Vikan

Eksemplar

Vikan - 29.04.1976, Side 24

Vikan - 29.04.1976, Side 24
BORN A BóKnsaFN! Auk aðalsafnsins í Esjubergi rekur borgarbókasafnið þrjú hverfasöfn. Hið fyrsta þeirrar teg- undar var stofnað í Franska spítalanum (nú Lindargötuskóli) árið 1943, en safnið var flutt þaðan í Austurbæjarskóla árið eftir. Síðar var safnið staðsett ( Hólmgarði 34 og síðan í kjallara Bústaðakirkju, þar sem það starf- ar nú. Árið 1936 var safn opnað að Hofsvallagötu 16, þar sem þaö starfar enn. Þriðja hverfasafnið varopnaðárið 1948 að Hlíðarenda við Langholtsveg. Það flutti þaðan að Efstasundi 26 (36) síðar sama ár, og úr Efstasundinu flutti safnið í nýtt bókasafnshús við Sólheima 27 í ársbyrjun 1963. Í Sólheima- safni hefur frá upphafi verið sérstök barnalesstofa, og hefur hún ætíð notið mikilla vinsælda barna í nágrenni safnsins. Þótt barnalesstofan í Sólheimasafni sé rúmbetri en áður gerðist, er hún engan veginn hin fyrsta sinnar tegúhdar á vegum borgarbóka- safns. Fyrsta barnalesstofan var opnuð að Skólavörðustíg 3 þegar á öðru starfsári Alþýðubókasafns- ins. Við lögðum leið okkar inn í Sólheimasafn og tókum nokkra gesti barnalesstofunnar þar tali. Bókavörður í Sólheimasafni er Ingibjörg Jónsdóttir. Ævintýrabækurnar skemmtilegastar. Hulda Gísladóttir er 8 ára og kvaðst oft koma á lesstofuna til að lesa. Einnig sagðist Hulda eiga Litið inn á barnalesstofu Sólheimasafns og sögustund í safninu mm i í . .j;, t f:, ! J <* 'm ■p ’ ^4 % '"W/i Enginn vafi ieikur á því, að sögu/estur Jóhönnu nær eyrum þessara barna. í ESJUBERGI OG ÚT UM ALLAN BÆ. er einnig mikilvægt að koma á nánu samstarfi við öll litlu söfnin úti um land. í framhaldi af þessu vil ég leiðrétta þann nokkuð algenga misskilning, að bækur renni inn í borgarbókasafnið af sjálfu sér. Svo er ekki, heldur er safnið eins og hver önnur borg- arstofnun, sem veitt er til ákveð- inni upphæð á fjárhagsáætlun hvers árs, og viss hluti þess fjár er ætlaður til bókakaupa. Síðan veltir bókvalsnefndin næstum hverri krónu milli fingranna. Það er málefni, sem aldrei verður útrætt, hvað keypt er af bókum og hvers vegna það er keypt en Tryggvi Ó/afsson aöstoóar gest á /esstofu aða/safns. ekki annað. Þó er sú höfuðregla viðhöfð að láta íslenskar bækur og tímarit ganga fyrir útlendum. Einnig verður að gæta þess að miða ekki innkaup við eigin smekk því að bækurnar er verið að kaupa fyrir lánþega safnsins. Einkum þarf að gefa þessu nánar gætur í sambandi við allar sveiflur í við- kvæmum málum, til dæmis heim- speki, trúmálum og pólitík. Bóka- safnið má ekki ganga inn á eina línu frekar en aðra. Ef það er gert, er rangt að farið. Tról. 24 VIKAN 18. TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.