Vikan


Vikan - 12.10.1978, Blaðsíða 31

Vikan - 12.10.1978, Blaðsíða 31
o Q WILLY BREINHOLST Hann dansaði við gömiu, forriku greifynjuna f kvöldverðarboði f höllinni. Þau höfðu ekki dansað nema 1-2 mfnútur, þegar öll Ijósin i salnum slokknuðu skyndilega. Skömmu seinna kviknuðu þau aftur — og greifynjan rak upp hótt óp. — Hólsmeníð mitt, stundi hún. — Dýrmœta hólsmenið mftt er horfiðl Frederich von Pheddersen, barón og herragarðseigandi, hélt viðhafnarmikið kvöldverðarboð i höll sinni, Fuselholm. Á meðal gestanna var hávaxinn, ungur maður, dökkur á brún og brá. Það var Pierre de Pommes Frites et Plat du Jour, markgreifi, en honum hafði baróninn kynnst í spilavítum Monte Carlo. Ungi markgreifinn hafði sjálfur óskað eftir því að fá að leiða hina gömlu, forriku greif- ynju, Charlotte von Schnabelwasser- Hybenkrazzer, til borðs. — Stórkostlegt hálsmen, sagði hinn háttprúði, ungi markgreifi við greif- ynjuna, um leið og hann dýfði fingur- gómunum I skál með fjóluilmandi vatni til að losa sig við leifarnar af hinni frá- baeru sauce bourguignonne, sem fylgdi þrastarsteikinni. — Já, finnst yður það ekki, svaraði gamla greifynjan stolt, og leyfði mark- greifanum^að" þukla hið rándýra háls- men, sem var alsett gimsteinum. — Þetta er gamall erfðagripur. Hann hefur fylgt ættinni í meira en tvö- hundruð ár, Langa-langa-langamma mín bar það fyrst á dansleik við hirð Jósefs II. Austurrikiskeisara. — Nei, er það satt? Cela est prometteur! Ungi maðurinn fór áhugasömum höndum um geimsteinana. Andartak mátti sjá sama stjörnublikið í augum hans og gimsteinasalans Hortensio Borgio, en sögur segja, að augu hans hafi blátt áfram logað, er hann hand- fjallaði hið heimsfræga stórfurstadjásn. — Amerville! Fantastique! Hvers virði skyldi svona djásn vera, stundi markgreifinn, en gætti þess þó að láta ekkert á sér sjá, sem gæti vakið grun. — Það hefur verið metið á 25 milljónir, sagði greifynjan, sem var mjög hreykin af allri þeirri athygli, sem ungi, franski aðalsmaðurinn sýndi háls- meninu hennar. Markgreifinn blistraði lágt. — 25 milljónir, endurtók hann. — Það er hreint ekki svo lítið. Þér gætið o o Þýð. Jóhanna Þráinsdóttir. PLAT DU JOUR þess sennilega vel, að lásinn sé í fullkomnu lagi. Greifynjan var fús til að sýna unga markgreifanum öryggisútbúnaðinn á lásnum — og hversu auðvelt það var í raun og veru að opna hann. — Ég er orðin dálítið stirð í fingrun- um, sagði hún brosandi. — Og eftir að ég missti herbergisþernuna mína, verð ég sjálf að setja á mig skartgripina. Ungi markgreifinn athugaði lásinn gaumgæfilega. — Traustur lás, sagði hann. — Enda væri hræðilega gremjulegt að týna svo dýrmætum grip. Greifynjan játti því, og þau tóku til við ábætinn. Að borðhaldi loknu dansaði hinn töfrandi, ungi markgreifi fyrst við hina óviðjafnanlegu húsfreyju, Rebeccu von Pheddersen, barónsfrú. Seinna um kvöldið bauð hann gömlu greifynjunni upp í marsúrka með miklum glæsibrag. — Marsúrka, sagði hún hreykin. — Haldið þér, að ég geti dansað marsúrka, ungi vinur? — Tout naturel, comtesse! Komið bara! Svo dansaði hinn töfrandi, suðræni markgreifi við greifynjuna. Þau höfðu ekki dansað nema 1-2 mínútur, þegar öll Ijósin í salnum slokknuðu skyndilega. Skömmu seinna kviknuðu þau aftur — og greifynjan rak upp hátt óp. — Hálsmenið mitt, stundi hún. — Dýrmæta hálsmenið mitt er horfið! — Það getur ekki verið, ce n’est pas possible, sagði ungi markgreifinn róandi. — Hér er enginn, sem gæti átt það til að stela skartgripum. Þér hljótið bara að hafa misst það. Gestirnir skriðu um gólfið í leit að meninu, en það fannst hvergi. Þeir neyddust til að horfast i augu við þá staðreynd, að þjófur leyndist á meðal þeirra. Frederich von Pheddersen, barón, gekk fram og bað um hljóð. Það hlýtur einhver að hafa tekið menið af misgáningi, og stungið því í vasann, sagði hann. — Ég held ég kunni ráð við því. — Jakob.. náðu I silfurbakka! Yfirþjónninn náði í silfurbakka og setti hann samkvæmt skipun barónsins á mitt borðið. — Nú slekk ég ljósið og kveiki ekki aftur fyrr en eftir þrjár mínútur, hélt baróninn áfram. — Þar með fær þjófur- inn tækifæri til að leggja hálsmenið á þennan silfurbakka, og svo getum við skemmt okkur áfram, eins og ekkert hafi i skoríst. Hann slökkti Ijósið og kveikti það aftur að þremur mínútum liðnum. Gestunum brá heldur betur í brún. SILFURBAKKINN VAR HORF- INN. — Ótrúlegt, tautaði Frederich von Pheddersen, barón. — Jæja, það verður að hafa það. Ég ætla að að gefa þjófnum síðasta tæki- færið. Ég slekk ljósið á ný, og þá getur hann lagt báða stolnu munina á borðið. — Það er þýðingarlaust, sagði greifynjan. — Hartn stelur bara ein- hverju öðru í viðbót. — Alls ekki, sagði baróninn ákveðinn og greip fast um einn af hinum sjöarma silfurkertastjökum á borðinu. Við höld- um fast um öll verðmæti. Allir gestirnir völdu sér verðmætan hlut til að halda fast um. — Jæja, sagði baróninn og leit ánægjulega í kringum sig. — Nú getum við verið viss um, að hann getur ekki stungið af með fleiri dýrgripi. En þarskjátlaðist honum. Þegar hann kveikti Ijósið aftur, eftir nákvæmlega þrjár mínútur, var hinn töfrandi, franski markgreifi, Pierre de Pommes Frites et Plat du Jour horfinn á brott með hina fögru og ungu barónsfrú, Rebeccu. J.Þ. 41. TBL. VIKAN 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.