Alþýðublaðið - 28.02.1923, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 28.02.1923, Blaðsíða 2
s Rauðir þræðir. Eitir Agúst Jóhannesson. IV. tlr ánnuð í 0rbirgð. Ó, hefðu þeir yœngi, þeir hika myndu’ ei þá að hefja sína för gegn um blá- loftin há. — En fleira er það en eitt, sem að för þeirra heftir, syo fálátir, dreymandi verða þeir eftir. H u 1 d a. I>að er hægra í en úr að kom- ast. Þannig fór með vinnulýðinn, sem sámansáfnast hafði í kaup- staðina, Annars vegar gein við ánauð, en hins vegar örbirgð. Hinni starfandi hönd, sem hyrn- ingarsteininn hafði lagt undir vel- megun landsins frá alda öðli, reyndist kaupstaðaríífið ekkert Gósenland, heldur var hún inni- birgð milli tveggja elda. Ávaxt- anna nutu tiltölulega fáir menn og >spekúleruðu< með þá eftir eigin geðþótta og ekki ætið sem hagsýnilegast — ekki til að fylla sjálfsögð og gefin loforð við vinnulýðinn, sem þeir höfðu þó verið ólatir á að hóa saman í sjóþorpin. Nei; það var gleymt, sem var gleypti Ált þetta var nú samt ovsök til þess, að verka- Iýðurinn fór smám saman að mynda samtök sín á milli gegn atvinnurekendum. En tramtiðin geymdi vinnu- stéttinni margar og erfiðar ör- birgðar-stundir í skauti sínu. Óveður var í aðsigi. Árið 1914 skall heimsstyrjöldin yfir, hin mesta styrjöld, hið ægi- legasta blóðbað, sem nokkurn tfma hefir yfir heiminn verið helt. Og afleiðingarnar komu harðast niður á hinum startandi stéttum allra Ianda. Framleiðsla þjóðar vorrar var þá trekar f góðu lagi og atvinna mikið til fullnægjandi. Kaup vinnustéttar- innar var þá Jágt og flestar nauðsynjar með skaplegu verði en þess var þó játnframt vel gætt og trúlegá fylgt af kaup- mönnum að láta vetð allia — þá sem nú — samsvara fyllilega kaupgetu fólksins. Það hefir verið»ökstudd reynsla hér, að þegar grimmir hundar, váldasjáklr og drötnúnargjarnir, ALÞYSUBLAÐID hafa farið saman einhvers staðar lengst úti í heimi, þá háfa óð- ara, sem sú frétt náði eyrum íslenzkra kaupmannabraskara, all- ar nauðsynjar tekið að hækka, jatnvel þó þær h;.fi veiið búnar að l'flgj3 á markaðinum fleiri mánuði og ef til vill ár. Svo var 1914. Jafnskjótt sem það fréttist, að styrjöld væri byrjuð, stigu nauðsynjar flestar upp úr öllu valdi hjá kaupmannastéttinni, löngu fyrr en nokkur ástæða krafði, og þeirri stefnu hafa þeir trúlega tylgt, svo að sá baggi hefir lítið lézt á þjóðarfleyinu. Gulls- og grænu-skóga-loforða- heróp útgerðarmanna til vinnu- lýðsins höfðu þá ekki verið etnd betur en það, að verkalýðsstéttin varð að krefjast kauphækkunar, er nauðsynjar hækkuðu. Nú hefði margur mátt ætla, að útgerðar- menn yrðu skjótt við þeirri rétt- mætu kröfu og efndu gefin lof- orð með því að látá vinnulaun hækka í samræmi við neyzlu- þörf, þegar iíka þess er gætt, að margir af þeim, sem vinnuna veittu, voru líka kaupmenn og létu fólkið taka út hjá sér allar nauðsynjar og greiddu mest alla vinnuna í vörum. En því fór fjárri, að þeir tækju mjúklega kauphækkunarbeiðni verkalýðs- ins; þeir tóru hægar í það en að hækka vöruna. Dýrar vörur og ódýr startræksla var vatn á þeirra mylnu. Þó urðu þeir að láta undan og hækka kaupið, aðallega þó vegna fólksfæðar, er mest var að starfa, en þó komst kaupið aldrei svo hátt, að það samsvaraði nauðsynja- verði; þess gættu þeir íyllilega. Samtök verkálýðsins hafa þá verið svo veigalítil, að þeirra hefir sama og ekkert gætt og fáir til að stappa í þá stálinu. Utgerðarmáðurinn og kaupmað- urinnvoru nokkurs konarkóngár, enda var auðurinn þeirra megin. Félagssamtök verkamanna hér á landi eru ung enn þá, en óðara og þau voru mynduð, voru þau illa þokkuð af útgerðarmönnum og1 kaupmönnum, en hið gagn- siæða var með þeirra samtök. Að verkalýðurinn skyldi mynda samtök gegn þeim (útgerðár- mönnum), sem þóttust hafa alið önn týrir vinnuíýðnum og verið honum föðurleglr leiðtogar, gekk guðlasti næst tyrst, - en þegar þeir sáu, að alvaran g'ilti og margt af hinum starfandi lýð var loks farið að opna augun fytir því, að það var að eins verið að skáka honum fram á taflborði auðgræðginnar til hagsmuna ein- stökurú mönnum, en loforðin reyndust svik, þá snéru þeir við blaðinu og reyndu með ísmeygi- legum fagurgála að ná betri tökum á fólkinu, og það tókst þeim — og tekst, því að margir voru því miður og eru enn tal- hlýðnir, þýlyiidir augnabliksþjón- ar, sjálfs sín böðlar og sér og öðrum tótakefli. En þeir, sem þegar höfðu opnað augun, sáu, hvar fiskur lá undir steini, að þáð var að eins verið að draga vinnustéttina úr ánauð til ör- birgðar, er>da fóru nú bolatök útgerðat m ,nna gegn verkalýðn- um með vaxandi samtökum þeirrá að kom-’. iætur og betur í ljós. Lengi vel gilti sú regla í fjölmörgtm sjóþorpum, að fólkið var látið vinna fyrir óákveðið kaup eða yfirborðskaup; auk þess var vinnutíminn ótakmark- aður og verkalýðnum útþrælkað at fremsta megni. Það var eins og fólkið væri tilfinningalausár vélar, sem útgerðarmenn o. fl. gátu farið með sem Ieiksopp; mannúðin var hvarvetua tótum troðin, og margur af lægri stétta lýðnum hafði um sárt að bii da sem nú. Þetta var nú Gósen- landið. Menningin óx og örbirgðin samhliða. xÞær systur áttu að verða samferðja upp í hásætið. Opinberum starfströnnum Iands- ins var fjölgað og laun þeirra hækkuð með hækkandi nauð- synjum auk dýitíðaruppbótar og eltirlaunafúlgu, sem þótti allrífleg; — látum það nú vera, hefðu út- gerðarmenn, sem nú voru að mynda trygga auðvaldsskjald- borg um sig, ekki verið pottur og panna í því. Þeir sáu, að með þvf, að þeir gengju ötullega fram i þvf að bæta launakjör embættismanna landsins, höfðu þeir löggjafarvald þess og stjórn á sínu bandi og gátu ráðið lög- um og lofum í öllum þjóðar málum. Að lýsa öllum þeim ófögnuði, er óx upp og þreifst mæta vel 1 skjóli auðvaldsstjórnar-fyrir-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.