Vikan


Vikan - 03.07.1980, Blaðsíða 45

Vikan - 03.07.1980, Blaðsíða 45
„Farmer rannsóknarlögreglustjóri?” „Já, foringi. Þakka þér fyrir þessar ágætlega skipulögðu aðgerðir.” „Ég er feginn að geta orðið að liði. Ég er John Gaze, og þetta er Cook yfir- lögregluþjónn. Hvað er það, sem við erum að eltast við, herra?” „Við skulum rabba saman, foringi. Bara við tveir og yfirlögreglumennirnir tveir.” Þeir sátu i einum lögreglubílnum á jaðri lendingarvallarins, meðan þeir biðu eftir hinni þyrlunni. Farmer sagði: „Fyrst og fremst ætla ég að leggja áherslu á, að ég vil fá algjöra leynd. Ops mælti með ykkur Cook vegna þess að þið eruð héðan af svæðinu og hafið auk þess á ykkur orð fyrir þagmælsku. Er það skilið?” „Þaðer skilið, herra.” „Einmitt. Hvað getið þið svo sagt okkur um Vail Park?” Ungi lögregluforinginn dró djúpt að sér andann. „Það erþá Vail.” Það virðist ekki koma þér á óvart.” „Nei, herra. Það kemur mér hreint ekkf á óvart.” „Árum saman,” sagði hún „er mig búið að langa að segja einhverjum af því. í öll þessi ár. En ég hef engan talað við nema þá.” „Reyndirðu aldrei að sleppa? Að hafa samband við einhvern fyrir utan?” „Hvernig gat ég gert það?" Hann bandaði frá sér í myrkrinu. „Fyrirgefðu. Þetta var vanhugsað hjá mér.” Einu sinni hugsaði ég þannig. En það hefði ekki verið gerlegt. Ég hefði verið hirt eftir fáeina faðma.” „En nú —” „Nú get ég talað við þig. Ef þú sleppur einhvern tíma —” „Hverjar eru líkumar á því?” „Ég veit það ekki. Ég veit ekki, hvað þeir hyggjast fyrir. Það er eitthvað á seyði. Ég finn það. Eitthvað gerist. Ég þekki merkin. Leven og hinir eru óstyrkir út af einhverju. Og meira að segja Clive sjálfur. Það er spenna —” „Hvað áttirðu við, þegar þú sagðir að það gæti ekki haldið áfram?" „Hvað sem það er, sem þeir eru að gera núna. Clive og hinir. Faðir minn.” „Er faðir þinn viðriðinn málið?” "„Það var út af honum, sem ég giftist Clive.” „Hvað heitir hann?” „Hans Stiebel. Það var hann sem — skar mig upp. Hann er skurðlæknir og djöfullega fær.” „Hvers vegna,” spurði Dave Farmer, „kemur það þér ekki á óvart?” „Ég er ættaður héðan, herra. Og þegar maður er staðarbúi kemst maður að ýmsu. Maður heyrir orðróm. Sumt hlustar maður ekki á. Öðru tekur maður mark á. Og þegar ég vissi, að OIB var í Allir þekkja ísinn frá Rjómaísgerðinni LAUGALÆK 6 SÍMI 34555 málinu. . . Þið ætlið þó ekki til Vail Park núna? Um þetta leyti nætur?” „Okkur flaug það í hug.” „Með leitarheimild?” „Ég var að vona, að ég þyrfti ekki á slíku að halda.” „Ég myndi ráða frá því.” „Hvers vegna? Það er tunglsljós. Hvað þekkirðu Vail Park vel?” Álíka vel eða illa og flestir aðrir í héraðinu, sem er ekkert að státa af. Sir Clive er með einkaher og það er harðsnúið lið. Er þér alvara með að fara þangað inn?" „Fullkomin alvara.” „Og þig vantar leiðsögumann? Er það málið?” „Já. 1 algjörlega óopinbera heimsókn.” „Nú skil ég, hvers vegna Ops bað um Cook yfirlögregluþjón. Hann er fremur ykkar maður en ég. Ef einhver þekkir Parkinn þá er það hann. Hann er fæddur í einu húsinu á landareigninni. Það var auðvitað á meðan gamli barónettinn var enn á lífi. Gamli maðurinn dó fyrir um það bil tuttugu árum og sir Clive fluttist inn í stóra húsið. Hann lét gera það allt upp og búa nýjum húsgögnum. Hlýtur að hafa kostað hann heil ósköp. En hann bjó þar ekki lengi.” „Hvers vegna ekki?” „Það brann. Sumir sögðu að það hefði verið íkveikja. Hann byggði það ekki upp aftur. Hann byggði nýtt hús. Nýtísku hús. Rústirnar af gamla húsinu eru þarna enn, segja menn hér. En það sér þær enginn úr sveitinni. Sá hluti Parksins er aldrei opinn. Það er hálfgerð hergirðing i kringum hann, rafmagns- girðing, og varðhundar og Guð einn veit hvað annað. Það hlýtur að vera eins og i fangabúðum að búa þar. Almáttugur, herra, ef ég þyrfti að leggja allt þetta á mig, þá myndi ég gefa allt heila andskot- ans klabbið.” „Allt heila klabbið af hverju?” „Af safninu. Þú veist um safnið, er það ekki?” „Nei.” Ungi lögregluforinginn strauk hend- inni yfir andlitið. „Þeir fræddu þig ekkert sérlega vel, er það, herra?” „Það var augnabliksákvörðun að koma hingað. Það var enginn tími til neins. Þess vegna treysti ég á ykkur Cook. Segðu mér frá safninu.” „Það á að vera margra milljóna virði. Málverk. Skartgripir. Hyaðeina. Allt niðri í vatninu. Eða svoer s’agt.” Þegar Jan Kopek gaf sig loks fyrir áhrif lyfsins, sagði hann: „Ég hef aldrei komið til Vail. En það er vatn þar. Og þar niðri býr hið illa." „Djöfulleg færni. Það er rétt hjá þér, Elizabeth. Það er einmitt það, sem hann hefur.” Rödd Clive Ritzell var hörkuleg. Hvít birta vasaljóssins skar þykkt loftið í fangelsi Júlíu. Blinda konan reis á fætur og gekk til dyra með átakanlegri virðingu. „Farðu með hana aftur til herbergja hennar, Leven. Læstu hana inni til morguns.” Og við Mike: „Ef þú einhvern tíma sleppur — ég held að það hafi verið orðin, sem hún notaði — hvað gerirðu þá, herra Benson? Nei, vertu ekki að hafa fyrir því að svara. Ég get fullvissað þig um, að slíkt mun ekki verða.” Það slokknaði á vasaljósinu, og gúmmísólarnir á skóm niunda barónetts- ins gáfu vart frá sér nokkurt hljóð, þegar hann hvarf út í myrkrið. Júlían kjökraði og teygði hendurnar í átt til hans. Farmer sagði: „Niðri í vatninu. Það sagðirðu, og ég hef heyrt það orðalag áður. Hvað merkir það?” „Þar á safnið að vera geymt. 1 herbergi niðri í vatninu.” „I vatninu?” „Undir yfirborðinu. Það er löng saga að segja frá klefanum í vatninu i Vaii. En hvers vegna spyrðu ekki Cook? Hann hefur komið þangað niður.” Framhald í næsta blaði. í ÞESSARI GLÆSILEGU ÍSBÚÐ GETURÐU FENGIÐ KAFFI, KAKÓ, KÖKUR, SAMLOKUR, PIZZUR, HAMBORGARA, PYLSUR, PÆ MEÐ ÍS, BANANABÁTA, ÍS-MELBA OG ALLA OKKAR SÍVINSÆLU ÍSRÉTTI. Lítið inn í ísbúðina að Laugalækó/ og fáið ykkur kaffi og hressingu, takið félagana með. Opið frá kl. 9-23.30 *f. tbl. Vlkan 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.