Dagur


Dagur - 22.07.1909, Qupperneq 1

Dagur - 22.07.1909, Qupperneq 1
© Ritstjóri Gllðm. Guðmundsson. cand. philos. I. ár, 2. órsfj. ÍSAFJÖRÐUR, 22. JÚLÍ 1909. 22. tbl. Deilan um rjettinn. Löng og hörö má búast við að hÚD verði, deilan milii íslendinga og Dana um fullveldisrjett vorn íslendinga. Vjer höldum rjetti vorum til þess að vera fullvalda ríki fram samkvæmt sögu- legum og eðiilegum rjetti vorum; vjer höfum aldrei að lögum afsalað oss fuilveldi mála vorra og fornum ríkisrjettindum Dönum í hendur, og afstaða iands vors, sjerstök tunga, sjerstakt Þjóðerni, sjerstakir hættir skapa eðlilegan rjett vorn til þess að vera frjáls og óháð þjóð í frjálsu og fullvalda ríki. fessu höldum vjer fastfram, en Danir eru á öðru máli. feir mótmæla fastlega. Deir mótmæla gersamlega fullveldis- rjetti vorum, þeir vilja oss einkis verulegs sjálfstæðis í Btjórnarfari unna, því ekki er það verulegt sjálfstœði teljandi, þar sem þeir vilja búa svo um hnútana, að þeir sjeu yflrþjóðin, — þeir hafl allt af töglin og hagldirnar. Og þeiin veita því miður að málum nokkrir íslendingar, — styðja þá beiniínis og óbeinlínis til þess að brjóta á bak aptur sjálfstæðislöngun þjóðar vorrar, gera iítið úr rjetti vorum og hafa hann að hjegóma, Og þeir valda svo illdeilum rneðal vor innbyiðis, sundra og veikja kraptana, — allt erlenda valdinu í hag. Sorglegar aðfarir og örlögþrungin ör- þrifaráð eru slíkt. En þeim verður að fyrirgefa, því þeir vita ekki hvað þeir gera, Að öðruin kosti gœtu þeii ekki gert það. Svo illir menn eru þeir ekki. Oss virðist margt benda á það, að rnargt orðið verði að tala, —mörg orð, mörg blöð, margar bækur verði að rita til þess að skýra og sanna rjettarstöðu vora gagn* vart Dönum áður en þeir láta sannfærast. Tekist getur það með tímanum, • — ekki er fyrir það að synja. En til þess Verður að taka á þolinmæði. Og biðin getur orðið oss bkaðvæn á marga vegu. Þjóðin þráir og þarfnast öruggrar hafnar eptir hafrót byltinganna. Hún þarf að fá næði til þess að jafna sig. Og hún jafnar sig ekki fyrri en stjórnmálastappi voru er lokið, farsællegur endi á það bundinn. Fyrri er ekki nein von um, að beztu kraptar flokkanna í landinu geti tekið í alvöru og einlægni höndum saman til hagsmuna og þjóðþrifa vorra. Svo eru illindin orðin mögnuð. Og það má búast við að eptir a£ þeiin eldi fyrstu árin. Móðurinn þarf tíma til að renna af þessurn berserkjum. Og samúð er hægra að sundra en vekja aptur, — hugirnir eru lengi að draga sig saman, þar sem svo er ástatt og nú hjer á landi. Ef fiiður og samiyndi tækist með báðum þjóðum, íslendingum og Dönum, mundum vjer gott af hljóta. En til þess að sá friður yrði varanlegur, verður grund- völlurinn að vera ófúinn, — engin blindsker yfirskota og undirferlis í samningum vor í milli. Og fullvissan og sannfæringin um rjettarstöðu hvorra við aðra þarf og verður að vera skýr og viðurkennd í meðvitund þjóðanna, hvorrar um sig, En þyngst mun sú þrautin að fá því til leiðar komið. Er nú ekki unnt að fá skorið úr deil- unni um rjettinn, — fá þann dóm í málinu uppkveðinn, er báðir aðilar megi við una? Vjer getum ekki sagt það með vissu, en nokkuð má nefna; Oerðardóminn í Haag, Væri ekki vegur til þess, að Danir og íslendingar kæmi sjer saman um að ieggja þetta mál undir hann, málið um ríkisrjett vorn? Vjer höfum að vísu fyrir satt, að gerðardómur sá fjalli að eins um deiluinál milli rikja. Ekki er það því til fyrirstöðu að vjer vildum leggja mál vor undir hann. F.n getur verið, og líklegt, að Danir vildu einmit.t þess vegna ekki gera það, — þætti það gefa oss undir fótinn og fela í sjer víðurkenningu á ríkisrjetti vorum. 1 . 8 | í Fjarðarstræti 38 j jj| er rniklu úr að veija af inynduni, g Ö rönnnuni og raniinalistum. S ^wcwtWMcatwœiiwo&twuecwoccwoecH En þrætuefnið sjálít girðir fyrir að þeir þurfi að óttast slikt, þar sem það er deilu- efnið, hvort vjer liófum sjerstalcan rilcis- rjett eða elclii. fejálfsagt þyrftum vjer aðstoðar máls- metandi utanríkismanna til þess að fá því til vegar komið, að gerðardómurinn fengist til þess að skipta sjer af þessu máli, þar sem að eins annar aðili er viðurkenndur sem ríki. En takast myndi það að minnsta kosti, ef Danir væru þess fýsandi. Þetta inyndi kosta oss afarmikið fje, bæði beinu kostnaður við gerðardóminn og undirbúningur undir hann, málflutningurinn frá vorri háifu. En borga myndi það sig ef það gæti tekist, jafnvel þótt vjer ættum einir að bera kostnaðinn, sem þó er ekki ólíklegt, að Danir tækju þátt í, ef þeir á annað borð vairu fúsir til þessarar skipunar mála vorra, Áraugurinn af þessu fyrirkomuiagi myndi bráðlega binda enda á deilunni. Og trú vor á rjett voin er svo sterk, að vjer eruin sannfærðir þess, að dómarinn myndi faila svo, að íslendingar mættu vel við una, Sennilega mundu Danir Jíka hyggjá gott til dómsúrslita sjer í hag. En hvað sem um þær spár og vonir er að segja; Fullt traust er báðum óhætt að bera til rjettsýnis dómendanna í Haag, Allt er undir því komið, að inálið verði sem bezt skýrt og rjettast undir ílutt af hvorumtveggja. Væri uú ohugsandi, að leiðandi menn vorir viidu athuga þessa Lllógu án oísa og iiiiuda, hverjum ílokki sein þeir heyra til? — fað getur þó ekki spillt neinu,

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/371

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.