Vikan


Vikan - 30.07.1987, Blaðsíða 13

Vikan - 30.07.1987, Blaðsíða 13
skoðun núna." Skjálfrödduð sagði Díana það fyrsta sem henni datt í hug en hafði ekki mælt tíu orð áður en Luke greip fram í fyrir henni. „Ætlar þú þá að skrifa þættina?" ,,Þú þyrftir að leggja þitt af mörkum. .." „Ég mitt af mörkum," sagði hann með fyrirlitningu. „Þú þarft þess kannski með, en ég þarf ekki á þér að halda. Ég ætla ekki að vera undir þínum vemdarvæng að eilífu. Ég er búinn að fá nóg." „En ég elska þig," hrópaði hún. „Góða, vertu ekki að tala um ást. Mér verður illt af að heyra þaðþegarégveitaðþúhefurlegiðundirMatthewSayles.. ." Díana trúði ekki sínum eigin eymm. „Það er ekki satt, Luke." Það hringsnerist allt í höfðinu á henni. Einhver hafði verið að ljúga þessu að honum. Hver? Luke lauk við að pakka niður. „Ég næ í það sem eftir er á meðan þú ert ekki heima." „Við þurfum að tala saman um þættina..." „Nei, þess þurfum við ekki. Ég ætla ekki að endumýja samn- inginn minn. Ég er búinn að gera fimm ára samning við ATN-stöðina og þeir þar ætla að kaupa þáttinn minn." Díana faldi andhtið í höndum sér. „Hvað ertu búinn að gera, fíflið þitt? Þú ert búinn að eyðileggja allar þínar framavon- ir. ATN hefur átt í erfiðleikum út af Pete Winston. Þeir þurfa ekki að gera neina þætti með þér. Þeir myndu gera hvað sem er til að ná þér frá okkur. Þeir geta haldið þér frá vinnu í fimm ár!" Hún sá að Luke fölnaði lítið eitt en síðan brosti hann. „Þeir borga mér meira en milljón dali svo þú getur bókað að þeir ætla að láta þáttinn ganga." „Rangt. Þeir gera það bara til að drepa Pete Winston." „Þú ert hrædd um að finna ekki annan í hlutverkið." „Það verður ekki um neinn Pete Winston að ræða án þín, en við spjömm okkur. En ef þú heldur að ég ætli að hjálpa þér að skrifa. .." „Að heyra í þér. Nei, ég þarfnast ekki þinnar hjálpar, frú mín. Það er allt þegar komið í gang." „Hver er framleiðandinn?" „Nikkí," hreytti hann út úr sér. Díana varð orðlaus eitt augnablik. Síðan minntist hún þess að Mollý hafði sagt henni að Nikkí og Luke hefðu verið sam- an úti að borða. Það var þá Nikkí sem hafði verið að spilla honum. Af metnaðargimi? Slíkt vildi brenna við en Díana hafði aldrei getað sett það í samband við laglegu aðstoðarstúlk- una. „Ef þú ferð til Nikkíar verður þér heldur betur á," sagði Díana. „Hún er ómöguleg." Hún andaði djúpt. „Ég vildi að þú athugaðir betur þinn gang." „Vertu ekki alltaf að segja mér hvað ég á að gera! Já, já, þú hjálpaðir mér af stað, en það var ég sem hafði hæfileik- ana." Hann var svo montinn að hann sagði Díönu frá því hvemig nýju þættimir ættu að verða. Díana hristi höfuðið. „Þú ruglar sjálfum þér saman við Pete Winston. Hann er aðeins skáldskapur, mundu það. .." „Færðu þig," skipaði Luke og þreif töskumar. „Ég skulda þér ekkert, góða mín. Ég sá þér fyrir þætti sem sló í gegn. Ég var þér til meiri ánægju en nokkur annar karlmaður sem þú hefur kynnst. Leyfðu mér nú að fara." Hann skellti á eftir sér hurðinni. Matthew horfði á Díönu ganga inn á veitingastaðinn og hjartað tók kipp. Hún virtist svo homð og guggin. Hann hafði ekki séð hana síðan fréttist af vistaskiptum Lukes fyrir þremur vikum. „Halló, Matthew," sagði Díana lágt um leið og hann stóð upp og dró aftur stólinn fyrir hana. „Það gleður mig að þú skulir enn vilja hitta mig eftir að við fórum svona með haust- dagskrána hjá þér." „Það gerir ekkert," sagði hann blíðlega. „Ég hef mestar áhyggjur af þér sjálfri. Þú hugsar greinilega ekki allt of vel um þig." Hún reyndi að brosa. „Það er kallað „Luke Merriman kúrinn". Aðallega kvalir, en hann hrífur." Hann lagði höndina á handlegginn á henni og þrýsti hann. „Ég vil að þú vitir hvað mér þykir þetta leitt." „Á vissan hátt sá ég hvað í vændum var, hvemig frægðin steig honum til höfuðs. En mesta áfallið var að komast að því hvemig ég hafði misreiknað mig á Nikkí. Hún sagði Luke að þú og ég.. ." Matthew hlýnaði öllum. Díana virtist augljóslega ekki hafa hugmynd um hvað hann var hrifinn af henni. Hann var að því kominn að létta á hjarta sínu en tókst að halda aftur af sér. Díana hafði nóg á sinni könnu núna. „Það er fyrir öllu að þú komst að sannleikanum nógu snemma. Þú hefðir getað gifst manninum." „Ég kenni Luke nú ekki alveg einum um hvemig fór," sagði Díana og röddin var stíf. Matthew reiddist við að hlusta á Díönu veija Luke og kenna Nikkí um allt, en hann sagði ekkert að sinni. „Mamma, mér frnnst þetta leiðinlegur þáttur," kvartaði Joey hástöfum. „Uss!" Sara Coles hastaði á hann. „Þakkaðu fyrir að konan í næsta húsi leyfir okkur að horfa á sjónvarpið sitt. Lucas Merriman var á skjánum, Lucas hennar, sem hún hafði meira og minna alist upp með og var nú orðinn stórstjama í sjón- varpinu. Það var svei mér merkilegt en hann hlaut að hafa góðar tekjur. Ef til vill gæti hann séð af einhveiju handa henni. Það væri ekki nema sanngjamt. Best væri að hún færi til New York og hitti hann sjálf. „Hvar er pabbi minn?" spurði Joey og horfði á Pete Wins- ton faðma son sinn. Guð, hvemig strákurinn gat látið stundum. „Þegiðu núna," sagði hún aðeins. Luke vaknaði við að sóhn skar hann í augun gegnum gluggann. Hann brosti og teygði makindalega úr sér í stóra, flotta rúminu. Það var dásamlegt að eiga svona stórt rúm, svona stóra íbúð. Það var auðvitað rándýrt en hann hafði efni á því. í dag átti að taka upp fimmta þáttinn um Luke Merriman. Þetta var svo auðvelt. Upphitunarstjórinn fékk spumingar hjá fólkinu og Luke hóf þáttinn á að kynna gest þáttarins. Síðan var spjallað óformlega og loks tekið til við valdar spuming- ar. Luke var þá vitanlega með svörin á reiðum höndum. Þegar hann var að ljúka við morgunverðinn hringdi síminn. Kona frá sjónvarpsstöðinni sagði að einhver Sara Coles hefði verið að spytja um heimilisfang hans og símanúmer. „Ég sagði henni að við gæfum slíkt ekki upp en hún sagðist þekkja þig..." Vikan-blaðauki 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.