Vikan


Vikan - 02.08.1979, Page 5

Vikan - 02.08.1979, Page 5
STÚDENTAR EIGA EKKI AÐ GIFTA SIG Smásaga frá Uppsölum eftir M. CULLBORG en ^ ^AR alls ekki mánudaginn 13. — ^ bað var engu líkara en svo væri. Ég vakn- weð hræðilega timburmenn og auðvitað ^ 1‘ úgekkert til að rétta mig af. Það hamraði í . lnu 3 mér þegar ég staulaðist fram í litla ej nsi® okkar og drakk fjögur glös af vatni í um teyg. Því næst læddist ég aftur inn i gstofuna okkar, sem lika var vinnu- og SVefnherbergi. uVar vöknuð og gægðist meinfýsin út hva“n Sænginni. Það fór í taugarnar á mér ^Eæt V3r ^ress 08 Ve' 111 so^n' er Sa8ð' ^ ^ ert ^011111111 fram ur' e*st<an m'n»” .. 1 hún, „þvj nú geturðu sett yfir vatnið og eldað Srautinn. ráðiðUa Vat S3gt ákaflega elskulega en augna- Un ll* kynna. að það væri ákveðin skip- Verið Tilefni timburmannanna hafði nefnilega "Æ; Jaeja, nú ætlaði hún að hefna sin. Urn stundi ég hnugginn og á báðum átt- ag Ufm *1Vað gera skyldi. „Ég ætlaði eiginlega °fa i hálftima i viðbót.” „Það er alls ekki rétta aðferðin," sagði Eva blíðlega. „Morgunleikfimi í fimm mínútur fyrir framan opinn gluggann meðan vatnið er að sjóða og upplifgandi hjal við Lilla — og þá hverfa timburmennirnir eins og dögg fyrir sólu.” Nú lagði Lilli orð í rökræður fjölskyldunn- ar. Hann lá í rúminu sínu og bullaði eitthvað, sem mér virtist alveg óskiljanlegt. „Hann vill graut,” útskýrði Eva. Það var engin leið út úr þessu. Innan fimm mínútna var ég farinn að elda hafragraut og næstum samþykkti, i fyrsta skipti, þessa ágætu ráðleggingu pabba, þegar ég var nýorð- inn stúdent: „Giftu þig aldrei, drengur minn. Og ef þú endile-a vilt, þá gerðu það eins seint og þú getur.” Fabbi forðaðist vandlega augna- ráð mömmu, þegar hann gaf þessa yfirlýsingu. Við hlógum hjartanlega, því við héldum að þetta væri gaman — en það var svei mér alvara hjá pabba. Ég komst að því, þegar hann setti það að skilyrði fyrir fjárhagslegri aðstoð, Sumarauki sem ég bað um til námsins. Skilyrði hans var í stuttu máli svona: „Engin gifting fyrr en þú hefur lokið prófi.” Hann hefur þessar gömlu skoðanir um, að ungur maður eigi að vera eitt- hvað og eiga eitthvað áður en hann eignast börn. Ég lofaði iðni og dugnaði við námið og að ganga í gegnum það ógiftur. Síðan fór ég til háskólabæjarins Uppsala. En þar rakst ég næstum strax á Evu, sem freistaði mín með epli af trénu, sem ber nafn skilningsins en ekki fær næringu sína gegnum kvaðratrætur. 1 stuttu máli sagt: Papa-papa, eins og sonur minn segir — og hér stóð ég við hafragrautar- pottinn og gat, hamingjan hjálpi mér, ekkert við þvi gert. „Hvað ertu eiginlega að hugsa um?" sagði Eva inni í „svefnherberginu”. Og um leið heyrðist smellur í bréfakassanum. Fyrst einu sinni blöðin. Svo aftur — bréf. Eva varð á undan. „Bréf frá pabba þínum,” sagði hún og kastaði velþekktu, brúnu umslagi til min. „Hvað skyldi gamli maðurinn vilja núna?” muldraði ég i hálfum hljóðum, um leið og ég reif umslagið upp með gaffli og Eva tók graut- inn og svanga ríkiserfingjann að sér. Þegar ég hafði lesið bréfið, féll ég saman eins og blautur klútur. „Hann kemur til Uppsala á morgun. Hann á eitthvert stúdentsafmæli. Hann skrif- ar, að við eigum að gera okkur glaðan dag saman, hann og ég — hvað sem það þýðir. Eva — þú verður að fara héðan undir eins.” Augu Evu skutu gneistum og ég vissi hvað beið mín, því að hún hafði alveg frá byrjun haldið því fram, að ég ætti að segja foreldrum mínum frá því, sem ég hafði gert. Jafnvel þó árangurinn af því yrði sá, að þau hættu að senda mér peninga. „Sjáðu nú til, elskan,” byrjaði ég, „gamli maðurinn verður hér ekki nema i tvo daga. Getur verndun friðarins innan fjölskyldunnar ekki vegið upp á móti óþægindunum af því, að þú takir drenginn og skreppir til Kristinar, Ullu eða einhverrar af ógiftu vinkonum þínum.” „Já, taki drenginn, barnarúmið, leikgrind- ina, barnaborðið, balann, vigtina og barna- fötin, er það ekki?” sagði hún kuldalega. „Annars er Kristín að lesa undir próf og her- bergi Ullu er svo lítið, að maður verður að snúa sér á hlið til að komast út og inn án þess að velta húsgögnunum.” „En þetta er aðeins i einn eða tvo daga,” fullvissaði ég hana ákafur. „Æ, Eva gerðu það fyrir mig.” Eva hvæsti eins og köttur, sem er strokið öfugt. „Fyrir þig, sem ekki þorir að kannast við mig fyrir foreldrum þinum. En nú skal ég trúa þér fyrir þvi, að ég er búin að fá nóg af þessum feluleik þinum. Þú hugsar ekkert um, hvað ég hef lagt í sölurnar fyrir þig. Nám mitt, framtið mína sem sjálfstæð kona og möguleikana til að keppa við ykkur, þessa sjálfselsku karlmenn. Og til endurgjalds hef

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.