Vikan

Tölublað

Vikan - 03.09.1976, Blaðsíða 31

Vikan - 03.09.1976, Blaðsíða 31
eskju. Er Duroc heföi fundið hann m.vndi hann kannski stíga inn fyrir þröskuldinn, inn í þetta herbergi. Jú , nú var hann að koma. Það heyrðist fótatak frammi á gangi og þar voru fleiri en einn á ferð. Örvæntingarfull kreisti Marianne hönd Fortunées. ,,Ekki yfirgefa mig, fyrir alla muni ekki yfirgefa mig!“ Því næst var bankað á hurðina og hún opnaðist. Þetta var Duroc, en maðurinn sem var með honum var ekki Francis, heldur Fouché. Lögreglustjórinn var alvarlegur í bragði. Hann veifaöi hendinni til nterkis utn, að hitt fólkið skyldi yfirgefa nerbergið og það varð enginn eftir nema Fortunée, sem hélt enn í hönd hennar. ,,Eg er hræddur um, mademoiselle,“ sagði hann ákveðinn, ,,að þér hafið séð ofsjónir. Að ósk stór- marskálksirts fór ég sjálfur í stúlku furstans. Þar var enginn, sem lýsing yðar gæti átt við.“ ,,En ég sá hann. Eg er ekki gengin af vitinu. Hann var í bláum flauelsjakka. Ef ég loka augunum sé ég hann enn fyrir mér. Fólkið í stúkunni hlýtur einnig að hafa séð hann.“ Kouché yppti vandra'ðalega öxlum. „Hertogaynjan af Bossano, sem situr í stúku furstans, telur sig hafa séð einn bláklæddan mann og það var rétt eftir hlé. En þar var um að ræða greifann af Aube- court, ungur, flæmskur aðals- maður, sem er nýkominn til París- ar.“ „Þér verðið þá að finna þennan greifa. Francis Cranmere er eng- lendingur. Hann myndi aldrei dirfast að koma til Parísar undir sínu rétta nafni. Ég vil hitta þennan mann.“ „Því rniður er ekki hægt að hafa uppi á honum. Menn mínir hafa verið að leita hans um allt leikhúsið, en...“ V Hann hætti í miðjum klíðum er bankað var á dyrnar. Fouché fór sjálfur og opnaði. Úti fyrir stóð maður í samkvæmisfötum og hann hneigði sig. „Það virðist ekki vera neinn í leikhúsinu,“ sagði hann, „sem getur sagt okkur, hvað varð um þennan greifa af Aubecourt. Hann hefur bókstaflega gufað upp í öllum látunum, sem urðu er leið yfir ungfrúna." Það varð þögn rétt eins og þau stæðu öll á öndinni og Marianne varö náföl. „Hvergi hægt að finna hann! Horfinn!" sagði hún að lokum. „En það getur ekki verið. Þetta var ekki draugur." „Lengra komumst við ekki," sagði Fouché stuttaralega. „Fyrir utan hertogaynjuna, sem heldur sig hafa séð hann. þá virðist enginn, heyrið þér, enginn hafa séð þennan mann. Viljið þér nú láta mig vita hvað ég á að segja keisaranum. Hans hátign bíður óþolinmóður." „Keisarinn liefur þegar beðið nógu lengi. Gjörið svo vel að segja honum, að ég sé ávallt til reiðu og hans auðmjúkur þjónn." Dálitið óstöðug en ákveðin reis Marianne á fætur og lagði frá sér ullarsjaliö. sem hún hafði verið sveipuð. Því næst gekk hún yfir að snyrtiborðinu og Agathe re.vndi að koma svolitlu lagi á hárgreiðslu hennar á ný. Ifún neyddi sjálfa sig til þess að hugsa ekki um sýnina, sem hafði líkt og stigið út úr fortíðinni og birst þarna í stúkunni. Napöleon beið. Ekkert og enginn skyldi verða til þess, að hún brygðist honum. Ast hans var hið eina, sem gaf lífi hennar gildi. Duroc og Fouché yfirgáfu bún- ingsherbergið, en aðeins Ade- laide og Fortunée biðu þess að Marianne yrði tilbúin. Fácinum mínútum síðar heyrðist ekki mannsins mál fyrir fagnaðarlátum. Marianne var aftur komin fram á sviöiö. Endir. 36. TBL. VIKAN 31

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.