Vikan


Vikan - 12.05.1977, Síða 10

Vikan - 12.05.1977, Síða 10
Hlaðrúmin vinsælu komin aftur í mörgum litum. Sendum í póstkröfu um allt land. Húsgagnaverslun Reykjavíkur hf. BRAUTARHOLTI 2 SÍMI 11940 VEGG-OG LOFTKLÆÐNINGAR Grensásvegi5— P.O.BOX 1085 Slmar85005-85004 Brenndijr $ sandblááinri BRENNDUR OG f SANDBLASINN ; PANELL - PÓSTUUM 16 ÁRA EÐA UM ÞAÐ BIL Kæri Póstur! Ég ætla að biðja þig um að svara fyrir mig nokkrum spurning- um, og þess vegna vona ég, að bréfið lendi ekki í þessari frægu ruslafötu, sem allir eru að tala um. Jæja, þá byrja ég bara: 1. Er mikil hætta á því, að þær stelpur, sem byrja snemma að taka inn pilluna, geti ekki átt börn síðar meir? 2 Veist þú, hvar hægt er að fá bókina ,,16 ára eða um það bil"? Ég hef verið að leita að henni út um allt, en það hefur engan árangur borið. 3. Af hverju takið þið ykkur ekki saman þarna á Vikunni einu sinni og birtið heila síðu um það, sem unglingar vilja helst fá að vita, og þá einkum um kynlíf? 4. Og svo að lokum: Finnst þér skriftin hjá mér barnaleg? Hvað heldurðu, að ég sé gömul, og hvað lestu úr skriftinni? Vertu blessaður (blessuð) Hafdís Bjarnadóttir. Ég hef ekki heyrt, að þai5 geti haft þau áhrif, að stú/kur geti ekki átt börn, þó þær byrji snemma að taka inn piiiuna. Hitt er svo annað mái, aö Pósturinn er ekki læknis- fróður, svo að ef þér iiggur þetta þungt á hjarta, ættirðu að leita svars hjá lækni. Þú þarft hvort eð er að leita læknis til þess að fá ,,pilluna". Bókin ,, 16 ára eða um það bil" var gefin út á sínum tima hjá HILMI HF., en mun ekki fást þar lengur, nema þá óinnbundin. Þú gætir þó reynt að hafa samband viö HILMI i sima 35320 og athuga, hvort þeir geta ekki hjálpað þér þar. Elskan mín góða heldurðu, að ein blaðsíða I Vikunni nægði til að upplýsa allt, sem unglingar vilja fá að vita?? Nei, góða mln, það yrði sko örugglega ekki nóg, og þessvegna skaltu bara skrifa Póstinum, þegar þú þarft að vita eitthvaðl Mér finnst skriftin þln ekki barnaleg, hún ermjög stllhrein og falleg, en stafsetningin er ekki góð hjá þér. Skriftin bendir til þess, að þú sért stúlka, sem veit, hvað hún vill, og hikar ekki til að ná settu marki. Þúertsvona 16ára eða um það bill! BRÉF FRÁ VINKONU Kæri Pósturl Ég ætla að byrja á því að þakka allt gott í Vikunni og ekki síst Póstinn. Ég les Vikuna alltaf og hef gaman af, en finnst frekar lítið í henni. Það mættu vera fleiri smásögur, og einnig langar mig til, að þið komið með heimsóknir í heimavistarskóla annað slagið og fækkið þá í staðinn auglýsingum, því af þeim er meira en nóg. En svo ég víki nú að öðru: Hvað merki á best við Ijón (kvk)? Hvernig passa saman Ijón (kvk) og krabbi (kvk) sem vinkonur? Hver er happatala og litur þeirra, sem fæddir eru seinast í júlí? Heyrðu, af hverju eru ekki látnar fylgja leiðbeiningar um notkun þessa svokallaða „bólumorðingja," þegar hann er auglýstur, eins og t.d. í Vikunni? Og ein spurning enn. Af hverju er skólinn, þar sem maður getur lært að verða fóstra, kallaður „Fósturskóli" en ekki „Fóstruskóli"? Jæja Póstur góður, ekki var ætlunin að drekkja þér í spurningum, því þú ert alveg ómissandi í Vikunni! Skilaðu kveðju til Helgu ruslakörfu, og ég vona, að bréfið lendi ekki í hennar sæta, litla munni, og svo að lokum: Hvernig er skriftin? Hvað lestu úr henni? Hvað heldurðu, að ég sé gömul? Kær kveðja, Aðdáandi og fleira. Pósturinn þakkar hlýju kveöj- urnar frá þér. Það er alltaf gaman að vita til, aö maður eigi aðdáendur! Í sambandi við heim- sóknirnar I heimavistarskóla verð- ur víst /ítið hægt að gera, fyrr en næsta vetur, þar sem allir eru nú byrjaöir í prófum. Við heimsóttum reyndar Laugaskóla I S-Þing. / vetur og heimavistir háskólans, og vonandi verður eitthvað meira um slíkt efni síðar. Steingeitin á best við Ijónsstelpuna. Vinátta Ijóns- ste/pu og krabbastelpu getur verið mjög góð, ef Ijónið sýnir krabban- um þolinmæði. Þú verður að gefa mér upp nákvæman fæðingardag

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.