Vikan

Issue

Vikan - 29.04.1976, Page 29

Vikan - 29.04.1976, Page 29
fíNNE ,,Þá er það ,,La Reine d’Espagne.” ,,Allt I lagi mademoiselle.” Þessi lipri fjórhjólavagn var dreg- inn af tveimur írskum hestum. Þau óku í áttina að breiðgötunni, fóru framhjá kyrrstæða vagninum og Marianne sá skuggalegan mann sitja inni í honum. Því næst beygðu þau fyrir hornið hjá Café Dangest og út 1. BENZONI C Opera Mundi Paris á breiðgötuna Italienes. Marianne beið andartak, en snéri sér síðan við, rétt mátulega til þess að sjá hvar svarti vagninn ók á eftir þeim út á breiðgötuna. Síðan komu þau við hjá hinum frsega loðskinna- sala og stönsuðu þar fyrir aftan stóran flutningavagn. Enn var vagn- inn rétt á eftir þeim, eins og við pósthúsið og sömuleiðis, er þau bcygðu loksins inn í Rue de Var- ennes. Ég kann ekki við þetta, hugsaði Marianne, er dyravörðurinn Jorif opnaði hliðið. Hvaða maður er þetta og hvers vegna er hann að elta mig? Hún hafði engin tök á að komast eftir því nema ef til vill ef hún minntist á það I skýrslu sinni. Ef maðurinn í svarta vagninum væri á vegum Fouchés, þá myndi hann ekki játa það, en ef svo var ekki, þá myndi hann áreiðanlega gefa henni frekari fyrirmæli. Þessi ákvörðun hughreysti hana lítið eitt og Marianne steig út úr vagninum, en lét Fanny það eftir að annast um pinklana. Því næst gekk hún inn í forsalinn og upp marm- arastigann. Hún ætlaði að gera furstafrúnni grein fyrir erindagjörð- um morgunsins. Hún hafði hraðann á, enda ætlaði M. Gossec að veita henni hina daglegu tilsögn eftir fáeinar mínútur. Þessar kennslustundir voru orðnar líf hennar og yndi. Gamli kennarinn ýtti undir áhuga hennar og hún gerði sér vonir um, að brátt yrði hún frjáls manneskja. Hún var rétt komin upp í fyrsta þrep stigans, þegar Courtiade, her- bergisþjónn furstans gekk til hennar. ,,Hans hátign bíður eftir made- moiselle I vinnuherbergi sínu,” sagði hann hljómlausri röddu, sem var þess glöggt vitni hversu góður þjónn hann var. Eftir næstum þrjátíu ára starf I þjónustu furstans, var hann á vissan hátt farinn að samsamast húsbónda sínum og hafði tekið upp ýmsa miriniháttar kæki hans. Aðalverk- svið Courtiades I þessu húshaldi var að þjóna furstanum, en hitt þjónustufólkið bar óttablandna virðingu fyrir honum og fannst hann þeim langtum æðri. Marianne leit undrandi á hann. ,,Hans tign, eigið þér við... furstinn.” ,,Hans hátign,” endurtók Cour- tiade og hneigði sig. Varirnar kipr- uðust saman og það gaf til kynna, að honum fyndist þessi virðingar- skortur óviðeigandi. ,,Hans hátign hefur beðið mig um að láta made- moiselle vita, að hann bíði hennar. Ef mademoiselle vildi gjöra svo vel og fylgja mér.” Marianne bældi niður gremju slna og henni varð hugsað. til söng- tlmans. Slðan elti hún þjóninn að dyrunum, sem hún þekkti betur en Talleyrand hafði nokkra hugmynd um. Courtiade bankaði létt á dyrn- ar, gekk síðan inn og sagði: ,,Made- moiselle Mallerousse, herra minn.” ,,Láttu hana koma inn, Cour- tiade. Farðu svo og segðu madame de Périgord, að ég muni ræða við hana klukkan fimm.” Talleyrand sat við skrifborðið sitt, en þegar Marianne kom inn reis hann sem snöggvast á fætur, hneigði sig og settist slðan aftur. Því næst benti hann henni að setj- ast á stól. Eins og venjulega var hann svartklæddur. í barmi sér bar hann glitrandi stjörnu St. Georgs- reglunnar, sem minnti Marianne á, að hann ætlaði að snæða kvöld- verð með Kurakin fursta, sendi- herra Rússa. Á borðinu stóð forn vasi úr gagnsæju alabastri og I honum voru rósir, sem voru svo rauðar, að þær voru næstum því svartar. Þær voru lyktarlausar og eini ilmurinn I herberginu var dauf angan af viðarteinungi, sem Tall- eyrand kunni vel að meta. Daufir 18. TBL. VIKAN 29

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.