Vikan


Vikan - 03.07.1980, Blaðsíða 8

Vikan - 03.07.1980, Blaðsíða 8
Luxembourg Fólkið í Luxembourg virðist hafa það gott eins og þessi mynd ber með sér. Góöir bílar, gott veður og blóm ... Luxembourg er ótrulega lítið land, svo lítið að vel frískt fólk gæti leikið sér að því að ganga yfir það þvert á einum degi og endilangt á einum og hálfum degi. Það er aðeins 2587 kmJ að stærð, frá austri til vesturs eru 57 km og frá suðri til norðurs 82 km. Keyrið i 15 mínútur til austurs og þið eruð i Þýskalandi. Ef þið veljið að aka mót sólu til suðurs þá eruð þið fyrr en varir i Frakklandi. Og í norðri og vestri, Belgía og Holland. En það eru ekki eingöngu stuttar vegalengdir og nálægð grannríkja sem gerir Luxemþourg að einstæðum ferðamannastað. Landið sjálft, sem oft er nefnt hjarta Evrópu, er afar fallegt, skógi vaxið að einum þriðja, hæðir og hundruð smáþorpa sem hvert á sér sína sögu. Kýrnar í Luxembourg eru svartar og hvítar eins og kýrnar á svissnesku súkkulaðipökkunum og er sama hvert litið er, þær eru alls staðar í stórum hópum. Enda mun vera offramleiðsla á mjólk og smjöri í Luxembourg og kemur engum á óvart sem séð hefur allar kýrnar þeirra. Ein þjóð — þrjú tungumál Luxembourg á sér langa sögu sem hefst þegar Sigfroi greifi byggir kastala sinn þar sem nú er miðborg Luxembourgar árið 963. Enn stendur hluti af þessum kastala. Miklir múrar voru reistir kringum kastalann og undirgöng grafin. Þau eru 24 km að lengd og liggja ekki aðeins undir kastalanum heldur nær allri miðborginni. Göng þessi eruenn opin almenningi nema einhverj- um hefur verið lokað af öryggisástæð- um. Með tið og tíma varð Luxembourg- virkið eitthvert það rammgerðasta í allri Evrópu enda oft nefnt Gíbraltar Þjóðarréttur í Luxembourg Þjóðarréttur Lu.xembourgara byggist á reyklum svínskambi og kæfu. Islendingum þætti kæfan líklega góð en reykti svínskamburinn minnir um of á íslenskan mat. Þessi réttur fœst t.d. í Central Molitor á Avenue de la Libertie og kostar 455franka (6825 ísl. kr.) með öllu: Páté du Chef (indæl kæfa með grænmeti) Collet de porc fumé. féves de marais, pommes vapeur (revktur svínskambur, baunir og soðnar kartöflur). Með þessu er drukkið Riesling Crand Premier Cru úr Moseldalnum og sagt er að fóiki líði sérlega vel að máltíð lokinni. Þrátt fyrir gæði er réttur þessi of líkur íslenskum mat lil að vekja sérstaka hrifningu hjá landanum. 8 Vikan 27. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.