Vikan

Issue

Vikan - 03.09.1976, Page 21

Vikan - 03.09.1976, Page 21
vínekrurnar utan i hlíðunum. Eða. Ja, hún vissi ekki til þess að Mark hefði nokkru sinni orðið orðlaus. Nýjustu viðtölin hans, sem höfðu yfirskriftina „Kafað í persónur," var hnyttið orðalag, sem sýndi.að hann var eins ritfær og hver annar meðal hinna yngri blaðamanna. Þó fannst henni ein- kennilegt þetta hik, sem hafði komið á hann.rétt eins og hann væri taugaóstyrkur. Mark tauga- óstyrkur? Ekkert gat komið honum úr jafnvægi, nema ef til vill að aka að næturlagi eftir bugðóttum vegi. Hann hafði eitt sinn gert að gamni sínu, þess vegna. „Ég er ekki jafnviðbragðs- fljótur og þú,.“ hafði hann sagt. „Aður en ég veit af, er ég kominn framhjá réttum vegavísi." Hún leit á úrið sitt um leið og hún teygði sig eftir matseðlinum. Þvilík sæla, ef hún gæti nú aðeins slakað á í nokkra daga og þyrfti aldrei að líta á klukkuna, né reikna út mínútur. Ef hún gæti verið á einum og sama staðnum, í stað þess að vera á þessari þeysireið. Helst kysi hún að sitja hjá sundlaug með kaldan drykk í hendinni og myndarlegan mann flatmagamii hjá sér. Við til- hugsunina um sólbrenndan likama, minntist hún frans- mannsins á Ferraribílnum. Og hárnálarbeygjurnar í Gross- glockner. En hvernig á ég að komast til Lienz, spurði hún sjálfa sig aftur? David gekk hægt í gegnum and- dyrið og staðnæmdist rétt við aðaldyrnar. Hann sá ekki Gerhard, enda sköguðu bílarnir yfir höfuð litla drengsins. En hann sá Bohn þar sem hann gekk meðfram girðingunni í áttina að Ludvik, sem var enn á sama stað. Núna? Nei, ekki strax. Mennirnir tveir ræddust við, en athygli Lud- viks virtist enn dreifð. Þá benti Bohn út yfir fljótið. Núna, ákvað hann. Irina stóð rétt fyrir aftan hann. Skyldi hún muna eftir að biða í nokkrar sekúndur og gefa honum nóg ráðrúm? Hann leit ekki um öxl, en gekk yfir að bílnum. Þegar hann var kominn þangað, fannst honum hann ekki eins berskjaldaður. Vandræði. að ekki skyldi vera hægt að minnka hann ofan í stærð Gerhards, hugsaði hann. Hann heyrði lágvært vélarhljóð utan af Danubefljóti, en stansaði ekki. Hann var nú kominn að Chryslernum og beygði sig um leið og hann opnaði dyrnar og smeygði sér í bílstjórasætið. Hann leit út undan sér i aftursætið, sá þá tösku Irinu og andaði léttar. Hann kom þó ekki auga á sinn eigin farangur. Hvar skyldi Jo hafa sett hann? Hann þreifaði fyrir sér undir sætinu, en fann ekkert. Þá lyfti hann sætinu við hlið sér. Hún hafði ekki gleymt því. Taskan og rykfrakkinn voru þarna á gólfinu og l>ví hafði verið komið svo fyrir, að enginn gæti séð það. Hann tók rykfrakkann, en lenti í barningi við að komast i hann. Auðvitað niyndi hann stikna úr hita, en liturinn á jakkanum sæist þó ekki. Hann tók skyggnið á bílnum, sveigði það til hliðar, eins og til þess að varna sólinni frá því að skina inn um hliðarrúðuna. Með þessu móti gat þessi sískimandi Ludvik hvorki séð hár hans né andlit. Nú átti hann aðeins eftir að setja kveikju- lykilinn á sinn stað, og athuga mælaborðið, gæta þess að hafa landabréfið við höndna og bíða. En aðeins fáeinar sekúndur. Irina opnaði dyrnar og smeygði sér inn í sætið við hlið hans. Hann lét í gang, setti í afturábak og bakkaði varlega út. Því næst setti hann i fyrsta gír og ók að hliðinu. „Ludvik sá mig," sagði Irina. „Hann sá mig þegar ég kom út í bakgarðinn, en snéri sér síðan undan.“ Hún brosti lítillega. „Eg þóttist ekki taka eftir honum og hann leit í aðra átt.“ Hún hlö aftur og það var góðs viti. „Hann leit á bílinn um leið og við ókum af stað en virtist með öllu áhugalaus, og hélt áfram að tala við einhvern. Er það einn af vinum hans?“ En nú stendur mér alveg á sama. hugsaði hún. Við stingum þá alla af, hvern og einn þeirra. „Nei, þetta er Mark Bohn." Irina sagði ekki meira. Hún horfði á fólksmergðina á götunni og hrukkurnar milli augnabrún- anna voru aftur komnar i ljós og nú dýpri en áður. „Þetta verður ekki lengi svona," sagði David hughreyst- andi. „Brátt komumst við á brúna og yfir á hægri bakka Danube- fljótsins. Þar verður umferðin minni og við getum ekið hraðar." Hún var enn þögul þegar þau óku yfir brúna. David leit í spegil- inn nokkrum sinnum, en sagði síðan: „Engin Fiatbifreið. Við snérum á hann '' Hann renndi bilnum út í annan vegkantinn og fór bæði úr frakkanum og jakkan- um, en ók síðan áfram. Nú getum við reglulega notið ferðarinnar. Viö skulum stansa og fá okkur eitthvað í svanginn eftir hálf- tima." „Eg er ekki svöng, David." Nú, sami söngurinn, hugsaði hann. „Við getum altént keypt samlokur og þú getur borðað þær, þegar þú hefur lyst á þvi. Irina. þú mátt til með að reyna að borða eitthvað." Irina tók eftir áhyggjuhreimn- rn: rHÚSGÖGi AUÐBREKKU 63 KÓPAVOGI SÍMI 44600 IODPi söfaseiiió hittir bemt i mark TODDÝ sófasettið er fnióiö fyrir unga tolkió Veró aðeins kr 109.000. Góóir greiðsluskilmálar Sendum hvert á land sem er EINNI & PINNI 36. TBL. VIKAN 21

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.