Vikan

Tölublað

Vikan - 12.08.1976, Blaðsíða 2

Vikan - 12.08.1976, Blaðsíða 2
— Eg hef orðið vör við að margir eru hræddir við að fara ótroðnar leiðir við gerð innréttinga og að leyfa sjálfstæðum smekk að njóta sín. Oft kemur fyrir að þeir, sem flytja í nýtt húsnæði, vilja ekki nota gömlu húsgögnin Hengur og kaupa því allt nýtt. En það er alls ekki nauðsynlegt að endur- nýja „heimilið", þótt að breytt sé um húsakynni. — r VIÐTAL VIÐ ÖGLU MÖRTU Agla Marta opnaði útidyrnar og tók á móti okkur ásamt fóstur- dætrum sínum, þeim Bellu og Perlu. Þær mæðgur, sem eru af labradorkyni heilsuðu okkur vina- lega með því að glefsa dálítið í okkur, eins og góðum voffum sæmir. Fósturmamma þeirra bauö okkur að ganga í bæinn og sagði, að okkur væri velkomið að litast um á meðan hún hellti á könnuna. Agla Marta leiðbeinir fólki, aðal- lega vinum og kunningjum, við innanhússkreytingar og við heimsóttum hana í því skyni að forvitnast örlítið um hana sjálfa og áhugamál hennar. Hús þeirra Öglu Mörtu Mart- einsdóttur og eiginmanns hennar Stefáns Gunnarssonar er raðhús við Sæviðarsund 24, steingrátt að lit, og ekki ýkja óvenjulegt utan frá séð, en eftir að hafa litast sem snöggvast um inni. komumst við að raun um, að þar var ekki um venjulegar innanhússkreytingar að ræða. Það er til dæmis ekki algengt að sjá veggjahorn skreytt með smíðajárni, skerma úr kinda- vömbum, gullfiska í barskáp, tússmynd af stækkuðum þúsund- krónuseðli á borðstofuborði, eöa gamlan franskan dúkkuvagn inni I stofu. Hér og hvar báru sérkenni- legir munir og listaverk hug — vitssemi og listrænum hæfileikum öglu Mörtu vitni. — Ég hef aldrei verið hrædd við - Það er best eð vara atm nmat „fóatru"maðanpabbtog mamma eru ekki heima, hugsar Perla. að nota ímyndunaraflið við inn- réttingar og hef gaman af að reyna eitthvað nýtt, segir Agla Marta. — Það, sem sómir sér vel á vegg inni í stofu, geymi ég aldrei inni í skáp. Agla Marta dundar við málara- list og nær öll málverkin á heim- ilinu eru eftir hana. En henni er margt annað til lista lagt, því auk þess að mála, mótar hún styttur úr leir, teiknar og bæði prjónar og saumar út. — Ég hef dundað við ýmiskonar handavinnu allt frá því að ég var Iftil stelpa og ég 'hef ánægju af að reyna eitthvað nýtt. Ég er svo forvitin, að ég þarf helst að fram- kvæma allt, sem mér dettur I hug, til þess að sjá hvernig það tekur sig út. Stefán, eiginmaður öglu Mörtu erflugstjóri hjá Flugleiðum og þau hjónin hafa ferðast víða, m.a. til Vestur-lndía, Japans og Brasilíu, eins og margt skrýtið, sem hékk á veggjunum bar vitni um. Það var eins og einhverja ævintýralykt legöi af þessum munum, og sumir báru það með sér að á bak við þá lægi merkileg saga. Agla Marta sagðist alltaf hafa verið veik fyrir ýmiskonar sérkennilegum og sjaldséðum gripum, og að á ferða- lögum slnum legði hún oft á tíðum heilmikið á sig til þess að verða sér 2 VIKAN 33.TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.