Vikan


Vikan - 10.03.1983, Qupperneq 41

Vikan - 10.03.1983, Qupperneq 41
FRAMHALDSSAGA andann og þreifaði með fótunum eftir inniskónum sínum. Hvergi finnanlegir. Hún mundi eftir aö hafa farið úr þeim við endann á sófanum. Hún slangraði fram að dyrunum, skildi þær eftir opnar svo að ljósið frá náttlampanum lýsti henni inn í dagstofuna. Hún gekk yfir gólfið í rökkrinu og fannst hún þá heyra braka í gólfborðum. Allt í einu sperrti hún eyrun. Hingaö til hafði hún álitiö að þetta væri frú Dunremo, komin til aö bæta einhverju við samtaliö niðri, en nú þegar hún hugsaöi skýrar fannst henni það harla ólíklegt. Heimsókn á þessum tíma gat varla komiö til greina. Nema þá eitthvað hefði komið fyrir blessaða kerlinguna eða eitthvaö bilað í íbúöinni hjá henni og hún þyrfti aöstoð. Lindy stansaði á miöju gólfi. Nú vissi hún af hverju hún haföi lagt viö hlustir. Þaö voru engin gólfborö í húsinu. Öll gólfin voru steypt. Hún kallaði hvasst. „Hver er þar?” Svarið var smáískur, ekki ólíkt klórinu fáum nóttum áöur. Hún hleypti í brýrnar, hún var aö missa stjórn á skapi sínu. Þaö var auöveldara að fást við svona lagað ef maður var reiöur. Eg er ösku- reið, hugsaði hún með sér og reyndi að koma öörum fætinum fram fyrir hinn. Bráðum sleppi ég mér og þá skulum við sjá hver hefur yfirhöndina. „Ef þú svarar ekki,” sagöi hún hátt og skýrt, „kalla ég á lögregl- una.” Hún gekk eitt skref áfram. Hún steig berum fæti á eitthvað mjúkt. Nú heyröist ískur aftur um leið og eitthvað hreyfðist undir fæti henn- ar. Hún æpti og hrökk til baka. Eitthvaö skaust fram hjá henni. Hún stóð eins og steinrunnin í skímunni og átti eftir nokkur skref aö slökkvaranum. Hún náöi ekki andanum. Hana langaði til að öskra en hafði ekki kraft til þess. Þögnin vafði sig um hana og þrúg- _ aði hana. Hún reyndi að hreyfa varirnar, segja eitthvað, en var eins og frosin eöa eins og eftir deyfingu hjá tannlækni. Oll liða- mót læstust. Aftur heyrðist eitthvað hreyf- ast. Tveir metrar aö slökkvaranum. Þrjú snögg skref. Gakktu þau, Belinda. Ekkert gerist á þessum tveimur metrum sem ekki gæti eins gerst meðan þú stendur kyrr. Þess vegna er augljóst að þú verö- ur að taka skrefin áfram, sigra martröðina. En það var hægara sagt en gert. Líkaminn lét sér ekki segjast. Meira þurfti til, kjark, baráttuvilja, innri kraft. Ef hún ætti þetta til gæti hún stigið skref- in. Eftir augnablik náði hún að slökkvaranum, ýtti á og ljósið blindaði hana. Þegar hún jafnaði sig leit hún í kringum sig í her- berginu. Allt virtist eðlilegt. Hversdags- leikinn var eins og högg í andlitið. Hún gat loks andað. Nú læt ég aftur ímyndunaraflið hlaupa meö mig í gönur. Hvenær læri ég aö halda aftur af mér? Hún ræskti sig. „Hver er þarna frammi?” Skjálftinn í röddinni eyðilagði áhrifin. Auk þess heyrðist varla til hennar út á stigapallinn gegnum tvennar lokaöar dyr. Það skyn- samlegasta væri að opna að minnsta kosti aörar þeirra til þess að hver sem frammi væri gæti heyrt og svaraö. Hún svipti upp dyrunum að forstofunni. Eitthvaö skaust framhjá henni. Hún hentist til hliðar, rak höfuöið í vegginn og blindaðist augnablik. Þegar hún jafnaöi sig sá hún forstofugólfið. Hún trúði ekki sínum eigin aug- um. Þrjár gráar mýs hlupu með gólflistunum. Bak viö þær, í skot- inu við skápinn, mjakaðist dökk, leggjalöng hlussa áfram, stansaöi síðan. A forstofuhurðinni, rétt fyrir ofan þröskuldinn, vorU slepjulegir ormar skríðandi og einnig á gólfinu. A veggjunum voru maðkar og pöddur iðandi í slímkenndum óþverra. Ein músanna sneri sér frá gólf- listanum, starði fram fyrir sig og skaust svo eldsnöggt framhjá henni og inn í dagstofuna. Lindy tók andköf og þrýsti sér að veggn- um. Hún gat ekki slitiö augun af hlussunni í horninu. Þetta var eins og risakónguló, loðin og hreyf- ingarlaus. Önnur músin sveigði framhjá henni á rannsóknarferð sinni með gólflistanum, slettandi hrábleikum halanum. Auðveldara heföi verið að vaða í kviksyndi en einhvern veginn komst hún aö dagstofuborðinu og nú var hurðin lokuð fram í forstof- una. Hálf önnur tomma af tekki milli hennar og martraðarinnar. Hún dró fram einn stólinn, notaöi hann til að stíga upp á og þaðan upp á borðið, settist þar í hnipri á miöjuna og fann kalt mahóníið gegnum náttkjólinn. Þarna sat hún með handleggina utan um hnén og hnén upp að höku. Henni var flökurt. Skrjáf heyrðist úr eldhúsinu. „Guð minn góður.” Hrollur fór um hana og hún kúgaðist. Hún missti allt tímaskyn. Þegar fæturnir voru orðnir dofnir nudd- aöi hún þá svolítiö en við þaö brak- aöi í boröinu. Loftljósið lýsti skært um alla stofuna. Lindy gat séð hluta af sjálfri sér í veggspeglin- um. Henni fannst hún afkáraleg, jafnvel óhugnanleg, sitjandi þarna uppi á miðju borði. Hún heyrði lágt tifiö í klukkunni úr svefnherberginu. Oralöngu seinna var hún komin út á boröbrúnina. Hvernig hún hafði mjakaö sér þangað var henni hulin ráðgáta. Öll vitund hennar beindist aö því einu aö rjúfa ekki þögnina, helst ekki draga andann, bara kyrr, Belinda, annars byrja raddirnar... Lengra komst hún hvort sem er ekki, hún var ráöalaus. Yfirbuguö. Faðir hennar hafði fyrirlitið uppgjafartóninn. Hvern- ig var nú máltækiö hjá honum? „Ekkert er ómögulegt.” Þetta hafði hann gjarnan við orð og var stoltur af. Þegar hún var komin aftur inn í svefnherbergið, búin að loka og setja stól fyrir dyrnar, fannst henni að ennþá einu sinni hefði hið ómögulega gerst. Tvisvar hringdi hún í vitlaust númer. Hún hafði ekki alveg vald á vísifingrinum. Hún beit á jaxlinn og reyndi í þriöja sinn. Þegar hún náði sambandi brast hún í grát. „Hver er þetta?” Rödd Adrians varö hvöss af ótta. „Hvað gengur á?” „Eg heföi aldrei trúað að ég gæti þetta,” sagði hún lágt, sitj- andi í sófanum. „Bara hugsunin um að fara aftur fram í forstof- una...” Hann horföi hugsandi á hana. „Veistu hvað? Þú ert sæt í slopp og vaðstígvélum.” Hún hló hálfvandræöalega. Augnaráðið var flöktandi. Hún skimaði ósjálfrátt um alla stof- una. Hacker neri saman höndun- um, tilbúinn til framkvæmda. Jæja þá. Meðan þú klárar drykkinn...” „Eg get ekki klárað, Adrian. Það var hugsunarsamt af þér að koma með þetta en koníak er ekki mittuppáhald.” „Allt í lagi.” Hann tók við glas- inu og tæmdi þaö. „Bíddu hérna,” fyrirskipaði hann og rétti henni glasið, „meðan ég geri það sem gera þarf.” Hún benti þegjandi á kúst og fægiskóflu á boröinu. Hann fór meö það fram í forstofu. Hún sat í sófanum með fæturna undir sér og skeytti því engu þótt vaðstígvélin nudduðust utan í bestu silkipúð- ana hennar. Hún skimaöi um stof- una og húsgögnin, alls konar óvið- ráöanlegar hugmyndir skutu upp kollinum og héldu henni í heljar- greipum. Ur forstofunni heyrðist þrusk og skrjáf sem smám saman fléttaðist saman viö glaðlegt flaut Adrians. Hún lokaði augunum og reyndi að ná valdi á skjálftanum. Hún heyrði fótatak niöur stigann, stirðnaöi í stellingunum og eftir heila eilífð kom Hacker aftur, hélt kæruleysislega á fægiskóflunni, deplaði brosandi til hennar auga á leiðinni í eldhúsið. I hinni hendinni hélt hann á einhverju öðru. „Hvaö ertu með þarna?” spurði hún. Hann setti körfuna orðalaust viö hliðina á henni. Ur henni heyrðist undarlegt kokhljóð. Hacker sperrti brýrnar og opnaði lokiö. Kötturinn var nærri alsvartur með hvíta depla á þremur fótum. Hann setti upp kryppu og leit meö velþóknun í kringum sig áöur en hann steig mjúklega á teppiö og strunsaði fram í eldhúsið. Lindy horföi bergnumin á hann. Hacker sagöi hreykinn: „Smokey er fjandi góður veiðiköttur. Eg er búinn að eiga hana í þrjú ár. Hún er ánægð með mataræðið í göml- umhúsum.” „Adrian, þú ertstórkostlegur.” „Alveg rétt. En þú minntist eitt- hvaö á mýs svo þaö lá beinast viö að taka hana meö. Auk þess finnst henni gaman að fara í bíltúr. ’ ’ „Hvað verður hún lengi aö þessu?” „Þangað til allt er hreinsað? Það fer eftir því hvort smágestirn- ir ætla að setjast hér að eða hvort þeir hafa dembt sér niður með rörunum. Smokey getur veriö hér í nótt. Henni fyndist það bara gaman.” „Væri hún ekki óróleg að vera hér ein?” „Hvað meinarðu? ’ ’ „Mig langar að koma með þér í þína íbúð.” Hann settist við hlið hennar og horfði hugsandi á hana. „Eg er ekki viss um að það sé góö hug- mynd, elskan.” „Eg get ekki verið hér. Ekki ein. Eg get þaðekki.” „Þú verður. Ef þú hopar hefur hannunniö.” „Mér er alveg sama. Eg vil bara komast héöan. Gerðu það, Adrian. Baraínótt.” „Ef þú gerir það geturðu aldrei fengiö þig til að koma aftur hing- að. Viltu hætta á það?” „Eg er búin að segja að mér er alveg sama. Eg get ekki með nokkrumóti.. .” ip Framhald í næsta blaöi. m—Á lO. tbl. Vikan 41
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.