Vikan


Vikan - 12.10.1978, Blaðsíða 55

Vikan - 12.10.1978, Blaðsíða 55
Vill hann ekki dóttur mína? Kæri Póstur. Mig langar að leita ráða hjá þér í samhandi við vanda- mál, sem ég á við að glíma, en treysti mér ekki til að tala um við neinn. Þannig er, að ég er gift, þriggja barna móðir. Elsta barnið mitt átti ég með manni, sem ég var trúlofuð, en við slitum samvistum, þegar barnið var nýfætt. Skömmu síðar kynntist ég yndislegum manni, sem ég giftist, og með honum á ég hin tvö börnin. Þegar við kynntumst, var dóttir mín tveggja ára, og það var ákveðið, að hann mundi ekki ættleiða hana, þar sem hennar rétti faðir var henhi mjög góður, og þeir urðu ágætir vinir. Sú vinátta helst ennþá, en faðir dóttur minnar hefur nú minnkað heim- sóknir sínar allverulega. Allt um það. Eiginmaður minn hefur alltaf reynst þessari dóttur minni jafn góður og hinum börnunum (sem eru strákur og stelpa) en nú finnst mér allt í einu, að framkoma hans hafi breyst mikið gagnvart henni. Hún er nú að verða 17 ára og er mjög falleg, ung stúlka. Hún er reglusöm og stundar nám sitt vel, en er samt áberandi persóna. Hin dóttir mín er hins vegar að verða 15 ára, og hún hefur lítið til að bera í útliti, þótt hún sé yndislegt barn. Þær systurnar rífast mikið nú orðið, og sú yngri vill fylgja hinni allt, en sú eldri vill ekki hafa hana með í sínum félagsskap. Það get ég vel skilið, en maðurinn minn hins vegar ekki. Nú er hann farinn að beita því, að ef sú yngri fái ekki að fara með, t.d. í bíó, þá verður hin að sitja heima, og ef ég tek mig til og læt hana hafa peninga, þá kostar það margra daga rifrildi og fýlu, og hann tekur alltaf málstað yngri dótturinnar. Þeirri eldri er farið að líða illa á heimilinu og er farin að impra á því, hvort hún eigi að biðja pabba sinn að taka sig til sín. Mér líður alveg hræðilega út af þessu öllu, og mér finnst þetta líka hafa áhrif á son okkar, því hann heyrir sí og æ, að pabbi hans segir I lok rifrildis: „Enda er ég ekki pabbi þinn. ” Þetta finnst mér alveg hræðilegt að segja við stúlkuna, en ég geri mér fyllilega Ijóst, að sú yngri er öfundsjúk út I þá eldri. Hvað finnst þér, að ég eigi til bragðs að taka? Á ég að biðja föður hennar að taka hana til sín I smátíma til reynslu, eða á ég að taka mig til og hreinlega öskra á eiginmann minn og benda honum á, hvað hann er að gera? Með von um birtingu og gott svar. Áhyggjufull móðir. Nei, þú átt ekki að taka þig til og öskra á eiginmanninn, heldur gefa þér góðan tíma til að ræða þessi mál við hann í góðu. Þetta getur stórskaddað barnið, og hún hefur ekkert gott af því að flytja til föður síns í smátíma, til reynslu eins og þú orðar það, því það verður bara til þess, að henni finnst enginn vilja sig, og sem móðir mátt þú alls ekki bregðast henni. Öfundsýki yngri dótturinnar er bara eðlileg, og þau mál ættu að leysast smátt og smátt, þegar hún fer að þroskast meira og getur litið á sínar góður hliðar og gerir sér grein fyrir, að útlitið er ekki fyrir öllu. Og í öllum bænum reyndu að koma í veg fyrir, að eiginmaður þinn sé sífellt að minna elsta barnið á, að hann sé ekki hennar rétti faðir, hann gekk henni þó í föðurstað á sínum tíma, ekki rétt? át />'***9 Ég ar i Rauðsokkahreyf ingunni, og i rauninni ætiaði ég ekki að kaupa skó. Mig langaði bara svo til að fá karimann til að krjúpa fyrir mér. Pabbi er svo stressaður Kæri Póstur. Pabbi er hroðalega stress- aður, þú trúir því ekki. Ef hann vaknar á nóttunni, sem hann gerir alltaf, vekur hann mömmu. Hann bannar henni að vera með bestu vinkonu sinni. Mamma getur varla hringt I hana. Pabbi fylgir henni hvert fótspor og hefur ekki farið I burtu nema hafa mömmu með sér. Hann vinnur lítið, bara fjóra tíma á dag og eitthvað heima. Hann vill aldrei fara neitt út að skemmta sér. Mamma vinnur 2/3 úr starfi og hugsar um heimilið. Þótt þetta bitni mest á mömmu, bitnar það líka á okkur systkinunum. Mamma segir, að við megum ekki stressa pabba, aldrei segja neitt. Það er ekki auðvelt. Mamma hefur sagt mér, að hún lifi bara út af okkur krökkunum. Við vitum ekki, hvað hún hefur orðið að þola. Finnst þér, að mamma eigi að sækja um skilnað? Ekki henda bréfinu. Ein óhamingjusöm. Skilnaður foreldra þinna er nokkuð, sem hvorki þú né Pósturinn geta tekið ákvörðun um. Það er oft hægara sagt en gert að framkvæma hlutina, og sennilega ber móðir þín svo sterkar taugar til pabba þíns, að hún vill ekki skilja við hann, annars væri hún líklega búin að því ef ástandið er jafn erfitt og þú lýsir því. Geturðu ekki ráðfært þig við einhvern í Þarftu andilega að taka starfið mað þér heim, þó þú sért eftirlits- maður hjé Nærfatagerðinni? fjölskyldunni um þetta mál, ein- hvern, sem þekkir vel til ykkar og veit, hvað best er að gera. Framkoma föður þíns er óeðlileg, og sennilegast á hann við sálræn vandamál að stríða. Pennavinir Guðrún Einarsdóttir, Smáraflöt 10, 210 Garðabæ, óskar eftir að skrifast á við stelpur og stráka á aldrinum 12-14 ára. Verður sjálf 13 ára á þessu ári. Áhugamál eru hestar, önnur dýr, sund og margt fleira. Sigurbjörg Marteinsdóttir, Engjaseli 70, Reykjavik, óskar eftir pennavinum á aldrinum 11-13 ára. Áhugamál marg- visleg. Er sjálf 12 ára og svarar öllum bréfum. Berglind Þorleifsdóttir, Vesturvangi 12, 220 Hafnarfirði, óskar eftir að skrifast á við stelpur og stráka á aldrinum 12-13 ára. Verður sjálf 13 ára á þessu ári. Áhugamál margvisleg. Mynd fylgí fyrsta bréfi ef hægt er. Bára Baldvinsdöttir, Tjarnarbrú 14, Höfn, Hornafirði, óskar eftir penna- vinum (strákum) á aldrinum 14-16 ára. Svarar öllum bréfum. Aldís Pétursdóttir, Hringbraut 36, 220 Hafnarfirði, óskar eftir pennavinum á aldrinum 12-15 ára. Áhugamál eru: Skíði, böll, frímerki og sætir strákar. Er sjálf 13ára. Kolbrún Inga Gunnarsdóttir, Hring- braut 32, 220 Hafnarfirði, óskar eftir að skrifast á við stelpur og stráka á aldrinum 12-15 ára. Er sjálf 13 ára. Áhugamál eru: Skíði, hestar, böll, handbolti, frimerkjasöfnun og sætir strákar. Sigríður Helga Sigfúsdóttir, Reykjum, Laugarbakka, Miðfirði, V-Húna- vatnssýslu, óskar eftir að skrifast á við stráka og stelpur á aldrinum 11-13 ára. Áhugamál eru frímerki og fleira. 41. TBL. VIKAN 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.