Vikan


Vikan - 12.05.1977, Blaðsíða 11

Vikan - 12.05.1977, Blaðsíða 11
/ júll, ef þú vilt vita happatöiu og happalit. Ég veit ekki, hvers vegna ieiðbeiningar eru ekki /átnar fyigja með ,,Bólumorðingjanum", en sennilega er þaö oflangt mál ti/ að hægt sé að setja það í eina auglýs- ingu. Fósturskólinn heitir senni- /ega þessu nafni núna til þess að fæla ekki karlmenn frá að stunda nám þar nafnsins vegna, fóstra er nefni/ega kvenkynsorð, og þeir eru svo viðkvæmir blessaðir. Við reynum alltaf aö gera öl/um til hæfis, og er tillaga þín varðandi smásögufjölgun þegar komin til umfjöllunar, en óvíst er, að fjár- málaráðherra blaðsins samþykki fækkun auglýsinga. Skriftin er sómasamleg og ber vott um dirfsku og g/aða lund. Þú ert al/avega ekki e/dri en ég! AÐ NAGA NEGLUR Kæri Póstur! Ég ætla að biðja þig að gefa mér ráð til að hætta að naga neglurnar, því að ég naga þær svo mikið. Hvað lestu úr skriftinni, og hvað heldurðu, að ég sé gamall? Böddi. Reyndu að setja grænsápu á negturnar í nokkra daga og gáðu, hvort þú hefur þá lyst á þeim. Skriftin ber vott um mikla öryggiskennd og sjálfsaga, svo mér finnst ótrúlegt, að þú nagir neglur! Þú ert svona 13 ára. FEIMNI HJÁ BÁÐUM AÐILUM Kæri Póstur! Ég hef skrifað þér áður, en bréfið birtist ekki. Jæja, en ég er hérna í dálitlum vandræðum. Það er svoleiðis, að ég er hrifin af strák, og það er langt síðan ég varð hrifin af honum. Hann hefur verið á mörgum böllum, sem ég hef verið á, en ég hef aldrei þorað að bjóða honum upp. Svo var mér sagt, að hann væri líka alveg bálskotinn í mér, en þyrði hvorki að bjóða mér upp né tala viö mig. Hvað á ég að gera? Hvernig er skriftin, og hvað lestu úr henni. Hvað heldurðu, að ég sé gömul. Ég vona, að Helga sé södd núna. Britta. Lífið getur verið ske/fing erfitt, þegar maður er ungur og ástfang- inn. Reyndu aö herða þig upp á næsta ba/li, og farðu og spjallaðu við hann, en ekki bjóða honum upp! Talaðu um skákina eða tónlistina á ballinu, bara ekki um veðrið. Ef hann er eitthvað spenntur fyrir þér, þá verður hann himinlifandi að fá tækifæri til að tala við þig, og þá verður sennilega bara spurning, hvort þið komist að hvort fyrir öðru. Hitt kemur svo af sjálfu sér — það er venjan! Pennavinir Linda Björg Finnbogadóttir, Laug- arbakka, Miðfirði, V-Húnavatns- sýs/u óskar eftir að skrifast á við stelpur og stráka á aldrinum 9-11 ára. Linda Björg er sjálf 9 ára. Mynd fylgi fyrsta bréfi, ef hægt er. Mrs. Pam Easton, 99A Frankland St., Launceston 7250, Tasmania, Australia óskar eftir pennavinum á islandi. Hún er 38 ára gömul og hefur áhuga á að safna þjóðbún- ingadúkkum og póstkortum, auk margra annarra áhugamála. Hraundís Guðmundsdóttir, Grundargötu 17, Grundarfirði óskar eftir að skrifast á við stelpur og stráka á aldrinum 11-13 ára. Mynd fylgi helst fyrsta bréfi. Sólveig Jörgensen, Aðalgötu 11, Blönduósi óskar eftir að skrifast á við stráka á aldrinum 16-22 ára. Hún er sjálf 16 ára. Áhugamál eru strákar, ferðalög, böll og hestar. Mynd fylgi fyrsta bréfi. Sigurbjörg Gunnarsdóttir, Star- mýri 21, Neskaupstað óskar eftir pennavinum á aldrinum 14-15 ára. Siggerður Sigurðardóttir, Víðimýri 8, Neskaupstað óskar eftir að skrifast á við stelpur og stráka á aldrinum 14-15 ára. Sigr/ður Lindbergsdóttir, Mýrar- götu 25, Neskaupsstaö óskar eftir að skrifast á við stráka 14-15 ára. Sigríður er sjálf 14 ára og svarar öllum bréfum. Inga Friðriksdóttir, Hafnarstræti 85, Akureyri, óskar eftir að skrifast á við krakka á aldrinum 13-14 ára. Mynd fylgi fyrsta bréfi. Jóhanna Ármannsdóttir, Hafnar- stræti 88, Akureyri og Ragnhildur Friðriksdóttir, Hafnarstræti 85, óska eftir pennavinum á aldrinum 16-17 ára. Doris Davis, Lis/et Geoffroy Street, Gurefefe, Mauritius, óskar eftir að skrifast á við stráka á aldrinum 17-25 ára. Sjálf er hún 17 ára. Áhugamál eru bréfaviðskipti, íþróttir, músík o.fl. Hún skrifar á ensku og frönsku. — Hérna hefurðu tölurnar á getraunaseðilinn, nú þarftu ekki annað en raða þeim rétt upp. — Þú ert svei mér heppinn, að þetta skyldi koma fyrir núna. Hugsaðu þér bara, hvað ég hefði tekið fyrir þetta eftir mánuð eða svo. Ao n n Hvað er að ykkur? Var það ekki ég sem skoraði eða hvað? ' 19. TBL. VIKAN 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.