Vikan


Vikan - 30.07.1987, Blaðsíða 4

Vikan - 30.07.1987, Blaðsíða 4
stuttan jakka. Þegar Luke kom út úr mátunarklefanum var hann gjörbreyttur. Þegar þau komu út á gangstéttina vom þau með fangið fúllt af pökkum. Luke leit niður til Díönu og sagði djúpt snortinn: „Það er ekki nóg að þakka fyrir. Ég ætla að standa mig í sam- ræmi við fötin. Þú skalt bara sjá til. En þú ættir að vera i rúminu með þetta kvef og nú ætla ég að fylgja þér heim." Díönu leið svo iila að hún lét undan. Þegar þau komu út úr leigubílnum kom hópur unglingsstúlkna niður götuna. Ein þeirra kom askvaðandi upp að Luke og spurði: „Eitu ekki leikari?" Hann lifnaði allur við. „Ja, ég er að reyna að verða það." „Jæja, ég ætla samt að fá eiginhandaráritun frá þér, ef ég má." Hún rétti fram litla glósubók og Luke skrifaði nafnið sitt í hana án þess að hika og brosti um leið fallega til hennar. Vinkonum- ar komu allar æðandi með sínar bækur. Díana horfði á þetta og fann ískaldan straum leggja niður eftir mjóhryggnum. Hún hafði haft óljósan grun í Portland en nú var hann orðinn að vissu. Luke Merriman gat orðið stjama. Stelpumar höfðu komið auga á það og staðfest með því tilfinn- ingu sem hún hafði verið treg til að reiða sig á. Héðan í frá ætlaði hún að gera það. „Komdu aðeins með mér inn. Ég er orðin svöng og þú hlýtur að vera það líka. Við skulum fá okk- ur bita saman uppi." Luke vildi fá að taka til matinn sem var súpa úr dós og nokkr- ar samlokur sem þau borðuðu í eldhúsinu. Skyndilega vildi Díana ekki að hann færi. „Ég er með aukaherbergi," sagði hún án þess að hugsa. „Þú gæör gist í nokkrar nætur þangað til þú finnur eitthvað sem þú hefúr efni á." Hún var hissa á sjálfri sér. Af hveiju er ég að þessu? Hann er mér með öllu ókunnugur. En hann bjó yfir miklum hæfileikum. Menn með meðfædda stjömueiginleika vom ekki á hverju strái. Hún væri fífl ef hún léti hann sleppa úr þessu. Luke reyndist eiga ótrúlega auðvelt með að læra. Á næstu tveim- ur vikum breyttist hann mjög. Hann hætti að draga seiminn eins og honum hafði verið titt og málfar hans varð vandaðra. Á milli þess sem Luke var í skólanum og vann á veitingastaðn- um fékk hann góð ráð hjá Díönu um allt milli himins og jarðar, eins og hvemig sjampó hann ætti að nota og hvað hann gæti borið á þurra húð sína. Hann fór með henni á söngleik og leikrit á Broadway í fyrsta skipti og lærði að gagnrýna hlutina eftir eigin dómgieind. Díana var orðin nægilega stolt af honum til að geta farið að sýna hann öðrum og ákvað að bjóða honum og Mollý saman út að borða. „Allt í lagi," sagði Mollý þegar Luke var farinn í tíma. „Ég get ekki annað sagt en að hann Luke þinn er myndarlegur. En það er eitthvað við hann sem ég treysti ekki alveg. Þú ert líka að verða allt of upptekin af honum." „Vitleysa." „Díana, þú getur ekki hitt nokkum karlmann vegna Luke. Kamdu honum út úr íbúðinni þinni." „Þetta er fáránlegt." Díana var þó ekki alveg hreinskilin. Luke átti það til að gefa henni varlega undir fótinn. Hann sagði að hárið á henni væri fallegt, fötin hennar og svo framvegis en auðvitað tók hún það ekki alvarlega. „Hann lætur sér aldrei nægja eina konu," hélt Mollý áfram. „Hvemig geturðu verið svona bamaleg? Þegar Luke er annars vegar lætur þú alla heilbrigða skynsemi lönd og leið. Þú mátt trúa því að þetta er gæi sem reynir að komast yfir stelpur eins oft og hann getur." „Það er eins gott að þetta sé þess virði," sagði Mollý fýlulega. Þetta var nokkrum dögum seinna og þær sátu við stjómborðið í upptökuverinu. Díana ætlaði að sýna myndbandsbút sem hún hafði tekið í Central Park. Myndbandið var af Luke í bak og fyrir og frá hlið. Hárið fauk til í vindinum og hann brosti ómótstæðilega einlægu brosi. Myndin varð kyrr. „Vá!" Mollý leit á stöllu sína. „Þetta er gott. Hann er ótrúlega myndrænn. Mann langar að rétta út hendumar og koma við hann. Og ég þoli hann varla. En hvað eigum við að gera við hann? Hann stelur senunni." „Það er lóðið," hrópaði Díana í æsingi. „Það sem mig langar að gera við Luke Merriman er að semja nýja þætti fyrir hann. Hlustaöu á þetta: Luke Memman er ekkill með þrjú böm. Konan dó fyrir tveimur árum, í slysi. Hann fæddist í Oregon þar sem hann var bóndi. Það er eins gott að hafa þetta allt rétt og satt. Hann er áhugaljósmyndari..." „Hann vann ljósmyndasamkeppni. Fyrstu verðlaun vom tvær vikur í New York..." „Meiri háttar! Síðan ákvað hann að vera um kyrrt og kom með fjölskylduna, fékk sér vinnu á auglýsingastofú. Hann hefúr sæmilegt kaup, gengur allvel og elur sjálfur upp krakkana sína..." „Og heitir Pete Winston," bætti Mollý við. „Ó, Mollý, þetta er frábært!" Díana var yfir sig glöð að finna hvað Mollý tók þessu vel. „En getur hann eitthvað leikið?" „Ef ég skrifa þetta almennilega þarf hann ekkert að leika, bara skrúfa frá sjarmanum. Það em allar stelpur vitlausar í hann héma og þær eiga eftir að verða það um öll Bandaríkin líka." Á meðan Díana var að bíða eftir að heyra frá Matthew Say- les, sem hún ædaði að reyna að selja þættina, varð hún órólegri með hverjum deginum sem leið. Þá sagði Luke henni að hann væri búinn að fá lítið verk að vinna. Það var auglýsing sem átti að taka upp í Atlanta um næstu helgi. Ef til vill væri tilvalið að nota tækifærið og fara í sumarhúsið sem hún átti við sjóinn í East Hampton. Hún kom seint á föstudaginn á bílaleigubíl. Þar biðu hennar nokkur bréf, þar á meðal boðskoit frá nágranna hennar, Tom Ryan. Hann bauð í árlegt hanastél á degi heilags Patreks næsta kvöld. „Diana, elskan mín, hvað ég er fegin að þú gast komið," sagði Tom Ryan og dró hana inn í stóra stofuna. Díana þáði glas af írsku viskíi með ís og dreypti á því. Henni leið hálfilla. Hún var allt önnur manneskja í samkvæmislífmu en viðskiptalífinu. Hún teygði sig eftir ostapinna en rak þá höndina í mann sem hafði skyndilega birst við hhðina á henni. „Ó, fyrir- gefðu," sagði Díana vandræðalega. Hann var um þrjátíu og fimm ára gamall, eilitið hæni en hún, með brúnt liðað hár og brúnleitt gamaldags yfirskegg. „Ég er að liugsa um að bjóða þér í dans," sagði maðurinn við hliðina á henni. Hann tók í höndina á henni og leiddi hana með sér. Díönu leið hálfeinkennilega. „Mætti ég kannski fá að vita hver þú eit?" spurði hún. 4 Vikan-blaðauki

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.