Vikan

Eksemplar

Vikan - 03.09.1976, Side 11

Vikan - 03.09.1976, Side 11
 Skrítið að þau skyldu ekki koma. Ég gaf þeim nákvæma lýsingu á okkur báðum. Já, það var hérna út af afmælistertunni sem þér pöntuöuð. Eiga að vera á henni 28 kerti eins og venjulega? Sérhver kvenfrelsiskona ætti að bjóða herramanni sætið sitt. Og þú segir aö kærastan þín hafi þurft að segja þér að hún væri í gagnsærri blússu? I NÆSTU VIKU HELGI PE í RÍÓ GERIR ÞAÐ GOTT ,,Allir eru að gera það — allir eru að gera það gott — nema ég”, syngur Helgi Pétursson með félögum sínum í Ríó á nýjustu plötunni þeirra. En ef einhverjir ,,gera það gott” um þessar mundir, þá eru það sannarlega strákarnir I Ríó, því að margra dómi hafa þeir aldrei verið betri. Helgi er raunar sá eini, sem hefur verið með í Ríó frá upphafi, en um það og margt fleira má lesa f viðtali, sem birtist í næstu Viku við „sjómann- inn”, kennarann og blaðamanninn Helga Pé f Rfó. Viðtalið nefnist: Jói hallikjammi, það var sko minn maður! FJÁRHÚSDRAUGURINN VIÐSKOTAILLI Fyrir tæpum 50 árum gerðist heldur ótugtarlegur draugur aðgangsharður á bæ einum hérlendis, og gekk hann það langt, að hann réðst á fé bónda og drap það, og fylgdu hótanir hans um að fara eins að með alla heimamenn. Dómsmálaráðuneytið þurfti að skerast í leikinn, en aldrei sannaðist til fullnustu, hvaðan draugurinn var sendur. Vikan bregður nýju Ijósi á draug þennan og birtir um hann upplýsingar, sem ekki hafa birst áður opinberlega. Fyrri hiutinn birtist í næsta blaði. ÞÚSUNDBÖRNÁÁRI Á Fæðingarheimili Reykjavíkur fæddust rúmlega 1000 börn sfðastliðið ár, og reikna má með álfka mörgum fæðingum þetta árið. 18. ágúst síðastliðinn voru liðin 16 ár síðan fyrsta barnið fæddist þar, og á afmælis- daginn heimsóttir Vikan heimilið, forvitnaðist ögn um starfsemi þess og rabbaði við fjórar nýorðnar mæður, þærÞóreyju Mortens, Þórunni B. Tryggvadóttur, Elínu Magnúsdóttur og Ingunni Halldórsdóttut. Árangur heimsóknarinnar má sjá í næsta blaði. NÝ FRAMHALDSSAGA I þcssu blaði birtist niðurlag fyrsta hluta sögunnar af Marianne. Hún hefur náð miklum vinsældum meðal lesenda, og má vera, að framhald birtist af þeirri sögu sfðar. En í næstu Viku hefst ný framhaldssaga, sem nefnist HIN KONAN og er eftir Doris Lessing. Hún gerist í London á strfðsárunum og segir frá lffi ungrar stúlku, sem verður að ganga f gegnum ýmsa erfiðleika, ýmist af völdum strfðsins eða óblfðra örlaga. Sagan er stutt, en áhrifamikil. VIKAN Útgefandi Hilmir h.f. Ritstjóri: Kristín Halldórsdóttir. Blaðamenn: Trausti Ólafsson, Guðmundur Karlsson, Ásthildur Kjartansdóttir, Halldór Tjörvi Einarsson. Útlitsteiknari: Þorbergur Kristinsson. Ljósmyndari: Jim Smart. Auglýsingastjóri: Ingvar Sveinsson. Ritstjórn, auglýsingar, afgreiðsla og dreifing Síðumúla 12. Sfmar 35320-35323. Pósthólf 533. Verð f lausasölu kr. 300. Áskriftarverð kr. 3.350 fyrir 13 tölublöð ársfjórðungslega, kr. 6.320 fyrir 26 tölublöð hálfsárslega eða kr. 11.700 í ársáskrift. Áskriftarverð greiðist fyrirfram. Gjalddapar: nóvember, febrúar, maí, ágúst. 36. TBL. VIKAN 1 1

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.