Vikan

Tölublað

Vikan - 12.08.1976, Blaðsíða 22

Vikan - 12.08.1976, Blaðsíða 22
Alois hafði lokið frásögn sinni, sagði Ludvik óþolinmóður, ,,Því í ósköpunum sögðu þeir okkur ekki frá staðnum strax og gáfu upp nákvæma tímasetningu? Afgang- inn hefðum við getað annast sjálfir. Ameríkanarnir halda sennilega að við eintóma við- vaninga sé að eiga.“ „Þetta er sjálfsagt gert í öryggisskyni," sagði Alois. ,,Eg kann vel að meta varkárni þeirra.“ Hann horfði á Irinu. ,,Hún verður óhult.” ,,Nú, ekki hefur hún svo sem verið í neinni hættu hér hjá okkur. Jæja, litla Irina, ertu þá í þann mund að leggja af stað. Hvenær ætla þeir að hringja á morgun?“ „Þeir nefndu það ekki." „L.eyndardómsfullir andskot- ar.“ „Því ekki það? Þeir þekkja okkur ekki.“ „Og við ekki þá. Það er þá jafnt á komið með okkur.“ Hann fékk sér sopa af bjórnum. „Skelfing var ég orðinn þyrstur, enda kom ég fótgangandi alla leið frá Georg. Hann á von á dreifiritinu frá þér á morgun. Hvað eru mörg tilbúin?" „.Þrjú, ef til vill fjögur, ef ég vinn i alla nótt.“ Alois stóð upp og gekk að símanum. „Eg ætla að segja þeim í vinnunni að búast ekki við mér í kvöld." „Ertu viss um , að það séu skriftirnar, sem halda þér heima við?“ sagði Ludvik og breitt bros lagði undir sig ferkantað andlitið. „Við þurfum ekki báðir að bíða hér við símann á morgun. Ég get séð um það og komið Irinu á fundarstaðinn.1 „En vinnan þín?“ „Þú veist að ég get komið og farið, þegar mér sýnist. Eg er engum fastmælum bundinn 1 sam- bandi við þetta starf. Þar er hvort eð er illa launað." Hann hló og lyfti bjórglasinu í áttina að Irinu. „Þeir sakna mín ekki, þó að ég sé frá í einn dag.“ „Ég vil helst vera hérna þegar þeir hringja og kannski verður það snemma," sagði Alois. „Ég vil vita vissu mína." Hann hringdi í bílageymsluna. „Eigandinn var tékki, sem hafði dvalist í Vín síðan 1948. Hann hafði vit á þvi að spyrja engra óþægilegra spurninga. Auk þess voru starfs- menn, sem bættu upp fjarvistir sínar án þess að krefjast auka- greiðslna fátíðir nú á dögum. Ludvik reis á fætur, lauk úr glasi sínu og fór með það yfir í litla vaskian. „Snemma heldurðu? Þá er best, að ég sæki bílinn og komi honum fyrir í bíl- skúrnum hjá Anton hérna rétt handan við hornið. Því er þá lokið, ef þú skyldir leggja af stað klukkan sex í fyrramálið," sagði hann við Irinu. „Klukkan sex?“ „Já, við verðum öll að vera komin í háttinn klukkan tíu 1 kvöld,“ sagði Ludvik. Hann var í góðu skapi. „Og þér er eins gott að ljúka við þessi dreifirit," sagði hann við Alois um leið og hann gekk fram að dyrum. „Georg ætlar að senda eftir þeim í fyrra- málið.“ Aður en Alois gæti svarað, var hann farinn. „Hver er Georg?“ „Vinur. Hann tekur með sér dreifiritin um leið og hann heimsækir Prag.“ Irina tók töskuna, en skildi peningana eftir á borðinu. „Ég þarf ekki á þeim að halda núna og líta má á þetta, sem örlítið endur- gjald vegna alls sem þú hefur fyrir mig gert.“ Alois hristi höfuðið, brosti og tók seðlana og smámyntina af borðinu. „Þú skalt aldrei ferðast án peninga, jafnvel ekki þó að þú sért meðal vina.“ Hún er of hrekklaus, hugsaði hann. Hvernig gat kona, sem hafði þjáðst eins og hún hlaut að hafa gert, átt eftir nokkurt trúnaðartraust. Var þaö þetta, sem hafði blindað hana fyrir Jiri Hrádek? Var það trúnaðartraust, trú á villigötum eða kjánaskapur hins ástfangna? Ef við sjáumst aftur síðar, kemst ég kannski að hinu sanna. Þá þraut gæti verið gaman að leysa. „Ég ætla að láta niður í töskuna," kallaði Irina úr svefn- herbergisdyrunum. „Síðan fáum við okkur kvöldmat." „Ekkert liggur á,“ svaraði hann og byrjaði aftur að vinna. Næsta morgun var hringt klukkan tuttugu mínútur yfir níu. Af tilviljun var Alois næstur símanum. Um leið og hann tók upp tólið, hóaði hann í Irinu. Hún kom hlaupandi innan úr } svefnherbergi og stóð við hliö i hans, áður en Ludvik kom út úr | baðherberginu. Alois dró hana til i sin, svo að hún gæti lika heyrt hvað sagt var. Ludvik þurrkaði !; sér um hendurnar, henti hand- j| klæðinu á stól og reyndi að þröngva sér upp að þeim, en gafst upp. Hann beið óþolinmóður, jf þangað til hann heyrði Alois i segja. „Já, þetta er Janocek.“ Þá » gekk hann yfir að glugganum og opnaði hann upp á gátt, kveikti í j sígarettu og horfði niður á ;• götuna. Þar var ekkert óvenjulegt að sjá. Hann leit í áttina að litlum búðarglugga bakarans handan við götuna og studdi sig fram á olnbogana, til þess að njóta ferska loftsins. „Er þá allt á hreinu?“ spuröi hann er Alois hafði lagt tólið á. „Við leggjum af stað eftir fimm mínútur. Þeir gáfu mér upp öll vium FJ0R í FKHim? ®l SF Viltu fjör í fríinu. Allt ungt fólk á þess kosl að gerast meðlimir í Klúbb 32, sem er ferða- og skemmtiklúbbur ungs fólks. Starfar í samvinnu við hliðstæðar stofnanir erlendis. Meðlimir fá af- slátt í verslunum heima og erlendis, geta tekið þátt í dansleikjum og hljómleikum fyrir meðlimi á veturna og fengið 10 þús. króna afslátt í sól- arlandaferðum þar sem dvalið er á hótelum þar sem eingöngu ungt fólk býr, eins og Hotel 33 á Mallorca. Vinsælar íslenskar hljómsveitir eins og Cabarett og Paradís skemmta Brottfarardagar i 1, 2, 3 og 4 vikna feröir. Mallorca og Costa Brava alla sunnudaga Costa del sol alla laugardaga. Margar ferðir til Kanarieyja i vetur. Aðeins fyrir þá sem vilja fjör í fríinu. Þér getið gerst meðlimur með því að koma, hringja eða skrifa Klúbb 32, c|o Ferðaskrifstofunni Sunnu Lækjargötu 2, Reykjavík. FERÐAKLUBBUR UNGA FÓLKSINS 22 VIKAN 33. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.