Dagur


Dagur - 06.05.1909, Side 1

Dagur - 06.05.1909, Side 1
Ritstjóri: Guðm. GuðmundsSOIl, cand. philos. I. ár, 1. ársfj. ÍSAFJÖRÐUR, 6. MAÍ 1909. 11. tbl. Undirtektirnar við „Dag“, Þær eru nú orðnar nokkurn veginn kunnar og hafa verið fyrirtaks góðar eptir því sem ný blöð eiga að venjast, ekki sízt hjer Vestanlands. „Dagur" ætlar sjer því, eí guð lofai og með góðra manna fylgi, að feta inn á annan ársfjórðunginn, þótt tómt væri í búi þegar byrjað var og svo sje enn, því hann hefur það sem af er kostað töluvert meira en inn hefur komið, og vonandi gera allir þeir, sem unna velferð hans, sjer far um að bæta úr því. — „Dagur" hefur líka frá fyrstu ætiað sjer að láta kaupendurna og þá sem hann styrkja að öðru njóta vin- sældanna og hefur í trausti til^vina sinna og velunnara haft í hyggju að stækka svo um árgangamótin næstu, að hann verði að minnstakosti jafn stór „Þjóðviljanum", en haldi þó óbreyttu verði. Enn þá hefur „Dagur" eigi komið svo ár sinni fyrir borð viðvíkjandi umræðum þýðingarmikilla mála, er hann ber fyrir brjósti, sem verða mun þegar til lengdar iætur og blaðið stækkar, en kaupendur geta bezt um það borið, hvort hann eigi hefur verið fullkominn matvinnungur það sem af er. Sumir auglýsendur hafa haldið, að „Dagur", æsku sinnar vegna, myndi eigi haia mikla útbreiðslu hjer á staðnum og í nágrenninu og þess vegna meðal anuars öigi auglýst í „Deginum" og viljum vjer til þess að eyða þeim misskilningi birta nokkrar tölur urn útbreiðslu „Dags“ hjer og í helztu þorpunum nærendis: Á ísafirði 200 kaupendur í Hnifsdal 42 —„— í Boiungarvík 62 —„— í Álptafirði 17 —„— í Aðalvík 10 —„— í Súgandafirði 11 —„— í Önundarfirði 25 —„ — í Dýrafirði 41 —„— í Arnarfirði 20 —„— í Patreksfirði 15 —„— Þessar tölur leiða í ljós sannleikann og getur hver sem auglýsir í blaðínu fengið að sjá útsendingarskrána og borið hana saman við það sem hjer er sagt, og er þó útbreiðslan sumstaðar til sveita hlutfallslega miklu meiri. Að endingu vonum vjer, að „Deginum" auðnist að orka sem mestu til heilla og framfara fyrir ísiand, en pólitísk illindi, sem öllum ætti að vera leiðindi og ami að, munum vjer forðast eins og hingað til. — í byrjun næsta ársfjórðungs vonum vjer að geta byrjað á rækiiegum umræðum um atvinnumál íslendinga. í næsta blaði byrjar ágætis saga, er vjer vonum að lesendum vorum verði mjög kærkomin. Pað er því von vor, að allir þeir sem styrkt hafa byrjun þessa blaðs, haldi þeim stuðningi áfram og auki við hann af fremsta megni. Reill fylgi rjetti íslands! Horfur og hugleiðingar. „Er þetta ekki að bera í bakkafullan lækinn?" varð mjer að oiði er mjer barst „Dagur“ hjer á dögunum. Dagblöðin eru nú orðiu æði mörg og fáum vjer sveitabúar ekki skilið, hvernig útgefendur geta haldið þeim öllum úti, og þau fiotið á því að tlytja lesendunum því nær einvörðungu strerubna stóipólitík og auglýsingar, sem nú tíika upp allt að helmingi lesmálsins; þó hlýtur það að gleðja hvern sannan mannvin, að sem flestir linni hvöt hjá sjer að efla heill þjóðarinnar og aðalstefna blaðanna er og verður sú að beina fáfróðum leið til framfara og sigurs. í’eir blaðstjórar sem fyrir misskilning eða flokksfylgis vegna villast af hinni rjettu ieið ættu sem fyrst að hætta ritstjórn. „Dagur“ hóí göngu sína með íögru kvæði um áhrif ljóssins (dagsins). Vinni hann að því, að ijósið - - hin sanna þekking — fái að útbreiðast og njóta sín fremur en enn þá á sjer stað, vinnur hann að fögru og þörfu verki, því á flestum sviðum þjóðlífs vors virðist sem dagsins heillaríku afleiðinga gæti enn þá lítið; menn eru enn þá því miður ekki vaknaðir til stárfs og stríðs við öfl þau, sem um langan tíma hafa haldið oss niðri í örbirgð og amlóða- skap. Vjer Vestfirðingar þurfum öðrum fremur með, að við sjeum leiddir út úr svefnfálmi því, sem mjer virðist að einkenni alla okkar framfaraviðleitni og væii vel ef „Dagur“ gæti greitt svo um svefnþorn vor, að þau mættu losna og hetjur þær, erenn þá „sofa á hverjum bæ“ mættu læra að beita sjer fyrir málefni þau, sem allsstaðar bíða þess að þeim sje rjett leiðandi hönd. Landbúnaður vor er mjög skammt á veg kominn; hefur hingað til verið rekinn í hjáverkum með sjávarútveginum, svo sem hann og framvegis á að vera rekinn þar sem sjávarútvegur er og verður aðal- bjargræðisvegurinn. En þar ætti hann samt að vera rekinn af meiri þekkingu og orku, en hingað til hefur verið. Aptur eru sumar sveitir hjer vestra, sem áður lifðu mest af sjávarafla, nú fyrir breyttan sjávarútveg og þar af leiðandi aflögð fiskimið afskornar fiskisæld þeirri er þær áður höfðu, og sem þess vegna verða að breyta til um búskaparháttu, og ættu þær því nú af alúð, einungis að hugsa um landbúnað. En leitt er til þess að vita, að bændur svo tugum ára skiptir vhðast ekki finna þörf tii þess að breyta ti), en búa líktogábur iíðkaðist með annan fótinu við sjóinn eius og meðan fiskur gekk inn a hvern fjarðaibotn mikinu hluta ársins. Hjer vantar „meira ljós“ sem Búnaðarsambandinu er ætlað að leggja fram, en blöðin mega ekki láta þetta mál afskiptalaust. Ef vel á að fara, verður a5 ræða landbúnaðannálefni viðar en í Búi - aðarritinu, því |ab er í of fárra höudum hjer Vestanlands. Vestfirðingum ætti lanu- búnaðuiinn að vera alvöru- og álxugamál; við verðum að auka framleiðslu landbúnaðar- afurða eptir því sem fólkinu fjölgar. (Framh.)

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/371

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.