Vikan

Útgáva

Vikan - 03.09.1976, Síða 29

Vikan - 03.09.1976, Síða 29
frjálsborni maður, sem elskaði hættur og ævintýri. Á meðan Agathe var að laga hár hennar, varð henni hugsað til þeirrar spurningar, er Adelaide hafði lagt fyrir hana. „Eruð þér vissar um, að þér elskið hann ekki?« Þetta var fávíslega spurt, auðvitað var hún viss. Það var engin leið að bera þessa tvo menn saman, ameríkanann og Napó- leon. Hún hafði að vísu einurð í sér til þess að viðurkenna, að ameríkaninn bjó yfir vissum þokka, en keisarinn var eitthvað allt annað. Auk þess elskaði hann hana innilega, en það var á hinn bóginn ekkert, sem benti til þess að tilgáta Adelaides væri rétt. Hún hafði lýst því yfir án þess nokkru sinni að hafa séð mann- inn, að Jason elskaði hana, en Marianne var á gagnstæðri skoðun. Hann hafði samviskubit gagnvart henni og hann hafði til að bera ríka sómatilfinningu. Hann vildi bæta henni upp það ranglæti, sem hún hafði orðið fyrir, það var allt og sumt. Hitt var alveg rétt, að hana langaði til þess að sjá hann aftur. Það væri ómetanlegt fyrir hana, ef hann væri nú líka þarna í kvöld til þess að taka þátt í sigri hennar. Nú var hún tilbúin og enn einu sinni leit hún á sjálfa sig í spegl- inum. Hinn margrómaði kjóll Leroys var hreinasta meistara- verk í einfaldleik sínum. Hann féll að líkama hennar líkt og væri hann votur dúkur, nema hvað hann var svolítið útistandandi við faldinn. Aðeins kona með hennar vöxt þoldi þessa ósvífni í klæða- burði. Sannleikurinn var sá, að kjóllinn sýndi meira en hann huldi. Leroy hafði spáð því, að næsta dag yrði hann umsetinn af konum, sem allar myndu vilja fá samskonar kjól. „En ég læt þær ekki hafa hann,“ hafði hann sagt ákveðinn. „Ég hef orðspor mitt að huga að og ekki ein af þúsund getur leyft sér að klæðast slíkum kjól.“ Hægt og án þess að hafa augun af sjálfri sér, fór Marianne í langa, græna hanska. í kvöld var JULIETTE BENZONi 40 C Opera Mundi Paris hún heilluð af sinni eigin spegil- mynd. Fegurð hennar virtist nánast vera uppfylling sigursins. í svörtu hári hennar glampaði á demantsstjörnu. Andartak virti hún fyrir sér blómvendina tvo, sem lágu fyrir framan hana. Átti hún að velja fjólurnar eða kamillurnar? Hún var að því komin að velja þann síðarnenda, enda myndi hann fara vel við kjól hennar, en Napó- leon hafði sent henni fjólurnar og hún gat ekki gengið framhjá honum. Hún tók því þann vönd og gekk fram að dyrum. Nú heyrði hún að leikstjórinn kallaði: „Mademoiselle Maria Stella, gangið inn á sviðið." Tvísöngnum úr Meyjar- skemmunni var lokið og í kjölfarið fylgdu mikil fagnaðar- læti. Jafnvel Napóleon sjálfur sýndi mikla hrifningu. Östyrk hönd hennar hélt um hönd Elleviou, sem roðnaði af stolti, en Marianne hneigði sig og sigurvíma flóði um hana alla. Augu hennar hvíldu þó ekki á áhorfendunum, sem stóðu upp um leið og þeir klöppuðu, heldur á manninum í ofurstabún- ingnum, sem sat þarna í blómum skrýddri stúkunni og brosti ástúð- lega til hennar. Við hlið hans sat mjög falleg kona. Það var yngsta systir hans og sú sem var í mestu uppáhaldi hjá honum, Pouline furstaynja, og hann hallaði sér að hénni eins og hann væri að spyrja hana álits. „Yður befur tekist það,“ hvíslaði Elleviou. „Eftirleikurinn verður auðveldur." Ilún heyrði varla til hans. Fagnaðarlætin hljómuðu likt og sigurtónlist í eyrum hennar. Var til nokkuð áhrifaríkara í þessum heimi? Augu hennar hvörfluðu aldrei af manninum í stúkunni. Hún sá ekkert nema hann og taugaóstyrkurinn frá því áðan var með öllu horfinn. Hún varð aftur sjálfri sér lík og ekkert hræddi lengur. Elleviou hafði rétt fyrir sér. Ekkert gæti hnekkt þessum sigri hennar. Aftur varð þögn, knýjandi þögn, sem var jafnvel enn áhrifa- rikari en fagnaðarlætin. Það var engu likara en að allir í salnum héldu niðri í sér andanum. Marianne kreisti blómvöndinn, en byrjaði síðan að syngja aríu úr Kalífanum frá Bagdací. Aldrei hafði vel þjálfuð rödd hennar verið svona styrk. Hún barst um allan salinn, hlý og ómþýð, en um leið svo tær, að hún minnti einna helst á allar perlur og gimsteina austursins eða kátínu barna að leik við gosbrunn. Aftur var sigurinn heima og allt virtist ætla um koll að keyra þarna í leikhúsinu, svo mikil voru fagnaðarlætin. Blómum rigndi niður á sviðið til hennar. Handan við hljómsveitar- gryfjuna reis fólkið aftur úr sæt- um og klappaði henni lof í lófa. Úr öllum áttum mátti heyra: „Einu sinni enn! Einu sinni enn!“ Hún gekk dálítið frarnar á sviðið og loksins leit hún af keisarastúkunni og á hljóm- sveitarstjórann. Hún kinkaði til hans kolli til merkis um, að hann ætti að byrja aftur á ariunni. Því næst leit hún niður fyrir sig og beið þess að aftur yrði hljóð í salnum. Enn á ný byrjuðu tónarn- ir að spinna þráð sinn. En svo dró hreyfing í einni af stúkunum athygli Mariannes að sér. Maður var að koma inn og augu hennar fylgdu honum eftir. Fyrst hélt hún, að þetta væri Jason Beaufort, sem hún hafði án árangurs reynt að koma auga á. Þetta reyndist þó ekki vera hann, heldur annar og Marianne fannst blóðið í æðum hennar vera að því komið að storkna. Þetta var hávaxinn maður. herðabreiður og hann var í bláum flauelsjakka. Ljóst hárið var greitt samkvæmt nýjustu tísku, en andlit hans var hundingslegt á að líta. Þetta var myndarlegur maður þrátt l'yrir örið, sem hann bar á annarri kinninni. Marianne varð á svip- inn líkt og hefði hún séð draug. Hún var að þvi komin að hrópa upp yfir sig, en óttinn var svo mikill, að hún kom ekki upp nokkru hljóði. Þetta var líkt og i martröð eða var hún að gatiga af vitinu. Þetta gat ekki verið satt. Þessi hræðilegi hlutur gat ekki verið að henda hana? Skyndilega sá hún þann heim. sem hún hafði Mikið og vandað vöruúrval. Handskorinn kristali Mótaður kristall Litaður kristall Glervörur í miklu úrvali Onix vörur mjög fallegar Styttur ífjölbreyttu úrvali Keramik frá Glit Laugavegi 15/ simi 14320. 36. TBL. VIKAN 29

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.