Vikan

Issue

Vikan - 29.04.1976, Page 34

Vikan - 29.04.1976, Page 34
SMASAGA EFTIR SIGNEMORN ÁHJETTAN — Má ég leggja hana hérna? Eva brosti til hans, rjóð í kinnum. Kannski var það nú bara af því, hvað það var hvasst úti. — Já, auðvitað, sagði hann. Hann vissi ekki, hvað hann átti að segja eða gera. Hann hafði biandað í glös handa þremur. Hann hafði átt von á vinkonu hennar. Hélt hún væri kannski of feimin eða stolt til að koma ein, hélt hún væri eins og aðrar stúlkur. Hún tók barnið úr kerrupokan- um. Og svo lagði hún það á hlýtt teppi, sem hún tók upp úr tösku sinni. Sú litla sneri höfðinu, fylgdi honum með augunum, starði undr- andi í kringum sig í herberginu. — Ég held bara hún sé hrifin af þér, sagði Eva. — Hm, sagði hann feimnislega. Viltu eitthvað að drekka? -t- Kannski tebolla, takk, sagði hún. — Við erum búnar að ganga ansi langt, litlan og ég. Það er svo gott veður, þó það sé kalt. Má ég hita þennan? Hún tók pela með mjólk upp úr toskunni. Þegar litla stúlkan sá hann, skrlkti hún. — Svona, svona, sagði Eva ró- andi. — Þú skalt fá matinn þinn, en fyrst ætla ég að skipta á þér. Hún töfraði bleyju upp úr töskunni sinni,- sem virtist rúma margt. Hún skrapp fram í eldhúsið með pelann og var komin aftur eftir augnablik. Hún skipti á barninu. Lasse lagði á borð. Tvo bolla, brauð, smjör og ost. Hann tók glösin ekki úr ísskápn- um. Nokkur stund leið, áður en Eva var tilbúin. Barnið drakk lengi og með velþóknun. Það lauk úr pelan- um. — Svona, nú hlýturðu að vera södd, sagði Eva. — Nú skaltu ropa! Barnið gerði svo. — Nú ertu södd og þurr, og nú má mamma drekka teið, sagði Eva. En sú litla vildi ekki vera ein. Eva settist þar sem barnið sá hana. — Þú ert eiginlega útundan, sagði Eva og brosti til hans. — Já, ég verð víst að viðurkenna, að mér fannst það, sagði Lasse. — Ég hélt þú ætlaðir að taka vinkonu þína með þér. — Hún er líka vinkona mín. Við erum saman allan sólarhringinn. Stundum hitti ég þó aðra á kvöldin. — Eins og í gærkvöldi? — Já, eins og I gærkvöldi. Hann hafði séð hana um ellefu- leytið. Hún var að dansa við annan, og hann fylgdi þeim með augun- um. Hann vissi ekki, hvort hún var þarna með karlmanni eða ekki, en hann gat ekki á sér setið að forvitnast um það. Og þegar næsti dans hófst, var hann kominn til hennar og bauð henni upp, áður en nokkrum öðrum gæfist færi á þvi. Hann var ör af því að finna hár hennar við kinn sér. Það var gott að dansa við hana og þau dönsuðu saman allt kvöldið, dans eftir dans. Hann vildi, að þetta tæki aldrei enda. Hann varð að gera eitthvað. Hann varð að hitta hana aftur. ★ ★ ★ — Var það út af henni, sem ég fékk ckki að koma inn með þér í gær? — Nei, ég hleypi aldrei neinum inn, sem ég þekki ekki vel. — Og svo hefði barnapían kannski orðið forvitin, sagði hann svolítið stríðnislega. — Sú litla var hjá ömmu sinni, sagði Eva og hló. — 0, sagði hann aðeins. Hann — Mér er óhætt mcð henni, sagði hún. — Heldurðu, að ég hafi ekki tekið eftir svipnum á þér, þegar þú sást, að hún var með mér? — Ertu hissa á því? Ég átti ekki von á þvi, að það væri dóttir þín, sem kæmi með þér. — Nei, auðvitað ekki. Finnst þér ég hefði átt að segja þér það í gærkvöldi? Það hafði honum einmitt fundist fyrir stundu, en nú neitaði hann þvi Hún var hin sama og í gærkvöldi — sama andlitið og sama hárið. Þó ekki hin sama. Ekki eins barnsleg og honum hafði fundist hún vera. Ekki bara átján ára stúlka að skemmta sér. Þegar hún fór út á kvöldin, hafði hún ráðgert það dögum saman og þurft að gera alls konar ráðstafanir. Svefnhljóð lítils barns fylltu herbergið. Eva stóð upp og gekk til dóttur sinnar. — Hún er svo falleg. Ég elska hana óendanlega mikið. Allt annað 34 VIKAN 18. TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.