þjónusta bóka- safna í þessum dúr vaxi á komandi árum? — Ég er ekki í nokkrum vafa um það, og nýja safnið í Kringlu- mýrinni er teiknað þannig, að þar mun fólk í hjólastólum eiga jafn- greiðan aðgang og aðrir. Til að brúa bilið þangað til það safn verður risið, er fyrirhugað að gera Sólheimasafn þannig úr garði, að fatlaðir komist leiðar sinnar þar, án þess að af því hljótist óþarfa umstang. Þetta er að mínu viti til mikilla bóta, og mér finnst reyndar að allar nýjar byggingar ættu að miðast við það, að fólk geti komist ferða sinna um þær, þótt það sé fatlað. Læknavísindunum hefur fleygt svo fram á undan- förnum árum, að mörgu fólki, sem áður hefði dáið, er nú hægt að hjálpa til nokkurrar heilsu. En stundum hefur það gleymst, að ekki er nóg að hjálpa fólki til að tóra — það verður að gera því kleift að lifa lífi, sem er einhvers virði. Okkur Elfu Björk varð nokkuð tíðrætt um þjónustu borgarbóka- safnsins við fólk með sérþarfir, enda er sú þjónusta mikið áhuga- mál hennar. En önnur starfsemi borgarbókasafnsins er ákaflega Birna Helgadóttir og Þórdls Þór- arinsdóttir huga að bókapöntun- um, sem afgreiða átti í Selja- hverfiíþetta sinn. Þau settu rigninguna og rokið ekki fyrir sig, heldur komu kappklædd að velja sér bækur. mikil, og því til staðfestingar er nóg að benda á, að útlán á árinu 1975 voru 1.140.344, sem svarar til þess, að hver reykvíkingur hafi fengið léðar 13.5 bækur I safninu á árinu. Lánað er út frá eftir- töldum stöðum: Aðalsafni, Bú- staðasafni, Hofsvallasafni, Sól- heimasafni, Laugarnessafni og úr bókabílum víðs vegar um borgina. Þá eru bækur safnsins lánaðar út á ýmsum stofnunum, svo sem elliheimilum, öryrkjaheimilum og fangahúsum. Einnig eru bækur lánaðar út til vinnustaða úti á landi, í skip og til vinnuhópa auk heimsendingarþjónustunnar, sem áður er getið. Lesstofur á vegum safnsins eru 5. 22 VIKAN 18. TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.