Alþýðublaðið - 20.02.1923, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 20.02.1923, Blaðsíða 2
2 Húsnæðismílið í bæjiirstjórn. Tfirdrepsskapur meiri hlutaus. Á síbasta bæjarstjórnai fundi kom mjög greinilega í ljós stefnumun- urinn hjá jafnaðarmönnum annars vegar og fiestöllum í meiri hlut- anum í bæjarstjórn hins vegar. Jafnrbarmenn vilja koma j>ví til Ieiðar í þessu máli, að séð verði um, að til sé bæði nægt og gott húsnæði handa íbúum bæjarins, sem leigt. sé gegn sanngjarnri húsaleigu; til þess vilja þeir láta bæinn ráðast í húsabyggingar í stórum stíl, en á meðan því verður ekki kornið í kring, vilja þeir, að eflir megni sé reynt að koma í veg fyrir, að húsnæðisleysið sé notað til féflettingar á þeim, sem verða að taka húsnæðl á leigu. En hvað vill meiri hlutinn, boigarsljóraliðið? Hann vill ekki byggja. Það er reynt, því að hann feldi því nær umræðulaust tillögu AIþýð*uílokks- fnlllrúanna um húsabyggingar í vetur. Að minsta kosti vill hann ekki, að bærinn byggi, og það eru mjög miklar líkur til, að hann vilji ekki heidur, að einst.akling- arnir byggi, jafnlítið og gert er af hálfu bæjárstjórna'-, semmeirihluta- mennirnir ráða einir öllu í, lil þess að létta. undir með mönnum í því. Meiri hlutinn viil með öðrum orð- um ekki bæta úr húsnæðisléysinu. En alt um það gæti verið, að hann vildi koma í veg fyrir okur á því litla húsnæði, sem til'er. það ska! játað, að svo heflr litið út, að minsta kosti að því, er snerlir suma meíri-hluta-mennina. þeir hafa látið sem svo, að þeir vildu ekki afnerna húsaleigulögin, sem hafa hingað til verið eina vörnin gpgn húsnæðisokrinu, en — þeir liafa viljað'breyta þeim, og þeir hafa kömíð því til leiðar, að nú má afnema þau með reglu- g^rð, sem bæjarstjóin setji. Yörn húsaleigulaganna gegn okri á leigu liggur í því, að ekki má segja upp húsnæði þeirn, sem stendur í skilum með leigu, og að hús tleigunefnd hefir vald til að ákveða húsaleigu. Áður en húsaleigulögin voiu sett' hækkuðu búseigenöur leiguna hvað eftir ALÞYÐUBLAÐIÐ annað á þann hátt að segja upp húsoæbinu og leigja það aftur dýrara öðrum eða sama manni Frrir þetta var skotið loku með uppsagnaibanni laganna. Nú er það eítirtektarvert, að þetta uppsagnaibann er meiri hluta bæjarstjórnarinnar mestur þyrnir í augum, og það er vitanlega ekki af öðru en því, að það er hemill á okrið, þótt þeir vilji náttúrlega ekki viðurkenna það, heldur láti sem það stafl eingöngu af um- hyggju fyrir umráðarétti manna yfir eignum sínum, og það er ef til vill ekki ómögulegt, að nú sé ástæðan hjá einhverjum þeirra. Það er því augljóst, að aðal- áslæðan til þess að meiri-hluta- mennirnir vilja afnema uppsagnar- bannið er sú, að þeir vilja, að hægt sé að okra á húsnæðÍDU, og það er eðlilegt, að þeir vilji það. Sumir þeirra eru bsinlínis sendir í bæjarstjórnina tii þess að gæta hagsmuna húsaleiguokraranna og st.uddir af þeim, og þeir vildu langhalzt, að húsaleigulögin væru blátt áfram afnumin, enda goppað- ist það upp úr öðrum bæjarfull- trúanum, er samið(?) hafði reglu- gerðarfrumvarpið, sem drepið var við fyrstu umræðu á síðasta fundi. En þeir vita, að það myndi ekki mælast vel fyrir, og því er það ráð tekið að reyna ab hrúga upp einhverju moldvirði af meiningar- lausum reglugerðarákvæðum, stofna skrifstofur og kjósa eftirlitsnefndir með mönnum, senr fyrir fram pr vist að ekkert yrði úr eftirliti hjá, en sem betur fór tókst að afstýra því — í bili. Má þó vitanlega búast við, að reynt verðí með breytingum á frumvarpi því, sem nú liggur fyrir, að koma því í sama horf, sem hið fallna var í. Mismunurinn á stefnu minni og meiri hlutans í bæjarstjórninni er sá, að hinir fyrri vilja koma í veg fyrir okur á húsnæði, en hinir síðaii vilja ryðja á burt öllu, sem stendur i vegi fyrir því, að okr- ararnir fái aÖ leika lausum hala og bata sig á neyð manna éftir vild. Eeglugerðarverk meiri hlutans er ekkert annað en aumlegur yflr- drepsskapur og hræsni, sprottin af þrekleysi og únæbaleysi til um- bóta og Jitilmarmlegum otta viö aíleiðingarnar af því. En þeim er engin vörn í þesBU. Þær koma sarnt. Hjálparstiið Hjúkrunarfélags- ins >Liknar< er opin: Mánudaga . . . kl. n —12 f. h. Þriðjudaga ... — 5 — 6 e. -- Miðvikudaga . . — 3—4 e. -- Föstudaga ... — 5—6 e- - Laugardaga . . — 3—4 e. — Meyjasöngur við matreiðslu. (Stælt.) í skólaeldhúsi sketnt oss er við skylduverk í kenslustundum. Þar saman unun og iðja fer hjá æskuglöðum skólasprundum. Yér eldum matinn, breiðum dúk á borð, og bökum kökur, segjum hnyttið órð. Fram, fram, fram, fram, nam, nam, nam, nam! Já, gómsætt er það, góðar systur. Við pottasuðu og pöunukraum vór piýöilega glaöar erum. Yór bregðum skál undir blávatns- straum og berjum kjöt og lauka skerum. En fari eitthvað illa fyrst í stað, er eina ráðið strax að bæta það. Hver faldaey eé ferðug mey og mikilvirk, er mest á ríður. Við þvotta reynum vór þol og mátt og þykjum vera heldur knáar. Vér hlaupum snúning og hoppum dátt, með húfur hvítar, svuntur bláar. Að hreinlæti og stundvísi skal st.efnt, hver starfl ræktur, heiti jafnan efnt. Heill smámey hver heim til sín ber og nýja ment og nýja siði. Af kappi lærum vér kvenleg störf og kyndum glæður allan daginn. Vor ment er landi og lýði þörf og ljúft að styðja þjóðarhaginn. Og mikið bregður mömmu sjálf- sagt við, er meyjan fer að veita henni lið; leggur hún þá, ef liggur á í dóttur-hendur stjórn og starfa. Hallgr. Jónsson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.