Vikan


Vikan - 02.06.1977, Blaðsíða 43

Vikan - 02.06.1977, Blaðsíða 43
tspyrna á Akranesi eru hér stór trésmíðaverkstæði, sem sum hver hafa tekið að sér viðamikil verkefni um allt land. Svo er talsveröur smáiðnaður, prjónaiðnaður og ýmislegt fleira. Geysilegar breytingar hafa orðið á bænum siöustu þrjátíu árin. i kringum 1960 var byrjað að steypa götur, en áður voru hér einna verstu götur á landinu. Hér er allt svo flatt, og ofaníburður er ákaflega leirkenndur, eiginlega ekki hægt að fá virkilega þrifa- legan ofaniburö neins staðar. SNEMMA STÓRHUGA í SKÓLAMÁLUM________________ Akurnesingar byggðu snemma skóla, eða f kringum 1880. Hann var úr steini og timbri, allmikið og flott hús og sennilega með bestu skólahúsum á landinu þá. Hann brann árið 1964, en árið 1912 var byggður annar skóli við hliö þess gamla, sem var fjórar kennslu- stofur, og þar er nú iönskólinn til húsa. Enn var byggður barnaskóli árið 1950 og stækkaður siðan 14 árum síöar. I honum eru nú um 650 börn, og sennilega verður hafin bygging nýs barnaskóla á næsta ári. Rúmlega 300 nemendur eru í gagnfræðaskólanum, sem starfað hefur síðan 1943. Til stendur að stofna fjölbrautaskóla, og vonandi getum við þá einnig útskrifað stúdenta. Þá er hér starfandi tónlistarskóli, sem Haukur Guö- laugsson stýrði lengi, en er nú undir stjórn Jóns Guðmunds- sonar. BYGGT FYRIR GJAFAFÉ OG BÍÓPENINGA Hér er mikið sjúkrahús. Upp- haf þess var, að Pétrína Sveins- dóttir stofnaði svokallaðan sjúkra- skýlissjóð, og árið 1942 gaf Haraldur Böðvarsson, sem var mágur Pétrínu, bænum Bíóhöll- ina, og var þá ákveðið, að öllum hagnaði af rekstri hennar skyldi varið til sjúkrahússbyggingar. Byggingunni var lokið árið 1949, og sjúkrahúsið tók til starfa árið 1951. Búið er aö stækka það allmikið síðan, og nú er þetta að verða um 100 rúma spítali. Þetta er deildaskipt sjúkrahús, þ.e. lyflækninga- og handlækninga- deild, auk þess kvenlækningadeild og aðstaöa til að taka á móti sérfræðingum, sem hingað koma. Þarna vinna um 200 manns, þar af 7-8 læknar. Nú er verið að byggja hér á Akranesi .dvalarheimili fyrir aldr- aða, Höfða, en í þeim áfanga, sem búinn er, verða um 40 vistmenn, og verður hann líklega tekinn í notkun um næstu áramót. Þar verður góð aðstaða, bæði ein- staklingsíbúðir og hjónaíbúðir, sem eru stærri um sig. Þarna verður prýðilega að fólki búið. KNATTSPYRNAN FÆR SAMKEPPNI Önnur nýbygging var tekin i gagnið í fyrra, en það er íþróttahús, sem er vafalaust með glæsilegustu íþróttahúsum á land- inu. Salurinn er 44 x 54 metrar, þarna eru áhöld til alls, og húsið er mm\ Séð inn i lestrarstofu barnanna ó bókasafni Akraness. ■ whISIj! geysilega skemmtilegt. Kjallarinn hefur ekki enn verið innréttaður, en hann gefur mikla möguleika til ýmiss konarfélagsstarfa og klúbb- starfa. Þegar gullöld knattspyrnunnar var hérna á árunum 1950-1960, þá áttum við lið, sem malaði evrópsk stórborgalið. Það gekk á ýmsu á árunum 1960-'70, en síðan höfum við ' núna þrisvar átt íslands- meistara í knattspyrnu og vonum fastlega, að við höfum ekki sagt okkar síðasta orð á þeim vett- vangi. Segja má, að knattspyrnan sé eiginlega eina íþróttin, sem veru- lega hefur verið stunduð hér fram til þessa, en íþróttahúsið nýja breytir aðstöðunni gífurlega, til dæmis í handbolta, blaki og fleiri íþróttagreinum, sem fólk hefur ekki hafi aðstöðu til að stunda hér. Við eigum reyndar nokkra landsfræga badmintonkappa, því hér er mikill áhugi á þeirri grein. Einnig er athyglisvert, að margir góðir sundmenn hafa komið frá Akranesi, enda þótt sundlaugin okkar sé allsendis ófullnægjandi miðað við kröfur nútímans, því hún er aðeins 12 1/2 m á lengd. SUNGIÐ OG LEIKIÐ Á AKRANESI Mikil lægð kom í menningarlífið hér á Akranesi, eins og víðar um land, þegar sjónvarpið hóf út- sendingar. Við höfum hér sextíu ára gamlan karlakór, sem hætti í 6-7 ár um þetta leyti, en er nú tekinn aftur til starfa af fullum krafti. Þá er einnig starfandi ágætur kirkjukór. Leikfélagið lagði líka upp laup- ana í um það bil áratug, en nú er leiklistin aftur stunduð af kappi. Stofnaður var nýr leikflokkur, Skagaleikflokkurinn, sem hefur unnið frábært starf nú síöustu þrjú árin. Hann hefur þegar sýnt ein 5 eða 6 leikrit og komst meira að segja fyrst áhugamannaleikfélaga upp á fjalir Þjóðleikhússins. Annáð menningarlíf er með talsverðum blóma. Hér starfa alls konar félög, Lions og Rotary, Kiwanis og Junior Chamber, Oddfellow og Frímúrarareglan, stúkur og kristileg félög. K.F.U. M. og K. er ákaflega öflugt hér, nýbúið að byggja og hefur skapað hér góða aðstöðu fyrir alls konar föndur. Bíóhöllin er mjög stórt hús miðað við bæinn, tekur 370 manns í sæti, og þar eru sýndar 3-4 myndir í viku. BÆNDUR OG TÚRISTAR Hér er ekkert, sem hægt er að kalla landbúnað, og við erum algjörlega öðrum háðir í þeim efnum. Bændur hafa hér engin viðskipti með afurðir sínar, það fer allt til Borgarness og Reykjavíkur. Við fáum mjólk, kjöt og annað frá Borgarnesi. Það er að vísu smábúskapur hér í kring, en ekki nógu mikiö, nú þarf allt að vera svo stórt í sniðum. Ferðamannastraumurinn er alltaf að aukast, sérstaklega eftir tilkomu nýju Akraborgarinnar. Það er hins vegar sorgleg staðreynd, að hér er ekkert gert til þess að taka á móti ferðafólki. Viö »
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.