Vikan


Vikan - 26.01.1939, Blaðsíða 18

Vikan - 26.01.1939, Blaðsíða 18
Móðirin: Hvað kemur til, að þú ert svona hreinn um hend- umar ? Hans litli: Þú hefðir bara átt að sjá á mér hendumar, áður en ég hnoðaði degið fyrir vinnukonuna! Læknirinn: Emð þér mjög seinar til alls? Sjúklingnrinn: Nei, ekki til alls. Ég verð til dæmis mjög fljótt þreytt. Ef þú verður ekki góður og þægur drengur, þá leiðist mömmu svo mikið, að hún ver- ur kannske veik og deyr, og þá verður pabbi þinn og þú að aka henni suður í kirkjugarð. Mamma, heldurðu að ég geti ekki fengið að sitja fram í hjá bílstjóranum ? Allt í gamni... Dyravörðurinn: Vagninn, herra. Maðurinn, sem er dálítið utan við sig: Hverjum emð þér að segja að vakna, — haldið þér, að ég sé sofandi. j/Cul} — Til hvers eru eyrun, Pétur? — Þau hjálpa okkur til að sjá. — Hvaða vitleysa! — Hvemig ættu gleraugun annars að tolla? Jæja, hvernig gengur verzl- unin? Hræðilega! Tap, alltaf tap! Einmitt það! Af hverju lif- ið þér þá? Af sunnudögunum, þegar verzlunin er lokuð! Gesturinn: Þjónn, hafið þér gorgonzola-ost ? Þjónninn: Já, herra. Er hann góður? Alveg ágætur. Hvítur ? Hvítari en snjór. Harður ? Harðari en steinn. Ágætt! Viljið þér fá einn? Nei takk! Gorgonzola-ostur á nefnilega að vera mjúkur, gulur og grænn. Mér er sagt, að þú sért trúlofaður öðmm tvíburanum hans Bjama. Veiztu nokkum tíma, hvora þeirra þú kyssir? Já, já . . . Ef ég fæ kjafts- högg, er það sú vitlausa. Nýtízku heimilisfriður.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.