Vikan


Vikan - 15.09.1977, Blaðsíða 39

Vikan - 15.09.1977, Blaðsíða 39
„Hefurðu átt þess búð lengi?” spurði Regína. ,,í fimmtíu ár,” tilkynnti Rósa. ,,Ég mun sakna hennar.” „Ertu á förum?” „Ég er að hætta,” leiðrétti Rósa hana. „Beppo Tebaldi er búinn að lofa mér að lóta mig fá gamla húsið á bak við verkstæðið hans, og líka kominn tími til. Ég hef reynt að fá hann til þess siðastliðin fimm ár.” „Það var hræðilegt, hvernig frú Tebaldi lét lifið,” áræddi Regína að segja. Það hnussaði í Rósu. „Mér þykir það leitt að hún skuli vera dáin. Ég vil ekki óska neinum þess. En mér geðjaðist aldrei að henni. Hún var svo fín með sig. Enginn af strákunum í Rocca var nógu góður handa Filomenu. Hún varð að fara og ná sér í eiginmann í Naples. hefurðu heyrt annað eins.” Hún kerrti hnakkann. „Jæja, hvað ætlarðu að fá?” spurði hún frekju- lega. Regína sneri sér við og tók andköf af skelfingu. Einn af leður- klæddu mótorhjólamönnunum fyllti út í dyrnar. Þessi sjón virtist líka reita Rósu til reiði. „Morðingi,” æpti hún. „Komdu þér út úr búðinni minni.” Hún var alveg ótrúlega snögg í hreyfingum, þegar hún þreif tómat af afgreiðsluborðinu og henti hon- um af mikilli nákvæmni. Unglingurinn stóð þarna alveg forviða. Niður eftir andliti hans lak rauður tómatsafinn. Hann lyfti upp hendinni til að þurrka framan úr sér. „Þú kemst ekki upp með þetta,” hvæsti hann illilega. „Ég kem aftur og lumbra á þér.” Rósa teygði sig í annan tómt, en unglingurinn skaust undan. Hún elti hann út um dyrnar og hrópaði óvkæðisorð á eftir honum. „Þama var hann hræddur,” sagði Rósa ánægð. „Sástu, hvað hann var fljótur að forða sér? Nú verða þeir líka allir fljótir að taka til fótanna, fyrst Edward er kominn aftur.” Regína heyrði varla, hvað hún sagði. Hún hafði komið auga á annan mann neðar i brekkunni. Hún veifaði til hans. Hugh Mortimer veifaði á móti og gekk áfram upp götuna í átt að búðinni. Við hlið hennar hlakkaði í Rósu. „Er hann vinur þinn? Hann er mjög snjall ungur maður, þessi náungi, — hann kennir við háskólann.” „Gerirðu það?” spurði Regína, þegar Hugh kom til hennar. „Ég á við, kennirðu við háskóla?” Hugh var svolítið hissa. „Hver hefur frætt þig á því?” HH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.