Vikan


Vikan - 10.03.1983, Side 46

Vikan - 10.03.1983, Side 46
„Hún fannst í bílnum. Kolsýringseitrun. ” Alan skýröi þeim frá því aö hann heföi farið til vinnu rúmlega átta um morguninn og komið til baka þegar eftir aö hann haföi talaö við Díönu. Hann kvað rétt aö Sheila hefði af og til fengiö þung- lyndisköst en hún hefði ekki verið geðveik og þeim hefði komið ágæt- lega saman. Lögreglumaðurinn, sem spurt ÞAKRENNUR úr plasti eöa stáli? / T Plátisol er lausnin Plátisol þakrennur, niöurföll og tilheyrandi er framleitt úr 0,7 mm þykku galv. stáli sem er húöaö meö PVC efni í lit. • Meö þessari aöferö hefur rennan styrk stálsins og áferö plastsins. • Efniö er einfalt í uppsetningu. • Viö seljum þaö og þú setur þaö upp án þess aö nota lím eöa þéttiefni. • Hagstætt verö. Kaupið þakefnið hjá fagmanninum 'm) Lindab Plátisol Þakrennukerfi framtíðarinnar Heildsala — smásala. BREIÐFJÖRÐS BLIKKSMIÐJA HF Leitió nánari upplýsinga að Sigtúni 7 Simis29022 hafði Alan út úr, kinkaði kolli og þakkaði honum greinargóð svör. Síðan bað hann hinn lögreglu- manninn að fara út og athuga hvernig rannsóknarmönnum gengi aö ljúka verkum sínum í bíl- skúrnum. Alan fannst þeir vera óratíma í bílskúrnum. Fingraför? Bæði hann og Sheila höfðu notaö bílinn aö staðaldri svo að einu fingra- förin sem gætu skipt máli voru á lyklum Sheilu og stýrinu. Fingra- för hennar sjálfrar. Eterinn? Nei, hann var löngu gufaður upp. Hann neyddi sig til aö slaka á. Lögreglumennirnir fóru líklega í gegnum einhverja rútínu sem þeir gerðu alltaf í svona tilfellum. Alan sjálfur hefði örugglega veriö mjög vandvirkur í þeirra sporum. Var- kárni og nákvæmni voru einkunnarorð hans. Þannig yröi það líka í framtíöinni, ekki skyldi hann aftur brenna sig á sama hlutnum. Engum skyldi verða kápan úr því klæðinu að reyna að féfletta Alan Belford. Lögreglumaöurinn sem fariö haföi að athuga um rannsóknina var undarlega kuldalegur í málrómnum þegar hann kom aftur. „Þú segist ekki hafa komið heim frá því í morgun þar til núna áðan?” — Jú, mikiö rétt. Dyravörður- inn í skrifstofubyggingunni þar sem ég vinn getur vitnað um það. „Við höfum þegar látið yfir- heyra hann og þaö er rétt, hann staðfestir að svo sé. Og hér geta vitni staðfest að þú hafir ekki komið nálægt bílskúrnum eftir að þú komst heim í kvöld. ’ ’ Alan kinkaði kolli. Lögreglumaðurinn starði á hann. „Þér hefði tekist það ef þú heföir sjálfur fundið lík konu þinnar, herra Belford.” Alan stökk á fætur. — Hvað, hvaö á þetta að þýða? Hvaða meiningar eru þetta? „Sestu aftur, væni. Eg ræddi áðan viö nágranna þinn, Díönu Manning, og hún skýrði mér frá mjög svo merkilegum hlut — nokkru sem hvarflaði ekki að þér.” — Hún er örugglega að ljúga, bölvuðkjaftatífan! „Þaö held ég ekki. Hún sagði mér nokkuð sem sonur hennar hefur staðfest. A meðan þær drukku saman kaffi eftir matinn fór strákurinn út í bílskúr og bónaði allan bílinn.” — Oghvaðmeðþað? „Það er nú mergurinn málsins. Ef allt væri með felldu væru fingraför ykkar beggja um allan bílinn. En þú vissir ekki aö bíllinn var allur tandurhreinn þegar Díana og sonur hennar fóru heim frá Sheilu konu þinni. ’ ’ Smám saman rann upp ljós fyrir Alan. Hann fann hvernig máttleysistilfinning náði yfirhönd- inni. En sá heimskingi! „Við leituðum að fingraförum á öllum bílnum. Utan á honum og á bílstjórahurðinni eru einungis þín fingraför, engin eftir konuna þína. Eg hugsa að við vitum báðir hvað þaö þýðir, herra Belford. Ekki satt?” Er þér sama þótt þú reykir ekki á meðan ég neyti matar míns. 46 Vikan xo. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.