Vikan


Vikan - 26.01.1939, Blaðsíða 21

Vikan - 26.01.1939, Blaðsíða 21
Nr. 4, 1939 VIKAN 21 vel heppnaðri byrjun væri björninn unn- inn. Bæði á sumri og vetri gætu erlendir og innlendir gestir kynnt sér til hlítar ís- lenzkt sveitalíf eins og það var í þúsund ár og eins og það er nú í breytingum tuttugustu aldarinnar. Enn er þar spunn- ið á rokk og kembt á kamba, samhliða nýrri vinnutækni. Kvöldvökur hittast þar enn, þar sem útvarpið er nú komið í stað kvæðamannsins eða sögulesandans, en annars er setið og unnið, sem fyrr, prjón- að, fléttuð reipi, þæft, ofið og smíðaðir búshlutir. Á sumrin gefur og að líta þar öll venjuleg heyskaparstörf, sem algeng eru í öðrum sveitum. Þar við bætist varp- göngur, silungsveiði o. fl. Og er haustar ,,una hátt í hlíðum, hjarðir á beit með lagði síðum.“ Mig langar til þess að skjóta því inn, þótt það í raun og veru kunni að vera efninu óviðkomandi, að þegar tignir gest- ir á borgaralega vísu heimsækja þjóð vora, þá væri ríkisstjórninni áreiðanlega ánægju- legra að skreppa með þá í flugvél norð- ur til Mývatns, að fengnu nefndu dvalar- hóteli, sýna þeim þar ágrip af sögu og starfi íslenzkrar þjóðar í þúsund ár og fagna þeim með íslenzkum föngum, í stað þess að drekka þeim fagnaðaröl erlendra vína í ráðherrabústaðnum eða Hótel Borg. Hér er ekki rúm né tími til þess að geta alls þess, sem komið gæti til mála í þessu sambandi. En nú á tímum er íslenzka þjóð- in óðum að vakna til meðvitundar um að- stöðu sína og getu til þess að taka á móti erlendum ferðamönnum. Sýnt er, að það fé, sem notað er í þeim tilgangi, kemur aftur með ríflegum vöxtum. En hér, eins og annarsstaðar, er áríðandi að athuga vel, í hvað féð er lagt. Enginn vafi er á því, að búa þarf hina hæfustu staði undir komu erlendra gesta. En þá er vandinn að velja þá, sem hæfastir eru. Við slíkar athuganir má ekki sleppa Mývatnssveitinni, án rækilegrar athug- unar. Vildi ekki einhver hagfræðingurinn reikna út fjárhagslegu hliðina á þessum möguleikum, sem hér hefir verið drepið á? # Sveitin í norðri er sýnishorn íslenzkra möguleika. Þar gefur að líta þá fegurð íslenzkrar náttúru, sem í senn býr yfir hrikaleik Dimmuborga og hinnar blíðu gróðursælni Slútness. Þar eru lítt gróin spor trylltra náttúruafla, eins og hraun- flóðsins, sem rann kring um Reykjahlíðar- kirkju fyrir rúmum tvö hundruð árum. Þar er draumur íslenzkra moldardýrkenda að rætast í gróðri vaxandi túna og stækk- andi hjarða. Þar er álftavatn bjart og elfa hvítra fossa og fagurblikandi straum- búa. Þar er gnótt elds til að kenna oss fjör, og frost til að herða oss. Og loks er þar íslenzk þjóð, sem unir glöð við sitt og trúir á sveit sína og möguleika hennar. Þetta er sveitin, þar sem fólkinu fjölgar — og þar sem þjóðin ætti að skapa sér sitt f jöregg. Röddin í símanum. Framh. af bls. 19. veikur, að hann þekkti engan. Anton gat róað hann dálítið, svo að hann lagðist aft- ur út af. Anton fann, að rúmfötin voru blaut. Hann varð allt í einu svo hræddur um, að litli drengurinn myndi deyja eins og Frissi litli. Hvað átti hann að gera? Allt í einu hljóp hann að símanum. Nafn og símanúmer Bjarna læknis stóð á lyf- seðlinum. Hann bað um númerið. — Halló, þetta er hjá Ingólfi fram- kvæmdarstjóra. Þér verðið að koma strax, læknir. Tumi er svo veikur. Bjarni læknir svaraði: — Ég kem eftir tíu mínútur. Við hvern tala ég? Anton lagði niður símatólið án þess að svara, og þegar hann hafði litið í síðasta sinn á litla drenginn, flýtti hann sér út um aðaldyrnar, sem hann lét standa opn- ar í hálfa gátt. Síðan hljóp hann eins fljótt og hann gat heim. Hann vakti lengi, þá nótt. Enginn virt- ist hafa tekið eftir neinu. Hann gat ekki skilið, að hann hefði verið að því kominn að stela. Nú var það eins og vondur draumur. Þegar hann kom heim daginn eftir, var Bjarni læknir heima hjá mömmu hans. Anton varð máttlaus af hræðslu. Hafði læknirinn þekkt hann í símanum ? Og kom hann til að fá skýringu? — Hugsaðu þér, Anton, sagði móðir hans. — Læknirinn kemur frá Ingólfi framkvæmdastjóra til að bjóða mér ráðs- konustöðuna. Ráðskonan þeirra er farin, frúin vill fá eldri manneskju, og læknirinn var svo vingjarnlegur að mæla með mér. Læknirinn stóð upp. — Heyrið þið. Það er satt, ég hefi líka vinnu handa Antoni. Ingólfur framkvæmda- stjóri er vanur að hafa nema í verksmiðj- unni, sem hann svo hjálpar síðar. Nú er sá síðasti nýfarinn frá honum. Hann fékk stöðu í London. Nú vill Ingólfur fá nýjan lærling og spurði, hvort ég gæti bent sér á nokkurn. — Og þér bentuð á drenginn minn? — Já, allir bera Antoni gott orð. Anton ieið ákaflega illa. Honum fannst hann þurfa að segja lækninum allt, en hvernig gat hann það móður sinnar vegna ? Hún var svo ánægð yfir þessari óvæntu hamingju. Læknirinn kvaddi konuna vingjarnlega og sneri sér síðan að Anton: — Ég lofaði, að þú kæmir í skrifstofu framkvæmdarstjórans á morgun. Segðu bara, að þú sért drengurinn, sem læknir- inn hafi verið að tala um. Anton kinkaði kolli. Hann var alveg orð- laus. — Fylgdu lækninum til dyra, drengur minn, sagði móðir hans brosandi. Þegar þeir stóðu í forstofunni, tók Anton kjark í sig og sagði: — Hr. læknir . . . Lengra komst hann ekki. Læknirinn horfði andtartak í augu hans. Síðan fór hann í vasa sinn og rétti Anton böggul, kinkaði enn einu sinni vingjarnlega kolli til hans og flýtti sér út. I bögglinum var vasaljós og lítill járn- fleinn. Hidegisverðurinn. Framh. af bls. 11. hertist og bað um kaffi handa mér og kaffi með ísrjóma handa henni. — Heyrið þér, sagði hún, — það er eitt, sem ég er alveg sannfærð um. Maður ætti aldrei að borða sig saddari en svo, að mað- ur gæti alltaf bætt svolitlu á sig. — Eruð þér enn þá svangar? spurði ég og mér lá við öngviti. -— Ó, nei, ég er ekki svöng. Eins og ég sagði, þá borða ég yfirleitt ekki hádegis- verð. Ég drekk bolla af kaffi á morgn- ana, en ég borða aldrei meira en einn rétt um hádegið eins og ég er búinn að segja yður. — Já, sagði ég. Og þá skeði hroðalegt atvik. Á meðan við biðum eftir kaffinu, kom yfirþjónninn með ísmeygilegt bros á óhreinlyndislegu andlitinu og bar stóra körfu, fulla af ferskjum. Þær voru fagur- rauðar eins og ásjóna á ungri stúlku. Það var áreiðanlega erfitt að fá ferskjur um þetta leyti árs. Hamingjan mátti vita, hvað þær mundu kosta. En ég fékk að vita það skömmu seinna, því að gestur minn greip eina, eins og annars hugar, en hélt þó áfram samtalinu. — Sjáið þér til, þér hafið troðið út á yður magann með kjöti. Jú, það mátti nú segja. Þessi eini, litli kjötbiti minn. — Og þér getið ekki borðað meira. En ég hefi rétt nartað í mat og mig langar í ferskjur. Reikningurinn kom, og þegar ég fór að borga hann, sá ég, að ég átti sáralítið eftir í drykkjupeninga handa þjóninum. Hún horfði andartak á frankana þrjá, sem ég gaf þjóninum, og ég fann, að hún áleit mig samansaumaðan nirfil. En þegar ég gekk út úr matsöluhúsinu átti ég engan eyri í vasanum til að borga fyrir mig í heilan mánuð. — — Gerið þér eins og ég. Farið þér að mínum ráðum, sagði hún, um leið og hún tók í hendina á mér, — borðið þér aldrei meira en einn rétt um hádegið. — Ég skal gera meira en það, svaraði ég, stuttur í spuna. — Ég skal engan mið- degismat borða í dag. — Þér eruð svo gamansamur, kallaði hún um leið og hún hljóp upp í vagninn. —- Þér eruð mesti æringi. Hún hefir nú fengið makleg málagjöld. Ég held, að ég sé ekki hefnigjarn maður, en þegar hinir ódauðlegu guðir taka sjálf- ir að sér að hefna fyrir einstaklinginn, er fyrirgefanlegt, þó hann geri sig ánægðan með árangurinn. Hún er nú tvö hundruð, níutíu og fjögur pund að þyngd. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.