Vikan

Útgáva

Vikan - 29.04.1976, Síða 23

Vikan - 29.04.1976, Síða 23
MED BÓKABÍL í BBEIDHOLTIO Þegar fyrir síöustu aldamót hófst útlán bóka úr bókasöfnum á hjólum I Bandaríkjunum, en fyrstu árin voru þessi hjóla- bókasöfn dregin af hestum. Nú eru bókabílar orðnir fastur liður I starfsemi flestra almenningsbóka- safna í borgum um allan heim. Fyrsti bókabíll Borgarbókasafns- ins vartekinn í notkun 1969. Hann er kallaður Höfðinginn, en kollegi hans, sem útlán hófust úr 1972, Stubbur. Þessir tveir bílar hafa nú Hún var að fá fyrsta /ánskortið sitt í bókabíinum. yfir tuttugu viðkomustaði víðs vegar um borgina. Um starfsemi bókabílanna sagði Elfa Björk meðal annars: — Bókabílarnir eru nauðsynleg- ir og gegna þýðingarmiklu hlut- verki, en á það ber að benda, að þeir geta aldrei komið í staðinn fyrir bókasöfn. i hverfum, þar sem búa þúsundir íbúa — eins og til dæmis í Breiðholtshverfum — er nauðsynlegt, að bókasafns- hús verði reist. Hins vegar verða ætíð til það fámenn og afskekkt hverfi, að ekki er grundvöllur fyrir hverfasafn í þeim, og þá kemur bókabíllinn að góðu haldi og leysir úr brýnustu þörfinni. Við lögðum leið okkar upp í Seljahverfi með Höfðingjanum, en áhöfn hans þann daginn skip- uðu þau Bjarni Björnsson, Anton Jónsson, Birna Helgadóttir og Þórdís Þórarinsdóttir. Þau báðust sjálf undan öllu titlatógi, svo við sleppum því að titla nokkurt þeirra. Að sögn áhafnarinnar er al- gengt, að úr bókabílunum séu lánaðar yfir þúsund bækur á dag, og viðskiptavinir bókabílanna sé alls konar fólk, þótt því verði ekki neitað, að meirihluti lánþega séu börn, sem sýni oft mikinn dugnað við að skila bókum og sækja sér nýjar, þótt illa' viðri. Við urðum vitni að þessu, þegar við fórum með Höfðingjanum, því að þá rigndi eins og hellt væri úr fötu og rokið var svo mikið, að vart var stætt. Yngstu lánþegarnir settu þó ekki veðrið fyrir sig, heldur komu kappklæddir í bókabílinn. Eifa Björk, Bjarni Björnsson og Anton Jónsson i áköfum samræð- um um, hvernig bókabílarnir komi að bestu gagni. Bókin á alltaf að vera miðpunkturinn. Það er því greinilegt, að mikil þörf er fyrir stofnun eins og borg- arbókasafnið, og við spurðum Elfu Björk, hvert væri hlutverk almenn- ingsbókasafna. — Almenningsbókasafn á fyrst og fremst að vera opið og að- gengilegt fyrir alla, einnig í þeim skilningi, að fólk á að vera óhrætt að fara þar inn og leita þeirrar aöstoðar, sem það þarfnast, hvort sem það vanhagar um bækur til afþreyingar eða náms. í nútíma- þjóðfélagi eru ýmsar þarfir, sem almenningsbókasöfn þurfa að mæta, sem ekki hafa verið fyrir hendi áður. Þar á ég til dæmis við fullorðinsfræðsluna og það, að nú á fólk kost á menntun alla ævi í stað þess að fyrr meir var skólahurðinni skellt aftur að loknu prófi og öll frekari menntun álitin allt að því óhugsandi. Þarna hefur almenningsbókasafnið hlut- verki að gegna og má ekki bregð- ast því. Áður var bókasafnið að miklu leyti aðeins geymsla — nú er það þjónustumiðstöð og á að vera menningar- og félagsmiðstöð ásamt því að vera bókasafn. Þar með er ekki sagt, að ég sé að gera lítið úr bókinni. Bókin á alltaf að verða miðpunkturinn í bóka- safninu. Sums staðar erlendis hefur þetta þó gengið svo langt, að farið er að tala um mediotek í staðinn fyrir bibliotek, vegna þess að söfnin hafa orðið svo mikil útlán á plötum, segulbönd- um og kvikmyndum auk bókanna. Borgarbókasafn hefur ekki enn hafið útlán á slíku, nema í mjög smáum stíl, en hljómplötur til hlustunar á staðnum eru í Bú- staðasafni. Til þess að almenn- ingsbókasafn geti gegnt hlutverki sínu þarf það að hafa útlánsdeild fyrir fullorðna, lestrarsal, barna- deild, aðstöðu fyrir sögustundir, aðstöðu fyrir myndsýningar og bókmenntakynningar og þar fram eftir götunum. Einnig þarf það að hafa á að skipa færu starfsfólki, og söfnin verða að vera staðsett þannig, að ekki sé allt of langt í þau fyrir lánþegana. — Þarf ekki bókakostur al- menningsbókasafns að vera ákaf- lega víðfeðmur? — Jú, hann verður í rauninni að spanna allt, bæði skáldrit og sérrit um hin ýmsu efni. Þetta þýðir auðvitað, að það er svolítið takmarkað, hvað safn eins og borgarbókasafnið getur haft af sérfræðiritum. Þess vegna er nauðsynlegt að koma á góðu sambandi við önnur söfn, svo hægt sé að vísa fólki þangað eða útvega því þær bækur, sem það vanhagar um, af öðru safni. Þá 18. TBL. VIKAN 23

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.