Vikan

Issue

Vikan - 29.04.1976, Page 35

Vikan - 29.04.1976, Page 35
skiptir mig engu máli lengur. Henni á að líða vel. Það er hið mikilvægasta. Ég fékk leyfi til að lesa utan skóla til þess ég gæti verið heima hjá henni á daginn. Ég er miklu duglegri við námið slðan hún fæddist. Áður hugsaði ég lítið um, hvað yrði úr mér. Nú er ég ákveðin I að spjara mig. Hann sagði svoh'tið skömmustu- legur: — Ég þyrfti kannski eitthvað álíka. Mér gengur illa að ljúka prófunum. Hann stóð nærri henni. Fann og talaði við hana, en :ir með tóman faðm- inn. Stúlkan, sem hann hafði ætlað að fara að kyssa, var allt I einu orðin að móður, sem átti aðeins eitt áhugamál; velferð barnsins slna. Hann andvarpaði. Fór fram I eldhúsið og leitað huggunar hjá plpunni sinni. Hvað var hann þessari stúlku? Ekki neitt — bara loft — að minnsta kosti eftir að hún breyttist I móður. Það var þögn inni I stofunni. Hann opnaði dyrnar. Enginn var I hcrberginu, aðeinsókunnurilmuraf smábarni. Hann leit inn I bað- hcrbergið. Þar var enginn heldur. hún var farin — hafði ekki einu sinni haft fyrir þvl að kveðja. Auðvitað hafði hún tekið eftir þvl, hvernig hann brást við. hún hafði tekið eftir þvl, að hann andvarpaði — var oþolinmóður. Hún hafði búist við þessu. Hún hafði verið að prófa hann. Og hann kolféll á prófinu. hana ilma af hreinlæti. Þessi ilmur úr hári hennar minnti hann á, hve mjúkt það var. Hendur hans snertu það næstum ósjálfrátt. — Ég stirðna upp, þegar komið er við hárið á mér, sagði hún og vék sér undan. Hann gat samt ekki látið vera að strjúka hár hennar, og hvað sem öllum mótbárum leið, færðist hún ósjálfrátt nær honum. Hún var I þann veginn að snúa sér að honum, þegar barnið opnaði augun og fór að vola. Eva sneri sér strax að stúlkunni. Hann vafraði aftur fram I eldhús- ið, opnaði Isskápinn og greip eitt glasið. Nei, það var þýðingarlaust. Hann setti glasið aftur I skápinn og skellti aftur hurðinni. Hann stökk út I vetrarkuldann, án þess að gefa sér tlma til að fara I yfirhöfn. ★ ★ * Nýfallinn snjórinn gerði honum eftirförina auðveldari. Förin eftir hjólin á barnavagninum róku af öll tvímæli um I hvað átt þær hefðu haldið. Hann kærði sig kollóttan um, •< þótt fólk sneri sér við og horfði á 'eftir honum. Hann vissi það eitt, að þvl hraðar sem hann hlypi, þeim mun meiri möguleika hefði hann. Honum fannst hann mætti alls ekki missa þetta tækifæri. Hann hljóp, og hann mæddist fljótt. Hann sá hana á undan sér, þar sem hún ýtti barnavagninum á undan sér. Göngulag hennar var ákveðið og markvisst, og hún setti höfuðið I vindinn. Þegar hann náði henni, sá hann, að hún beygði ekki höfuðið til að skýla andlitinu fyrir vindinum, heldur vildi hún ekki láta neinn sjá tár sín. Hann hafði aldrei fundið llkar tilfinningar bærast með sér áður. Orðalaust tók hann I barnavagninn og ók honum með henni. - Eva, sagði hann biðjandi. — þú ert... ég veit ekki. hvernig ég á að koma orðum að því, svo hugrökk og greind.... — Nei... aliir segja, að ég hagi mér asnalega, ég taki of mikla áhættu. Þess vegna fari alltaf svona fyrir mér. Ég sjokkeri fólk. Ég sjokkeraði þig llka. — Auðvitað gerðir þú það! Og það var rétt á mig! Ég átti ekki annað skilið! — Sú litla þarf á. mér að halda, sagði hún. — Já, ég veit það núna. Kannski hún eigi líka eftir að þurfa á mér að halda! I rauninni var þetta sþurningin. — Þú skalt gera þér grein fyrir því, að það er aldrei nokkur friður. sagði hún. — Vökur og áhyggjur alla tlð. Hún hló svolítið. Hún trúði greinilega ekki á, að honum væri alvara. Hann tók um hönd hennar. — En það er miklu auðveldara fyrir tvo er, einn, sagði hann. En hún leit bara alvarlega á hann. — Já, þú veist bara ekki, hvað ég er þreytt og örg stundum. sagði hún. — Ef þú gefur mér tækifæri. þá lofa ég... — Ekki lofa neinu, sagði hún. — Komdu mcð okkur, en lofaðu engu. ★ ★ ★ 18. TBL. VIKAN 35

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.