Vikan


Vikan - 30.07.1987, Blaðsíða 16

Vikan - 30.07.1987, Blaðsíða 16
Fimmtudagurinn var eins og hver annar vinnudagur hjá Díönu. Það snjóaði mikið og hún vonaði að fluginu seinkaði ekki. Dyrabjallan hringdi. Dyravörðurinn hafði ekki tilkynnt komu neins. Hún hélt að það væri Matthew að koma henni á óvart. Hún opnaði og úti stóð Luke eins og snjómaðurinn ægilegi. ,,Hæ," sagði hann kunnuglegri röddu. ,,Ég hélt að þú værir í Evrópu," hvíslaði hún. ,,Ég var þar en þar var ekkert fyrir mig að gera. Það er hvergi." Hann var lágmæltur og niðurdreginn. „Þú hafðir rétt fyrir þér." Hún hafði svo oft gert sér þetta atvik í hugarlund að það var eins og hún væri að horfa á endursýndan sjónvarpsþátt. Hún sendi hann alltaf ákveðin í burtu en í raunveruleikanum var það ekki svo einfalt. Hann var ekki lengur með neinn hroka. Þetta var gamli, blíði, hæverski Luke sem hún hafði elskað. „Ég veit að ég á ekki skilið fyrirgefningu þína en ég ætla samt að biðja um hana því ég er mjög illa staddur." Hún neyddi sig til að líta undan segulmögnuðu augnatilliti hans. „Hvað viltu meira?" spurði hún. „Það sem ég hef alltaf viljað. Þig." Loks fékk reiðin yfirhöndina. „Þú vilt ganga í gegnum þetta allt aftur til þess að fá mig til að skrifa fyrir þig þátt. Af hveiju getur þú ekki bara sagt það í stað þess að vera með þessar lygar?" „Það em engar lygar. Jú, ég hef ekkert á móti því að þú skrifir þátt fyrir mig, en ég hef saknað þín. Af hveiju getur það ekki farið saman? Ég geri mér nú ljóst að það er eitt að hafa hæfileika og annað að kunna að nota þá. Ég hef ennþá hæfileikana, Díana, og í þetta sinn ætla ég að vinna eins og skepna." „Hvað með konuna og bömin?" spurði Díana hörkulega. „Ég get útskýrt það alit," sagði Luke. „Mig langaði svo ofboðslega til að gleyma allri fortíðinni að ég sver að ég var alveg búinn að gleyma Söm þangað til hún kom til mín. Þú getur ekki ímyndað þér hvemig það er að vera fæddur í sveit og eiga ekkert. Við lifðum frá degi til dags, fengum enga skólagöngu, enga hvatningu, lifðum í vonleysi." Luke var nú mælskur og orð hans vom átakanleg. En hann var leikari og var ekki lengi að læra hlutverkið sitt. ,, Af hveiju sendir þú aldrei eftir fjölskyldunni þinni eða send- ir henni einhveija peninga öll þessi ár?" Luke iðaði í sætinu. „Ég veit að það var rangt. Ég ætlaði alltaf að senda henni eitthvað, en hvert átti ég að senda það? Hún var alltaf á ferðinni." „Eins og þú hefðir ekki getað haft uppi á þeim. Það er hægt að gera margt fyrir peninga. Lítil, hjálparvana böm - fjandinn hafi það, þú lést þín eigin böm svelta!" „Ég sagði að mér hefði orðið ýmislegt á," svaraði Luke vandræðalega, „en nú ætla ég að stofna sjóð..." „AÓeins vegna þess að lögfræðingur vill draga þig fyrir dóm," hrópaði Díana. „Jæja þá!" æpti hann. „Vitanlega eiga foreldrar að láta sér þykja vænt um bömin sín, en á ég að segja þér nokkuð? Það er bara fyrir þá vel stæóu. Pabbi minn barði mig sundur og saman þegar hann var fullur. Þegar Sara kom með krakkana til mín var það eins og að líta í spegil. Þau minntu mig á það sem ég var einu sinni og ég þoldi það ekki." „Ertu að segja mér að fátæku fólki geti ekki þótt vænt um bömin sín? Það er ekki einasta lygi heldur hrein og bein ósvífni gagnvart öllu því fátæka fólki sem þráir betra líf fyrir bömin sín - eins og Sara!" „Allt í lagi! Ég vil betra líf fyrir þau líka og ég ætla að sjá til þess. En ég vil ekki sjá þau. Ég er ekkert hrifinn af krökk- um. Ekki mgla mér saman við Pete Winston." Díana gretti sig yfir þessari hæðnislegu athugasemd sem hann lét nú falla. Luke leit á hana með gömlu einlægnina í svipnum. „Tilfinn- ingar mínar til þín hafa ekkert breyst, Díana. Ég elska þig." „Það er orðið of seint. Ég ætla að giftast Matthew." Hann klemmdi saman varimar. Síðan sagði hann: „Ég get varia áfellst þig, eins og ég hef látið, en ég þarfnast hjálpar þinnar, Díana. Þú ert sú eina sem skilurmig og þekkir mig." Díana fann að reiðin var að fjara út og hún var aftur farin að finna til með honum. - Farðu, Luke. Það var einfalt að segja það. Luke - Matthew. Það var ekki hægt að bera þá saman. Luke var kæmlaus og sjálfselskur en Matthew vandað- ur, hvort heldur var í starfi eða einkalífi. Luke notfærði sér hana bara, Matthew elskaði hana. Af hveiju gat hún ekki sagt Luke að hypja sig? Hann brosti óræðu brosi og færði sig riær henni. Skyndilega rann það upp fyrir henni. Hún féll fyrir heimsk- um ljóskum, líkt og sumir karlmenn. Valdið kynti undir þránni og vald hafði alltaf verið henni nauðsynlegt. Þess vegna hafði hún alltaf óttast að verða ástfangin. Hún óttaðist að missa tökin. Luke hafði verið alveg sérstakur. Hann var hið fullkomna sköpunarverk hennar. Hún hafði orðið ástfangin af honum vegna þess að hann hafði leyft henni að hafa öll ráð. Núna, þegar hann hafði hlaupið fijáls og farist illa, vildi hann að hún tæki aftur í taumana. Valdið var kitlandi. Luke færði sig nær henni. Hann sá að hún skalf og hann tók utan um hana og kyssti hana. Hún sleit sig af honum og horfði á þokkafullan munninn sem brosti tælandi. Hann virtist segja: - Taktu mig, þú átt mig. Hún andaði djúpt. „Farðu nú, Luke." „Segðu þetta ekki, vinan. Ég þarfnast þín." „Ég get ekki hjálpað þér meira. Finndu einhvem annan." „Það hafa allir snúið baki við mér." Röddin brast. Hún beið hljóð á meðan hann þurrkaði sér um augun. Síð- an rétti hún honum frakkann hans. Hann leit særðum augum á hana og gekk hægt til dyra. Díana hné niður í stól. Hún hafði gert það sem hún varð að gera. Hún þurfti ekki lengur að ráða í einu og öllu yfir manninum í líFi sínu því nú réð hún yfir sjálfri sér og hafði öðlast nýjan skilning á öllu. Hún hringdi í Matthew. „Sæll, elskan. Vakti ég þig?" „Nei. Ég var að segja Andý fréttimar. Hún tók þeim nokk- uð vel." Díana brosti. „Ég er fegin því. Heyrðu, hvar eigum við að búa? Heima hjá þér eða mér?" „Hvomgt. Við kaupum eitthvað nýtt sem við getum öll orðið ásátt um." Díana fann að henni létti ósegjanlega og meðan þau héldu áfram að bollaleggja framtíðina var það mynd Matthews sem átti hug hennar allan. 16 Vikan-blaðauki

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.