Vikan


Vikan - 12.05.1977, Síða 44

Vikan - 12.05.1977, Síða 44
Smásaga eftir Kjartan Jónasson. Vornótt Hann er kvöld eitt að vorlagi á leið milli Keflavíkur og Reykjavíkur, þegar stúlkumynd birtist skyndilega á veginum fyrir framan bílinn, og fyrr en varir eru þau saman á leið til Reykjavíkur. Hún leitar á hann. En hvað vill eiginlega 16 ára stúlkubarn í konulíkama 23 ára gömlum manni, sem segist vera giftur? Þér þykir eflaust skrýtið, að ég ætli að fara að segja þér sögu,. jafnvel að vanda um við þig, ég sem er hara maður einsog þú. En einhvernveginn get ég bara ekki þagað yfir þessu lengur, og er þó ekki við því að búast, að nokkur maður fari að þakka mér fyrir að fjalla um hið eilífa vandamál. Við erum svo vön því að ganga i gegnum erfiðleikana hjálparlaust, komast fyrir þá misjafnlega mikið bækluð og láta síðan hjá liða að varða veginn fyrir eftirkomendur okkar. Stundum finnurðu þó hjá þér sterka hvöt til þess að risa upp á móti vandanum, sem sjaldnast fær þó annan endi en viðbót á syndina. Við erum breysk eins og börnin. Þessi stelpa, sem ég ætla að segja þér frá, var við fyrstu sýn ekkert ólik öðrum stúlkum á hennar reki. Hún klæddi sig ekki til að hylja nekt sina, nei, allt var við það miðað að auka hana og ýkja á kostnað manneskjunnar, sem bjó á bakvið 44VIKAN 19. TBL. formið. Þú veist, hvað ég á við; gallabuxur, sem mótuðu læri, rass og þríhorn í þrýstna, velbakaða köku, og auðvitað blússa, sem var1 hlutlaus allstaðar nema í kringum brjóstin, þau risu uppaf formleys- inu einsog sælgætismolar í gylli- bréfi innanum alla hina umbúða- lausa. Auðvitað verða þeir ennþá girnilegri fyrir vikið. En andskot- ann er ég að þvæla, stúlkan var semsagt einsog allar hinar, nema formin hennar hafi verið eitthvað betur mótuð en gengur og gerist. Hvað um það, allt hefur sinn gang, og þannig æxlaðist saga, að ég var kvöld eitt að vorlagi á leið milli Keflavíkur og Reykjavikur, hafði nánar tiltekið nýékið framhjá afleggjaranum að herstöðinni á Keflavíkurflugvelli, þegar þessi stúlkumynd birtist skyndilega á miðjum vegi og ég að rétta bílinn af úr beygju, það mátti hreint engu muna, að ég æki yfir hana. Ég sveigði frá henni og klossbremsaði, ætlaði náttúrlega að hundskamma stelpuhálfvitann og fór þessvegna út úr bilnum. Hún steinlá þá i götunni, og ég sá ekki annað ráð vænna en fara að henni með nærgætni í stað ofsa. Þetta var þó ekkert alvarlegt, og hún jafnaði sig strax, er hún kom inni bílinn, hún var drukkin , og sjálfsagt hafði henni brugðið illilega við lætin. Þegar mér varð ljóst, að hún var á leið til Reykjavíkur, hélt ég ferðinni áfram eins og ekkert hefði i skorist, nema nú sat í framsætinu við hlið mér unglings- stúlka á óræðum aldri i fullvaxta kynlikama. Eftir stutta þögn, sem aðeins var krydduð svæfandi vélarsuði og niði frá hjólbörðum, yrti stúlkan á mig, í fyrstu varfærnislega, eins og hún vildi kanna landið, en siðan kjaftaði á henni hver tuska. Ég hafði ekki við annað að vera en að hlusta á ungæðislegan vaðalinn á henni, og eyru mín heyrðu betur, þegar í ljós kom, að hún hafði verið að dandalast uppá velli með einhverj- um filippseyingum. Ég hef að vísu aldrei verið ýkja duglegur her- stöðvarandstæðingur, en hef þó oft spurt sjálfan mig, hvort þessir strákar hafi nokkurntima fært okkur annað en munaðarlaus ó- hamingjubörn og illa sviknar mæð- ur. Já, mér þótti sannarlega miður, ef þessi stúlka var farin að leggja lag sitt við menn, sem töldu sig sjálfsagt ekki hafa neinar skyldur gagnvart henni — nema þessa einu. Eitthvað sagði ég við hana i þá áttina, en hún setti upp ungæðis- legan reynslusvip, svona einsog þegar börn fara að leika foreldrana gagnvart yngri systkinum sínum. Hún.fór að segja mér, hvað íslensku strákarnir væru lásí og leiðinlegir og niskir i þokkabót. Nei, kaninn

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.