Dagur - 03.06.1909, Blaðsíða 1
Ritstjóri: Guðm. GuðmundSSOn, cand. philos.
ÍSAFJÖRÐUR, 3. JÚNÍ 1909.
15. tbl.
I. ár, 2. ársfj.
Yerum á verði.
Síbasla Alþingi setur lög, sem varða
heill og velferð þjóðarinnar,.miða að eflingu
menningar, siðgæðis og þroska, — lög,
sem eru í fullu sarnræmi við óskir mikils
meiri hluta hennar í höfuðatriðunum, aðal-
kjarna laganna.
Lögin eru betur undirbúin, en flest lög
önnur, álits þjóðarinnar leitað áður og vilji
hennar og samþykki lagt fyrir þingið með
atkvæðagreiðslu.
Þetta eru lögin um aðflutningsbann á
áfengi.
Þau eru til orðin í fullu samræmi við
þjóðræðið,
En, hvað verður þá?
í höfuðstað landsins, Reykjavík, rís
upp flokkur manna, sem gerir sitt, ítrasta
til þess að koma iögunum fyrir kattarnef,
kæfa þau í fæðingunni, — varna því að
þau verði samþykkt á Alþingi. Og, þegar
þess er engin von, þá taka fulltrúar þess
flokks á þingi það ráð að sineygja inn i
þau ísjárverðum ákvæðum, — til þess
að erfiðara verði að fylgja lögunum fram,
— til þess að sem flest skyggi á gagnið
af þeim, er að því rekur að beita þeim, —
til þess að hægra verði að fá þau aptur að
velli )ögð.
Forvígismaður og fulltrúi Bakkusar,
fyrverandi ráðherra ogfyrverandi meirihluta-
maðurinn H. Hafstein berstmóti iögunum
á þingi með hnúum og hnefum, — hann
og berserkir hans hinir traustustu, berjast
þar gegn skýlausum þjóðarvilja.
Lögin eru sarnt afgreidd frá þinginu,
— og Bakkus og kappar hans ofurliði bornir.,
En þá verður það, er sizt, mátti við
búast að myndi takast á þessum tímum.
Fjelag er myndað í höfuðborginni, —
til þess áð mótmæla þessum lögum, —
mótmæla þessum sýnilega vott um þjóðræði,
— mótmæla þjóðarviljanum. Og þetta er
gert undir því yfirskini, að verið sje að
vernda almenn manmjettindi!
Og þetta er ekkert götustrákaíjeiag, —
nei, síður en svo. — Þarna eru íremstir í
flokki fyrverandi ráðherrann, dómarar,
læknar, kennarar, candidatar og stúdentar.
Og þeir þykjast ætla að efla bindindi
og hófsemi, um leið og þeir ætla að varna
biodindismönnum þessa lands að ná takmarki
sínu, hámarki sínu: að útrýma áfengi úr
landinu!
Það eru skrítnir bindindispostular.
feir þykjast vilja „stuðla að því að
efla andlega og líkamlega heilbrigði þjóðar-
innar með sjálfsstjórn og sjálfsaga.'1
Fyr má nú vera blekkingin.
Er það nokkur heiibrigð bindindis-
starfsemi að berjast gegn markmiði allra
beztu bindindismannanna, — því að gera
áfengi landrækt sem fyrst? Og að berjast
gegn heitasta áhugamáli hins voldugasta
og heillarikasta bindindisfjelags í heimi,
Good-Templarreglunnar? Erunokkur líkindi
til þess að sjálfsstjórn og sjálfsagi þróist
og þroskist betur hjá þjóðinni, eða að þjóðiu
verði andlega og líkamlega heilbrigðari ef
áfenginu er leyfð landvist áfram?
Fengin reynsla mótmælir þeim líkum.
Þjóð vor er ekki „alfrjáls þjóð í al-
frjálsu landi’1 fyrri en hún hefur varpað af
herðum sjer ánauðaroki Bakkusar, — jafnvel
þótt hún væri stjórnfrjálsasta lýðveldið í
heiminum. Og bannlögin varpa einmitt
því oki af henni fyrri en nokkur önnur lög.
Blöðin „ísafold" .og „Templar“ hafa
svo rækilega sýnt fram á blekkingar þessara
manna og hrakið fjarstæður þeirra, að hjer
er engin þörf að fara langt út í það mál,
enda ekki rúm til þess í litlu blaði, en vjer
viijum skora á alla að kynna sjer rækilega
það sem þar er vitað um þetta.
Og vjer viljum alvarlega biðja alla góða
menn að gjalda varhuga við þessum fjelags-
skap, sem eflaust verða allar klær hafðar
úti til að útbreiða um lancl alit.
Betta er fyrsta sinni, sem bindindis-
menn — Good-Templarar — mæta mót-
spyrnu, sem hafm er með 3amtökum og
fjelagsstofnun. Og auðvitað munu vínsalarnir
og eínuðustu elskhugar brennivínsámunnar
ekki spara skildinginn til þess að boða
fólkinu þessa „nýju trú“. Hjer ríður því
á, að bindindismenn breiðfylki sjer á móti
og sæki mál sitt af kappi og forsjá.
Og vjer trúum svo á siöferðisþrótt
þjóðarinnar, að einnig þeir, er voru á báðum
áttum við atkvæðagreiðsluna um aðflutn-
ingsbannið, jafnvel þeir, sem voru á móti
því þá, þyki sjer nóg boðið, er þeir sjá, að
haflst er handa til þess að vernda áfengið
í landinu, undir yfirvarpi frelSisástarinnar,
— þegar þeir sjá nafn manuijettindanna
notað til þess að halda við í landinu þeirri
bölvunaruppsprettu, sem þeir hijóta að sjá,
að er lands og lýða tjón, ef þeir eru ekki
steinsofandi eða „staurblindir".
Yjer vonum að forsprakkar þessa nýja,
skaðvæna fjelagsskapar, viti ekki hvað þeir
gjöri, — að þeim sje ekki sjálfrátt þetta
atferli, — þessi misbrúkun á orðunum: frelsi
og mannrjettindi. Vjer vonum að þeir
verði ekki þeir ógæfumenn, að ná fylgi
þjóðarinnar til þess að búa heillavænlegustu
lögum hennar fjörráð, — verði ekki þeir
óhappagoggar, að veifa henni hjeðni um
höfuð svo hún þekki ekki sinn vitjunartíma.
„Heill þjóðar hæstu lög“ er gamalt
orðtæki.
Því má þjóðin aldrei missa sjónar á,
og það á hjer við. Bannlaganna hefur
þjóðarheill krafist. Og þegar um heill
heillar þjóðar er að ræða, verður opt að
setja lög, er takmarka að einhverju leyti
rjett einstaklingsins. Og hvaða lög eru það,
sem ekki gera það?
Þeir fjelagar segjast vera úr öllum
stjórnmálaflokkum landsins og ekki láta
flokksmál þeirra til sín taka. Getur satt
verið. En full ástæða er samt til að efast
um að það sje satt, að fjelagið sje ekki
gvimuklætt pólitískt fjelag, meðfram að
minnsta kosti. Slik fjelög hafa þotið upp
hjer á landi, að minnsta kosti dettur oss
ósjálfrátt í hug fjelagið „Jón forseti" hjerna
á ísafirði, sem engin lífsmörk hafa sjest
með síðan Laxdal fjell við síðustu kosningar.
Og vjer getum vel trúað því, að Haf-