Vikan


Vikan - 12.05.1977, Side 21

Vikan - 12.05.1977, Side 21
— Reynið ekki að skilja allt saman, það tœki of langan tíma, og auk þess eru vissir þættir, sem þér undir engum kringumstæðum fengjuð vitneskju um. Við eigum að færa upp smá sýningu, það er allt, sem þér þurfið að vita. Ef þér leikið hlutverkið, eins og ég bið, mun engum gert mein. — Hvers óskið þér? Ross furðaði sig á því, hve óhagganleg hún virtist. Cutter hafði búið hann undir, að hún myndi bregðast þannig við,.mundu, að hún er atvinnumanneskja, sagði hann. Hún hafði gert sér grein fyrir stöðu málsins. ■ Cutter lá hreyfingarlaus inni í skugganum, of langt frá til að Lapautre gæti greint andlitsdrætti hans. Mennirnir í bátnum voru alltof langt frá til að geta séð nokkuð til hans. Það eina, sem þeir gátu verið vissir um, var að Ross og Lapautre héldu uppi samræðum, en voru svo lágmælt, að næmir hljóðnemar þeirra náðu ekki einu sinni því sem þau sögðu. Það eina, sem þeir gátu gert, var að láta reka þarna fyrir utan og vona, að þeir næðu einhverju, sem þau segðu. Ross svaraði nú lágri röddu: — Ég við, að þér gerið nákvæmlega, eins og ég segi. Eftir augnablik mun ég ganga aftur fyrir yður og staðnæmast hinum megin við yður. Munið, að maðurinn, sem liggur bak við tréð, hefur yður í sigti, og hann skýtur, ef þér hreyfið yður. Hann er of langt frá til að heyra á tal okkar, meðan við tölum svona lágt. Ég mun hækka röddina. Það, sem ég mun segja, hljómar óskilj- anlega fyrir yður, en það skiptir engu máli. Það skiptir heldur engu máli, hverju þér svarið, bara að þér svarið svo lágt, að enginn heyri það nema ég. Þér verðið svo að lita út, eins og þér séuð samþykk uppá- stungum mínum. Skiljið þér? — Nei, sagði hún. — Ég skil þetta ekki, en ég skal fara eftir þvi, sem þér segið. — Það er aðalatriðið. Takið'það nú rólega. Eins og fyrir tilviijun gekk hann nokkur skref til vinstri, stansaði og snéri sér að henni. Á hægri hönd sá hann lystibátinn, þeir héldu áfram leikaraskapnum þar nm borð, til vinstri greindi hann Cutter, ef hann snéri höfðinu lítillega. Lapautre varð að komast fimm metra yfir sandinn, ef hún ætti að fá Ross á milli sín og byssunnar, hún vissi, að það gæti ekki heppnast. Hún sagði ekkert, horfði bara á Ross. Hann ræskti sig og lét sem hann héldi áfram samtali. Hann gætti þess að bera orðin skýrt fram með tilliti til þess, að vel heyrðist til hans í hljóðnemunum um borð í lystibátnum. — Þá er þetta afráðið. Ég er ánægður, að þér vilduð taka þetta að yður — þér eruð sá besti í greininni, það held ég, að allir séu sammála um. Hún brostið lítið eitt óörugg og tautaði: — Og hvað er það, sem ég á að hafa tekið að mér, herra? Ross kinkaði kolli ákaft. — Einmitt. Þegar þér talið við yfirmenn mina, munið þér strax heyra, að þeir tala með rússneskum hreim — eða úkraínskum, svo ég sé nákvæmur. En ég vona, að það komi ekki i veg fyrir, að þér standið við að leysa verkefnið sem best þér kunnið. — Þetta er kostulegt. Hún hækkaði ekki röddina. — Já, sjálfsagt, sagði Ross ánægður. — Opinberlega munu sovétmenn afneita að eiga nokkra aðild að þessu máli. öllum ásökun- um verður vísað á bug og sagðar tómur uppspuni. Heimurinn mun bara hafa yðar orð gegn þeirra, — og hversu marktækt haldið þér, að það þætti. Ég meina miðað við það orð, sem af yður fer. Það er því yður í hag, að ekkert sé talað um málið. — Þetta er hrein þvæla, tautaði hún. —- Hver getur haft gagn af þessari hlægilegu uppákomu? — Ég held, að þér eigið eftir að vera sammála þessu, sagði Ross. — Svo eru það smáatriðin.... Hann sá, að hún skotraði augunum inn i skuggann. Hann snéri sér ekki við, hann vissi, að Cutter var þar ennþá. Hann hélt áfram styrkum rómi: — Verkefnið verður að leysa innan tólf daga, það er frestur á ákveðnum alþjóðlegum aðgerðum, sem þér þurfið ekki að vita neitt nánar um. Verkið eigið þér að leysa af hendi í Dar-es-Salaam, svo að þér hafið nægan tíma til að undirbúa verknaðinn. Hafið þér heyrt Chiang Hsien getið? Hún hló. Svo sannarlega hló hún! — Ötrúlegt! Hann þvingaði fram bros. — Já, forstöðumann kinversku stöðvar- innar í Dar. Þá er bara eftir að nefna eitt atriði. — Er þetta allt og sumt? Guði sé lof, ég segi bara það! Ross kinkaði kolli vingjarnlegt r i svip. — Já, einmitt. Þér eigið að láta líta svo út, að morðið sé að undirlagi amerikana. Ég sting upp á, að þér notið ameriskan riffil. Annars skipuleggið þér verkið eftir yðar höfði, aðalatriðið er, að verknaðurinn virðist framinn af amerískum öflum gegn sendimönn- um kinverska alþýðulýðveldisins í Austur-Afriku. Hún horfði á hann stórum augum. — Er þetta virkilega allt? Ross brosti aftur. — Ef þér óskið nánari upplýsinga, skal ég koma á simasambandi við mína menn. I nnleggsnótan og númerið á banka- reikningnum mun verða lagt inn á hótelið yðar. Strax og við höfum fengið staðfest, að Chiang Hsien sé 19. TBL. VIKAN 21

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.