Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 29.04.1976, Qupperneq 32

Vikan - 29.04.1976, Qupperneq 32
'fí/l h Ég vissi ekki, að ástandið væri svona slæmt. /JoQ |z-J ^44 © Kmg Features Syndicate. Inc . 1975. World nghts r Við eigum fjóra táninga, svo ég mátti til. — Eitthvað virðist hafa farið úrskeiðis við skipulagningu sumarfríanna hjá okkur. anum. Hana setti dreyrrauða. Hún skildi mætavel hvert hann var að fara, hvers konar þjónustu hann óskaði í skiptum fyrir þagmælsk- una. Þetta voru þvinganir af enn vcrri tegund en Fouché beitti. „Þér skulið ekki reiða yður á þjónustu mína í þeim efnum,” öskraði hún reiðilega. ,,Ég hef njósnað um yður, rétt er það, þó að skýrslur mínar hafi ekki haft neitt markvert að geyma. En ég mun ekki samrekkjast yður og kaupa mér þannig frelsi. ’ ’ VarirTalleyrandstitruðu, ensíðan fórhannaðskellihlæja. „Eruðþérekki, eins og furstafrúin myndi segja, dálítið frökk? Að þér skulið ekki skammast yðar, made- moiselle.. .Mallerousse! Þetta eru að vísu orð og getsakir, sem hæfa vel nafni yðar, en ég ætlaði aðeins að biðja yður um að syngja fyrir vinafólk mitt, þegar þannig stæði á. ’ ’ „Nú,erþað...” „Allt og sumt? Vissulega. Ekkert annað. Kæra Marianne... má ég ávarpa yður þessu heillandi nafni, sem fer yður svo vel? Þér eruð yndis- leg, en ég hef aldrei haft ánægju af því að elska konur, nema að þær hafi lotiðsínumeigin ástríðum samtímis. Ástin er eins og tónlist, óumræðileg- ursamhljómur og líkaminn er aðeins ' hljóðfæri, vissulega dásamlegasta hljóðfærið, sem völ er á. Ef annað hljóðfærið er falskt, þá næst þessi samhljómur ekki. Ég kann ekki frekar en þér að meta falska tónlist. ’ ’ „Ég bið yðar hátign afsökunar,” sagði Marianne lágmælt og hún skammaðist sín niður fyrir tær. „Ég hef hagað mér heimskulega og iðrast þess. Auðvitað er mér ekki nema ljúft, að verða yður að liði, ef ég á annað borð get það. ’ ’ „Það vona ég. Og þar sem við erum nú sammála, réttið mér þá hönd yðar. Við skulum takast í hendur upp á þetta eins og þeir gera vestan hafs. Slíkt hæfir tveimur manneskjum, sem eru á eitt sáttar. Þessi ameríski siður hefur margt til síns ágætis og ég hef mætur á fólkinu þar, þó að það sé á stundum einum ofopinskátt.” Broshansafvopnaði hana og Mari- anneendurgaltísömu mynt. Fingur hennar skulfu lítið eitt, en furstinn tók fljótt og ákveðið um hönd hennar. „Ég mun senda eftir yður í fyrramálið, ef furstafrúin þarf yðar ekkimeð.” „Yðarhátign, ég mun ávallt verða tilreiðu.” Hún hneigði sig lítið eitt, en síðan var hún komin fram á gang. Þó hún væri hálfringluð, þá var eins og þungu fargi væri af henni létt. Þess- ari stöðu hafði verið neytt upp á hana og hún hafði það mikla óbeit á Fouché, að hún fann til innri gleði, þegardæmiðsnéristnú við. Aukþess kunni hún miklu betur við Tall- eyrand, þennan höfðinglega mann, cn hinn slægvitra Fouché. Martröð hennar var á enda. I framtíðinni myndi hún ekki vera að svíkjast aftan að þeirri fjölskyldu, sem hafði skotið yfír hana skjólshúsi. Hún gat því notið þeirra þæginda og mun- aðar sem buðust og einbeitt sér að tónlistinni þangað til Gossec myndi koma henni á framfæri. Hún var búin að missa af kennslu- stundinni. Er hún leit inn í músík- herbergið sá hún að Gossec var far- inn, en Marianne var of hamingju- söm til þess að láta það angra sig. Hún var á leið upp í herbergi til sín og raulaði lítinn lagstúf fyrir munni sér, en þá varð henni allt I einu hugsað til vagnsins, sem hafði elt hana allan morguninn og skyndi- lega langaði hana til þess að vita, hvort hann væri enn fyrir utan. Hún snéri við og hljóp ofan stigann, í gegnum anddyrið og út í forgarð- inn. Við hliðina á aðalhliðinu, sem var gert úr iónískum súlum er héldu uppi gríðarmiklum steinboga, var lítið hlið, sem aldrei var lokað að deginum. Marianne opnaði það, skaust út fyrir og skundaði meðfram veggnumogútáhorn. Nýtilkominn kjarkurhennarþvarr lítið eitt, er hún sá, að svarti vagninn stóð þarna ennþá. Og seinna um daginn var hann þar líka, en þá fór Marianne ásamt furstafrúnni og Charlotte litlu í ökuferð meðfram nýju uppfylling- unni, sem keisarastjórnin var að láta gera við ána Signu. Einhver breyting hafði á orðið. Marianne tók fyrst eftir því þetta sama kvöld, er hún kom úr ökuferðinni, en madame Talleyr- and bað hana þá um að koma með sér til herbergis síns. Þegar þær komu þangað settist hún á legu- bekk og stundi þungan. „Við eigum von á gestum í kvöld, eins og þér vitið, en ég er of þreytt til þess að taka á móti þeim og ætla þess vegna að halda mér í herbergi mínu.” „En hvað mun hans hátign segja, ef þér eruð ekki viðstaddar.” Hin fyrrverandi madame Grand brosti dapurlega. „Ekkert. Hann kemst vel af án mín og ég hygg, að hann verði bara feginn.” Skyndilega kenndi Marianne í brjóst um hana. Þetta var I fyrsta skipti, sem furstafrúin sýndi ein- hver biturleikamerki. En frá þvi að Marianne kom í þetta hús hafði það ekki farið fram hjá henni, að þessi kona var einungis stássbrúða og gegndi engu hlutverki í húshaldi manns síns. Talleyrand var kurteis við konu sína, en það var allt og sumt. Hann yrti varla á hana, nema 32 VIKAN 18. TBL.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.