Vikan

Issue

Vikan - 03.09.1976, Page 40

Vikan - 03.09.1976, Page 40
SKRÝTINN DRAUMUR. Kæri draumráðandi! Víltu ráða þennan draum fyrir mig. Hann er svona: Ég varstödd hjá vinkonu minni ásamt fleiri stelpum og við sátum inni í stofu og töluðum saman. Alltíeinu, segireinstelpan: — Erþað satt, að þú og strákur, sem heitir S, séuð samanPMérbráalveg voðalega, þvíaðég hef verið hrifin af þessum strák í marga mánuði, en hann hefur aldrei viljað mig. En ég hef gætt þess vandlega, að enginn vissi, að ég væri hrifin af honum. Ég man ekki meira úr þessum draumi. Með fyrirfram þökk. Stína. Þetta erstuttur og greinilegur draumur og aðeins eitthægtað ráða afhonum. Þúátteftir að hitta þennan pi/t bráðlega, og þá færð þú úr þvi skorið, iivort hann hefur áhuga á þér eða ekki. ÚTI í RIGNINGU. Kæri þáttur! Mig dreymdi að ég var í gönguferð ásamt systur minni hérna hinum megin við holtið. Við gengum lengi saman úti í rigningunni og við undum okkur vel. Þegar við vorum komnar langt frá holtinu, er mér litið heim að bænum, sem stóð við holtið, og sá þá fallegan regrtboga yfir bænum. En hann var ekki rauður, gulur grænn og blár, heldur gyllturogsilfraður. Systirmín, sagðiaðþetta væri siifurregnbogi, og að hann væri mjög sjalgæfur. Ég var að hugsa um, hvað ég væri heppin að sjá þennan boga og hafa tækifæri til þess að óska mér einhvers, þegar ég vaknaði. Viltu nú gjöra svo vel að ráða þenna draum fyrir mig. Kær kveðja. Sólrík. Það verða einhverjar umtalsverðar breyt- ingar i lífi þinu á næstunni og þær að öllum h'kindum ti/ batnaðar. En batnandi ástand verður ekki tekið út með sældinni einni saman, þvi að einhver sorg verður samfara því. ÁHARÐAHLAUPUM. Kæri þáttur! Mig langar til þess að fá ráðningu þessa draums. Fyrir stuttu dreymdi mig að, að ég og vinkona mín værum á leið í skólann og fannst mér við vera á harðahlaupum og tveir strákar á eftirokkur. Allt í einu hlupum við sitt í hvora áttina og strákarnir líka, annar á eftir mér, en hinn á eftir vinkonu minni. Þá fannst mér einhver hrópa til mín, að ég skyldi gæta mín og ísömu mund fannst mérég rekast á vegg. Þó sortnaði mér fyrir augum og ég vaknaði skömmu síðar. Eg vona, að þú getir birt þetta. Með fyrirfram þakklæti. Rósa. Þúáttnokkra erfiðleika framundan, en það er erfitt að gera sér grein fyrir hvers eðlis þeir eru. Hvað semþvíHður mun þessikunningja- konaþín reynastþér vinur, þegar mest liggur við og áttu eftir að verða henni afar þakk/át fyrir það. AÐ KEYRA ÚT AF. Fyrir stuttu dreymdi mig, að ég væri á ferðalagi ásamt kunningjum og vinum. Það lá Ijómandi vel á öllum og við sungum hástöfum á leiðinni. Við stoppuðum fyrst við stóran foss, sem ég veit ekki hvað heitir, og héldum síðan áfram í nokkra tíma. Allir voru kátir og ég átti rnér einskis ills von, þegar einhver hróparallt íeinu: — Við erum að keyra út af. Ég varð ofsahrædd og greip í vinkonu mína, og svo fannst mér ég lenda í myrkri. Við það vaknaði ég. Hvað merkir þessi draumur. Stella. Þú átt einhverja erfiðteika í vændum og ættir að fara varlega i ástamálum, því að draumurinn bendir til þess, að þú getir lent í vandræðum. Vertu ekki of trúgjörn og treystu á sjálfa þig, annars getur farið illa. BROTINN HRINGUR. Kæri draumráðandi! Mig langartil þessað biðja þig um að ráða þennan draum fyrir mig. Mér fannst ég sitja í stofunni og horfa á sjónvarpið þegar elsta dóttir mín kemur inn og réttir mér pakka, og segir að ég megi eiga það sem í honum sé. Ég opna pakkanog sé, að í honum er gullhringur með rauðum steini. Ég ætlaði að setja hringinn á vinstri höndina en þá brotnaði hann. Ég varð sár og hrædd og fór að gráta, og þá vaknaði ég. Heldurðu að þessi draumur boði eitthvað sérstakt? Kær kveðja. EinúrReykjavík. Einhverjar breytingar verða á högum þinum á næstunni, en varhugavert er að segja um, hverjar þessar breytingar verða. Líklegt er þó að þú verðir ekki óánægð með þær þegar að þeim kemur. fíauði steinninn í hringnum boðar gæfu. MIG BREYMBl 40 VIKAN 36. TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.