Vikan


Vikan - 12.05.1977, Síða 14

Vikan - 12.05.1977, Síða 14
0«l Þú átt aöeins það, ser \ Ég er staddur í bókaherbergi Ævars Kvaran að Æsufelli 6. Allir veggir þar inni eru þaktir bókum. Ævar sjálfur situr við gluggann í djúpum hægindastól og auðvitað með opna bók í hendi, sem hann hefur verið að lesa í. Hann hættir að lesa og leggur opna bókina niður í kjöltu sér. — Það er aldeilis að þú átt af bókum. — Blessaður vertu, ég kem þeim ekki nærri öllum fyrir hérna. — Er mikiö af þessu ská/dsögur eða annað afþreyingarefni? — Nei, ég er löngu hættur að safna slíku. Það væri nóg til að æra óstöðugan. Flest eru þetta heimildarrit og bækur, sem snerta áhugamál mín, svo sem heim- speki, sálfræði, guðspeki, spíri- tisma og ýmislegt þessháttar. Og svo á ég hér úrval úr helstu höfundum heimsbókmenntanna í 54 bindum og mannkynsögu í 20 bindum. Ég safna þessu í kring um mig hérna heima til þess að spara mér ferðir í söfn í grúski mínu. Ég er alltaf að nota þessar bækur og panta sífellt nýjar til þess að fylgjast með. Ég hef engan áhuga á sjaldgæfum útgáfum eða þess háttar, og ekkert vit hefi ég á verðgildi bóka, en ég les þær bækur, sem ég á, og þykir afar vænt um þær og höfunda þeirra, sökum þess tækifæris, sem þær veita mér til að svala forvitni minni. Ævar Kvaran er fyrir löngu orðinn þjóðkunnur maður sem leiklistarmaður og útvarpsfyrir- lesari, en hann hefur komið víða við sögu, eins og það sýnir, að hans er getið í þrem íslenskum upplýsingaritum: Lögfræðinga- tali, Kennaratali og Merkum sam- tíðarmönnum. Hans er einnig getið í nokkrum erlendum upp- sláttarritum. — Ævar, þú tókst embættispróf íiögfræði í Háskóia isiands. Hvers vegna hættirðu við lögfræðina og fórst yfir i leiklist? — Ég fékk strax góða stöðu hjá ríkisfyrirtæki sem lögfræðingur, en mér geðjaðist ekki að því að eiga að beita óréttlæti gagnvart viðskiptavinum fyrirtækisins, sér- staklega ef þeir höfðu ekki nógu góð pólitísk sambönd að því er snerti innheimtur og krafðist ég þess að fá að láta jafnt ganga yfir alla, ríka sem fátæka. Þetta þótti víst bæði óraunhæft og heimsku- legt. En ég var þrjóskur, og var viðkomandi ráðherra að lokum látinn skipa mér fyrir verkum, því hér voru — eins og annarsstaðar í kerfinu — pólitísk viðhorf á ferð. Þetta endaði með því, að mér, var sagt upp með sex mánaða fyrirvara. Þessi reynsla sýndi mér, að ekki er hægt að samræma réttlæti og pólitísk viðhorf. Ég varð því að gera það upp við sjálfan mig í eitt skipti fyrir öll, hvort ég ætlaði að „komast áfram" á kostnað samviskunnar, eða að gera að minnsta kosti ekki af mér neitt mein. Ég kaus síðari kostinn, því mér bauðst föst ráðning sem leikari við opnun Þjóðleikhússins. Ég hafði allt frá því í menntaskóla föndrað dálítið við leiklist, var satt að segja þvingaður til þess fyrst í skóla, en fékk svo áhuga og var byrjaður að leika hjá Leikfélagi Reykjavíkur, á meðan ég var í háskólanum. í menntaskólanum lékum við m. a. Rakarann í Sevilla með músík eftir bekkjarfélaga minn Gylfa Þ. Gísla- son, og söng ég þar ýmsar aríur eftirhann og hafði gaman af. ' — En áður en Þjóðleikhúsið opnaði, fór ég til Englands og lagði þar stund á leiklist og söng við Royal Academy of Dramatic Art og Royal Academy of Music. Við síðarnefndu stofnunina var ég alltof stutt og gat ekki kostað mig lengur, svo ég lærði bara undir- stöðuatriði, en þó nægilega mikið til þess að fá hlutverk í fyrstu óperunni, sem flutt var af íslenskum söngvurum á Íslandi, Rígólettó, þar sem ég hafði einsöngshlutverk Monterone. Síð- ar söng ég í ýmsum öðrum óperum og óperettum. Ég stofn- aði líka leiklistarskóla eftir að ég kom heim. Þannig atvikaðist það, að ég varð leikari og kennari í stað þess að verða starfandi lögfræð- ingur. — Heiduröu, að þú hafir ekki tapað á því að hætta iögfræði- störfum? — Jú, efnalega, en ekki andlega. — Ég sé, að þú hefur tekið saman aiimargar bækur. Hvers konar bækur eru það? — Það eru mestmegnis út- varpserindi, því þótt undarlegt Ævar og Bessi Bjarnason sem ,,gangsterarnir" í Kysstu mig Kata. megi virðast, þá hafa bókaútgef- endur jafnan sóst eftir því að fá að gefa þessi erindi út, þótt margir hafi, að því er virðist, á þau hlustað í útvarpi. — Ein þeirra heitir ,,Á ieik- sviði." Það eru ekki útvarpserindi. Hvernig er sú bók tiikomin? — Þegar ég varð fastráðinn leikari við Þjóðleikhúsið, fannst mér ég verða að gera eitthvað fyrir alla þá mörgu áhugamenn úti um land, sem eyða frístundum sínum í að fást við leiklist, því ég var sjálfur alinn upp í áhugamanna- leikhóp, Leikfélagi Reykjavíkur. Ég hjálpaði þess vegna til að stofna Bandalag islenskra leikfélaga, en varð að vera formaður þess fyrstu sjö árin, þótt ég væri sjálfur atvinnumaður í leiklist, til þess að koma undir það fótunum. Meðal þess, sem ég gerði þá, var að stofna til leikstjóranámskeiðs í Þjóðleikhúsinu, fyrir leikstjóra úti á landi, og síðar urðu til þeir fyrirlestrar, sem ég hélt þar, og er það uppistaðan í þessari handbók fyrir áhugamenn. Það mun enn vera eina tæknibókin á íslensku um leiklist. — Ég sá í Merkum samtíðar- mönnum, að þú hefur nú gert ýmis/egt fieira. — Já, en blessaður vertu ekki að telja það upp. Það hefur enginn áhuga á því. En eitt hið skemmti- legasta, sem ég hef gert, var þegar ég var boðinn af Inter- national Institute of Education í New York til þriggja mánaða dvalar í Bandaríkjunum og ég flutti fyrirlestra um íslenska leiklist við ýmsa háskóla Bandaríkjanna og var jafnvel boðið til Kanada í sömu erindum. Það voru allir svo dásamlega hissa á því, sem var að gerast í þeim efnum heima á litla íslandi. — Það er nú löngu orðið ijóst, Ævar, aö þú hefur enn fieiri áhugamái, því það er mikið hlustað á erindi þín í útvarpi, og kennir þar ýmissa grasa. Hvað af þessum málefnum er þér nú hjart- fólgnast?

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.