Dagur


Dagur - 06.05.1909, Page 2

Dagur - 06.05.1909, Page 2
42. bls. DAGUR. li. tbí. „Dagur“ kemur út hvern miðvikudag. — Ársfjóröungurinn kostar 6 0 au., er borgist fyrirfram. Afgreiðsla blaðsins er í Aðalstræti 11, Talsími 34, og sje auglýsingum komið þangað. Ritstjóri „Dagsins" heima til viðtals í Templaragötu 9 (húsi Sk. Einarssonar) kl. 12—1 og 5—6 alla virka daga. Frá útlöndum. Fyrir nokkuru kom sá flokkur til valda í Tyrk- landi, er Ungtyrkir nefndust, og vildu þeir semja siði og háttu Tyrkja, sem mjög eru úreltir orðnir, sem mest að hætti menningarþjóðanna. Tókst þeim í vetur að útvega landinn frjálslega stjórnarskrá er, mjög heíur hafið það til álits með stórveldunum, en áður var hið forna ríki Ósmanna nær að því komið að liðast í sundur algerlega. — Tetta ástand stóð þó ekki lengi, því um miðjan fyrri mánuð umkringdu hermenn þinghúsið og tyðurinn heimtaði hreina Muhamedstrú, en áður var þar trúfrelsi. Bjuggust menn þá við, að Ungtyrkir væru af baki dottnir, en svo var þó ekki og tókst þeim með hjáip herliðsins, sem að mestu leyti var þeim trútt, að vinna bug á upphlaupunum, er voru orðin all-ægileg. Hóíu þeir stórskotahríð á Miklagarð og fjellu þar 400 af upphlaupsmönnum. Soldán varð uppvís að því að hafa verið foringi byltingarinnar og var set.tur af 28: f. m., en bróðir hans Muhamed Eeschad Efjendi kvaddur til ríkisstjórnar og öllum upphlaupsmönnum harðlega refsað. Ungtyrkir eru því enn fastari í sessi en nokkuru sinni áður, þó að ekki þurfi að efa að fylgismenn Abduls Hamids geri alit, sem í þehra valdi stendur til þess að koma honum aptur á veldisstólinn. Aldul Hamid, sem nú er settur frá völdum er 67 ára gamall og heíur setið 33 ár að völdum. Hann er mjög slægvitur, grimmur og hinn mesti apiurhaldsseggur. Hinn nýi soldan er tveimur árum yngri og mun nefnast Muhammed 5., og hyggja menn gott til hans. Víósvega*. Bruní. Prestssetrið að Barði í Fljótum brann til kaldra kola aðfaranótc 28. f. m. Fóik bjargaðist naumlega, en nær ekkert af innanstokksmunum. Presturinn, sira Jónmundur Halldórsson, var staddur á Akureyri. Allt óvátryggt og ókunnugt um upptök eidsins. Uollenzkt botnvbrpuskip ,Bernard‘ hleypti á land í Vestmannaeyjum 2. apríl. Hafði komið svo mikili leki að skipinu á hafi úti, að skipverjar sáu sjer eigi annað fært, en að hleypa til lands.. Pjetur J. Tliorsteinsson kaupmaður hefur keypt Sandgerði af „island-Færnkompagniet" í Esbjærg, sem nú hættix öhum útvegi hjer. Fjefagið haiðiskaðast bLóriegaríyrra. Símfregnir. f ingið. 27. apríl, Frumvarp um fræðslu barna, frumvarp um verzlunarbækur og frumvarp um hagfræðiskýrslur afgreidd sem lög frá alþingi. Frumvarp um eftirlaun ráðherra felt. 28. s. m. Frumvarp um bókasafn á ísafirði, frumvarp um stoínun háskóla og laun háskólakennara og frumvarp uin eignarnám á lóðum á ísaflrði afgreidd sem lög frá alþingi. Sambandsmáfið tekið íyrir i n. d. Tillögur mehihlutans sam- þyktar. Frumvarp um aðflutningsbann á áfengi afgreitt aftur til n. d. Frumvarpi um vátiygging sjómanna (saraa frumvarp og umlífsábyrgð sjómannna) vísað til n. d. 29. b. m. Fjárlögin samþykt í n. d með nokkrum breytingum og send aftur til e. d. Frumvarp um Nauteyrarhérað samþykt í e. d. E. d. leyíði að bera upp fyrirspurn til raðherra um nefndaiskipun hans til þess að ransaka gerðir Landsbankastjórnarinnar. 30. s. m. Frumvarp um nýtt læknishérað í Önundarfirði, er nefnist Flateyr- arhérað, og breytingar á Hólmavikurhéraði og Miðíjarðarhórað afgreitt frá n. d. Sambandsraálið afgieitt frá n. d. TUlögur meirihluta nefndarinnar samþyktar. Koain nefnd í e. d. í frumvörpin um aukning bankanna: Jens Pálsson, Jósef Björnsson, Kristinn Dauielsson, Lárus Bjarnason og Eiríkur Briem. Kosin nefnd í e. d. i frumvarpið um bygging, ábúð og úttekt jarða: Sig. Stefansson, Jósef Björnsson, Gunnar Ólaísson, Steingr. Jónsson og Stefán Stefánsson. 1. mai. Kosin sambandslaganefnd í e. d.: Lárus Bjarnason, Stefán Stefáns- son, Sig. Stefánsson, Jens Pálsson og Ari Jónsson. Frumvarpið um aðflutningsbann á áfengi samþykt í n. d. með 18 atkvæðum gegn 6 og afgreitt sem lög frá alþingi. Frumvarp um sölu á jörðinni Kjarna afgreitt sem Jög frá alþingi. Frumvarp um farmgjald afgreitt frá n. d. Frumvarp um vátrygging sjómanna afgreitt frá n. d. og vísað til e. d. aftur. Tingmenn Eyfirðinga flytja frumvarp um löggilding hafnar 1 Dalvik. Fiskiveiðanefndin ílytur þingsályktunartillögu um sjómensku á ís- lenzkum fiskiskipum. Jón Torkelsson flytur þingsályktunartillögu um, að eftir að háskólinn sé kominn á fót hafi ekki aðrir aðgang að embættum en þeir, sem hafa tekið próf við hann, að uudanteknum kennaraembættum við lýðskóla. — Sami flytur þingsáiyktunartiilögu um að skora á stjórnina, að styrkur sá, sem íslendingar nú njóta við háskolann í Kaupmannahöfn, verði veittur til háskólans hér. Nefnd i þingsályktunartillögu um skilnað ríkis og kirkju kemur með nýja þingsályktunartillögu, nokkuð öðruvísi orðaða en hina. Tingið framiengt th 8. maí. 3. i. m. Frumvarp um námur og frumvarp um undanþágu frá botnvörpu- veiðalögunum fyrir íslenzk skip afgreidd sem lög frá alþingi. Fjáraukalög fyrir 1906—07 afgreidd írá alþingi.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/371

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.