Vikan

Issue

Vikan - 03.09.1976, Page 23

Vikan - 03.09.1976, Page 23
þögn. „Þeir dóu báðir, er bát hvolfdi undan þeim úti á vatni. Það eru þrjú ár síðan. Ef þeir hefðu lifað, væru þeir núna átta og níu ára gamlir.“ „Heyrðu, Irina...“ „Nei, ég verð að segja þér frá þessu, ella myndirðu aldrei skilja þetta.“ Skilja hvað? hugsaði hann. „Hvar á ég að byrja?“ spurði hún sjálfa sig upphátt og hristi höfuðið. „Því ekki þegar ég yfirgaf þig í Prag og beið þin svo í Vín?“ „Og ég kom aldrei." Hún leit í augu hans. „'Eg gat það ekki David. Þú verður að trúa mér. Móðir mín fór með mig upp í sveit til föður míns nálægt Rajhrad. Það er suður af Brno, langt frá Prag og vinum mínum þar. Faðir minn mátti ekki einu sinni fara til næsta þorps. Þannig var einnig um mig. Mín var vandlega gætt, þangað til búið var að bæla niður uppreisnina í Ungverjalandi. Þá fyrst taldi ntóðir mín öruggt fyrir mig að snúa aftur til Prag og leyfa mér að hitta vini mina aftur. Nema hvað í þetta sinn valdi hún þá fyrir mig. „Svo að stöðu hennar innan flokksins væri ekki ógnað?" sagði David bitur. Irina kinkaði kolli. „En það dugði samt ekki til. Fimm árum síöar..." Hún þagnaöi. „Eg fókk aldrei bréfin frá þér David.“ „Né ég þín.“ „Vissirðu að ég var að reyna aö skrifa þér?" „Ég vonaði það.“ Hún sat grafkyrr og þagði. „Og eftir fimm ár, hvað gerðist þá?“ „Þeir handtóku móður mína. Ári síðar héldu þeir leyniréttar- höld yfir henni. Hún var dæmd í tíu ára fangelsi.“ „Fyrir hvað?“ „Hún vissi það ekki. Engir þeirra, sem voru handteknir, vissu það.“ „En hún var ein af aðalfor- svarsmönnunum i...“ „Einnig hinir. Hún var þó heppnari en margur hinna. Sumir urðu að játa opinberlega við eins konar sýndaréttarhöld. Og þegar verið var aö flytja þá í fangelsið var stansað á afviknum stað og ellefu þeirra dregnir út úr bílnum og skotnir." Nú var kontið aö honum að verða klurnsa. Hann hlustaði en spuri einskis. Irina hélt áfram frásögn sinni. Hún var ein í Prag og mátti ekki einu sinni heim- sækja föður sinn. Tónleikum, sem hún hafði ætlað að halda, var af- lýst. Henni og tveimur öðrum tón- listarnemendum var fengið starf i verksmiðju. Flestir vinir hennar og allir göntlu vinir móður hennar forðuðust hana. Allir nema Jiri Hrádek. Þau höfðu fyrst hist í íbúð móður Jtennar. Hann hafði þá verið lektor í sögu við háskólann. Seinna hafði hann farið að vinna fyrir stjórnina. En hann ræddi aldrei þau mál, jafn- vel ekki eftir að þau voru gift. Ilún hafði hætt að vinna i verk- smiðjunni og honum tókst að koma móður hennar í betra fangelsi, þar sem þrældómurinn var ekki eins mikill. En nú skildi hún, að ef til vill hafði Jiri haft mestan áhuga á föður hennar. Hann gerði allt til þess að vekja traust hans og koma sér í mjúkinn hjá honum. En í henn'ar augum hafði Jiri aðeins verið þessi hug- rakki maður, sem hún stóð í þakk- arskuld við. Jiri vonaði að Jaromir Kusak fengist til þess að skrifa skáld- sögu vinveitta stjórnarvöldunum. Þetta var alls ekki úr lausu lofti gripið, þó að David fyndist það kannski. Þegar móðir hennar losnaði úr fangelsi áriö 1968 ásamt nokkrum öðrum kommún- istum, var hún enn sama sinnis og jafnvel enn ákafari kommúnisti en áður. Gat David skýrt það? Auðvitað ekki. Enginn amerikani gat skilið það. Og eins var um föður Irinu. Hann var furðu lostinn. Á meðan hann fagnaði binni frjálslyndu stjórnmála- stefnu í Prag, var móðir hennar full af beiskju og vandlætingu. Dubcek hafði leyst hana úr fang- elsi, en hún vantreysti honum samt. Hún fagnaði komu binna rússnesku skriðdreka, sem hún taldi bægja frá allri hættu vegna yfirgangs fasista. Faðir Irinu gaf upp alla von um að geta tekið saman við konu sína aftur og frelsishugsjón hans hafði verið fótum troðin. Þá var það, sem hann yfirgaf landið i algjörri ör- væntingu. Irina hafði ekki farið með lionum, en langað til þess. Hún liafi fjarlægst eiginmann sinn. ()11 þessi leynd og hinar tíðu fjar- verur hans og dulin fyrirlitning hans á Dubcek, allt þetta hleypti í hana illu blóði.En synir hennar tveir voru enn of ungir til þess að takast þessa ferð á hendur. Þeir hefðu aukið á hættuna. Þess vegna varð hún eftir og ætlaði að biða eftir því, að drengirnir yrðu eldri. Ilún hélt í vonina og gerði áætlanir. En svo veiktist móðir hennar og lá fyrir dauðanum. Jiri sendi hana til þess að vera hjá móður sinni. Sjálfur fór hann með drengina i veiðiferð. Suntar- húsið var við afskekkt vatn. En þetla var annað og meira en veiði- ferð. Hann fékk leynilega heim- sókn þangaö. Það voru gamlir. hundtrvggir stalinistar. Um morg- uninn voru þeir að ræðast við inni í lokuðu herbergi, hann og þrír menn aðrir. Drengirnir fóru niður að vatninu og ýttu bát á flot Þeir máttu það auðvitað ekki, en það var enginn til þess að banna þej'm það. Þeir gátu ekki valdið árunum og bátnum bvolfdi og þarna á sex feta dýpi drukknuðu þeir báðir. David ók bílnum út i vegkant- inn. „Eg verð að skýra þér frá þessu," sagði Irina. „Ég verð..." Hann reyndi að þúrrka tárin. er streymdu niður kinnar hennar. Svo tók liann hana í faðnt sér. Hún hætti að gráta. Hann hélt henni þétt að sér og vangi hennar nam við öxl hans. „Nei." sagði hann, „þú þarft ekki að skýra neitt." „En ég verð, ég verð..." Framhald í næsta blaöi. 36. TBL. VIKAN 23

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.