Vikan

Issue

Vikan - 29.04.1976, Page 31

Vikan - 29.04.1976, Page 31
1 MARIANNE lífinu ásamt þessum smávægilegum fréttum af heimilislífinu, sem hún hafði svo dyggilega haldið sig við til þessa. Fouché hafði gert sig ánægðan með það og þannig skyldi það vera framvegis. En fengi hún aðgang að bréfaskriftum furstans, myndi Fouché vilja fá meira að vita. Þá væri Marianne orðin það, sem hún var ákveðin í að verða ekki, og taldi sig ekki orðna ennþá, nefnilega njósnari. Hún reis á fætur. ,,Herra minn,” sagði hún. ,,Mér er fullljóst hvern heiður yðar hátign sýnir mér, en ég get þvi miður ekki þegið þetta boð. ” ,,Og hvers vegna ekki, ef ég má spyrja?” sagði Talleyrand hvasst. .ég er ekki rétta manneskj- an. Yðar tign er stjórnmáiamaður, en ég er nýkomin utan af landi og gæti engan veginn skipað stöðu sem þessa. Jafnvel rithönd mín...” ,,Þér hafið ágæta rithönd, að minnsta kosti ef eitthvað er að marka þetta, ha?” Um leið og hann sagði þetta dró hann nokkrar arkir upp úr skúffu og Marianne til mikillar skelfingar sá hún, að það sem hann hélt á i hendinni var skýrslan, er hún hafði afhent Floquet þá um morg- uninn. Hún vissi að nú var úti um hana. Sem snöggvast virtust mahóníhúsgögnin dansa fyrir aug- um hennar, rétt eins og húsið væri að hrynja og að bronsljósastikan hefði dottið á höfuð hennar. En það var ekki í eðli Marianne að falla saman þegar mest á reið. Baráttu- þrek hennar hafði ekki verið brotið á bak aftur. En hún var náföl, áreynslan að leyna ótta var svo mikil fyrir hana. Hún hneigði sig fyrir furstanum, snérist á hæli og gekk stillilega í áttina að dyrunum. ,,0r því að svona er komið,” sagði hún rólega. ,,er ekkert lengur hér fyrir mig að gera. Ég er yðar auðmjúkurþjónn.” Talleyrand var gamalreyndur kvennamaður, en hann hafði ekki átt von á þessu. „Hvert ætlið þér að fara?” ,,Að taka saman föggur mínar,” svaraði Marianne kuldalega. ,,Síðan ætla ég að koma mér I burtu, áður en yðar hátign hefur gert það upp við sig, hvernig beri að refsa mér.” Talleyrand gat ekki varist hlátri. ,,Guð minn góður, hvernig ætti ég að refsa yður? Ég get ekki einu sinni beðið vin minn Fouché um að handtaka yður, af því að það var hann, sem sendi yður hingað. Varla get ég komið yður fyrir kattar- nef hér í minni eigin vinnustofu eða kallað heiminn til vitnis um þetta hryllilega svartnætti, sem ríkir í sál yðar. Komið aftur hingað, setjist niður og hlustið á mig. Marianne hlýddi með tregðu. Óbilgjarnt augnaráð furstans kom illa við hana. í því leyndist eins konar gamansöm skarpskyggni og henni fannst eins og hann gæti séð í gegnum föt hennar eða jafnvel enn lengra, já alla leið inn að hjartarótum. Auk þess var hún kviðafull varðandi framhaldið. En er hún var aftur sest niður brosri Talleyrand. ,,Barnið gott,” byrjaði hann, ,,ég hef þekkt lögreglustjórann og aðferðir hans of lengi til þess að þær komi mér á óvart. Við höfum eldað grátt silfur saman um árabil. Gagnkvæm vinátta okkar er ný af nálinni og nokkuð sérstæð, en þess vegna er full ástæða til þess að fara að öllu með gát. Þér skiljið því mademoiselle Mallerousse, já á meðan ég man, er nafn yðar Mallerousse?” ,,Nei,” svaraði Marianne stutt- aralega. ,,En það þýðir ekkert fyrir yður að reyna að rekja úr mér garnirnar. Ég mun ekki sverta hið rétta nafn mitt með því að draga það inn í þetta mál. Þér getið gert hvað sem þér viljið við mig.” ,,Freistandi tilboð, ha? En hugsið ekki um það. Ég er ánægður, að mér skuli ekki hafa skjátlast í mati mínu á yður. Hvað varðar raun- verulegt nafn yðar, þá gildir mig það einu. Þér eruð án efa útflytj- andi, og hafið komið til landsins á ólöglegan hátt og neyðist því til þess að þiggja vernd okkar kæra Fouchés. Hann hefur lag á að ná slíku samkomulagi. Geymið þvi leyndarmál yðar og segið mér það einhvern tíma af frjálsum vilja. En hvað eigum við nú að gera við yður?” Hann reis á fætur og tók að ganga hægt um gólf. Marianne starði á grænu handtöskuna sína, að nokkru lcyti til þess að leyna hugrenningum sínum og einnig til þess að þurfa ekki að horfa á þenn- an svartklædda mann ganga þarna um í daufri sólarbirtunni. Annað slagið hvarf hann úr augsýn, en Marianne fann vökul augu hans stöðugt hvíla á sér. Hún átti erfitt með að halda aftur af taugaóstyrkn- um. Eftir hverju var hann að bíða? Hvað ætlaðist hann eiginlega fyrir með hana? Hvers vegna sagði hann ekki neitt? ,,Ég held,” sagði hann að lokum ,,að við ættum að halda okkar striki. Þér getið orðið mér að liði á margvíslegasta hátt. Hvað snerrír þjónustu þá, sem þérþurfið að inna af hendi við hertogann af Otranto.. ja, þér einfaldlega haldið því áfram eins og ekkert hafi í skorist.” Marianne hrökk við. „Hvað? Þér...yðar tign á ég við, viljið að ég haldi áfram...” „Vissulega! Hins vegar sýnið þér mér auðvitað bréfin áður en þér fáið þau Floquet i hendur. Mér er það mikið kappsmál, að vissar tignar persónur fái að vita, hvað er að gerast í mínum húsum. Það sýnir að keisaranum er ekki sama um mig. Haldið því áfram, mín kæra, haldið áfram. Einhvern veginn finnst mér, að þér munið hafa í nógu að snúast. En á hinn bóg- inn...” Hann hikaði. Marianne fannst höndin, sem hvíldi á öxl hennar, verða ögn þyngri og jafnvel ógn- andi. En þetta var aðeins andartak. Því næst varð hún aftur mjúklát og hún fann, hvernig hann strauk háls hennar að aftanverðu. Mari- anne hélt niðri í sér andanum. ,,Á hinn bóginn mun ég kannski fara fram á þjónustu annars eðlis.” Marianne losaði sig á augabragði við þessa ástleitnu hönd, spratt á fætur og stóð frammi fyrir furst- Sparið þúsundir ^^kaupið ^ueuuun HJÓLBARÐA DRÁTTARVÉLA & VINNUVÉLA HJÓLBARÐAR: STÆRÐ VERÐ 11x28/6 kr. 31.310.- 750-16/6 kr. 12.810.-með slöngu. 650-16/6 kr. 10.770.-með slöngu. 600-16/6 kr. 8.850.- með slöngu. 700-12/12 kr. 19.760.-' Ofantalin verð eru miðuð við skráð gengi U.S.S: 178.80 TÉKKNESKA BIFREIÐA UMBOÐIÐ Á ÍSLANDI H/F AUÐBREKKU 44-46 KÓPAVOGI SlMI 42606 AKUREYRT SKODA VERKSTÆOIO A AKUREYRI H F OSEYRI8 EGILSTAÐIR VARAHLUTAVERSLUN GUNNARS GUNNARSSONAR GARÐABÆR NYBAROI H F GAROABÆ 18. TBL. VIKAN 31

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.