Vikan


Vikan - 04.05.1939, Side 3

Vikan - 04.05.1939, Side 3
Nr. 18, 1939 VIKAN 3 HELGI S. JÓNSSON: KEFLAVÍK - borgin suður með sjónum. Keflvísk æska lætur sér ekki leiðast. Keflavík er höfuðborg Suðurnesja. Sú borg Iiggur „suðux með sjó í sælli ró“, eins og skáldið kvað. Stundum fréttist þaðan, kð allir bátar séu á sjó, og stundum fiska þeir vel -— stundum illa. Fólkið í Keflavík sækir björg sína í haf- ið og hefir löngum orðið að samræma kjör sín við það, hversu Ægir er gjöfull. Þrátt fyrir kreppu og aflatregðu hefir þorpið þó vaxið og vex enn nokkuð ört, og ber það helzt vitni um þrek og seiglu fólksins, að það skuli ekki hafa flúið héðan, og þangað, sem hægt er að lifa án þess að vinna! Minjar liðna tímans eru smátt og smátt að falla í gleymsku. Þó standa enn þá nokk- ur hús frá Duus-tímabilinu, þar á meðal „Duushúsið", „Gamla búðin“ og Norð- f jörðshúsið, sem að vísu er gengið í endur- nýjun lífdaganna og orðið að samkomu- húsi Ungmennafélags Keflavíkur. Hlöðnu grjótgarðarnir standa enn og munu standa lengi og bera vitni um iðni og ódýran vinnukraft. Verzlunarhúsið frá Bátsendum var flutt hingað kringum 1800. Það stend- ur enn þá á sterkum og ófúnum stoðum, þótt það sé gamallegt orðið í útliti, geymir minninguna um Bátsenda-pundarann, sem vó með sinni bognu reislu og laka lóði. Gömlu lágreistu bæirnir eru að hverfa. Þeir fáu, sem eftir eru hýsa nú sína síð- ustu íbúa. — Þannig er gamla Keflavíkin að eyðast og hverfa og nýr bær að rísa, með nýju fólki og nýjum háttum. Með hverju árinu, sem líður þokast þetta litla og vel setta sjávarþorp í áttina til að verða nútíma athafnabær, er leggur sinn ríflega skerf til viðhalds þjóðarbúinu. Litlu þorpin þau gleymast svo oft. Vor ágæta höfuðborg hefir svo lítinn áhuga fyrir því, hvar slorið úr fiskinum verður Bátarnir leggja út frá línunni. eftir, hún veit hvar gjaldeyririnn lendir, og það er nóg! Keflvíkingar ráða nú yfir 22 bátum frá 12—25 tonna og stunda veiðar á þeim mestan hluta ársins. Vertíðin, frá í janú- arbyrjun og til maí-loka, er aðal starfs- tíminn. Þá er unnið dag og nótt, þegar veður leyfir og ekki spurt um annað en fiskirí. Á sumrin er stunduð síldveiði, ýmist hér í flóanum eða fyrir norðurlandi. Nokkuð er farið að stunda dragnótaveiði og hafa verið reist hér tvö hraðfrystihús til að vinna úr aflanum, og er að þessu mikil atvinnubót, einkum fyrir kvenfólk. Nokkuð er um það deilt, hvort dragnót- in sé ekki rányrkja hér í Faxaflóa. Árni Friðriksson, fiskifræðingur, var áður hlynntur dragnótinni, en hefir nú skipt um skoðun eins og þaulreyndur stjórnmála- maður, og vill nú friða flóann fyrir öllum botnsköfum. Er það margra trú, að friðun Faxaflóa mundi verða hinn mesti búhnikk- ur fyrir sjávarplássin við flóann, og með tímanum fyrir þjóðina alla. Víst er um það, að allt eyðist, sem af er tekið og einnig fiskurinn í sjónum. Landsteinafiskurinn er flúinn og síðustu áratugi hefir stöðugt verið sótt lengra og lengra út á djúpið. Hefir það haft í för með sér breytt veiðar- færi og afkastameiri og stærri skip, sem aftur hefir skapað mjög aukinn kostnað og þar með nauðsyn fyrir stöðugt aukið afla- magn og aukna sölumöguleika. Þetta allt eru alvörumál fyrir lítil sjávarþorp, og um þetta er hugsað, þegar lítið fiskast. Þá á svartsýnin greiðan aðgang að fátækum og möguleikalitlum fiskimönnum, en þegar afli er góður og gæftir þá er fjör á ferð- um, svo að jafnvel mennirnir á klossunum og gúmmístígvélunum ganga léttir í spori. Allir bátarnir róa á sama tíma, sem færist fram með ákveðnu milli- bili. Þegar róðrartíminn nálgast, fara bátarnirað tínast á ,,línuna“ — en línan er mörkuð í landi með tveimur rauðum ljósum. Utar en svo, að ljósin beri saman, má enginn fara fyrr en merkið er gefið frá landi, það eru 3 stutt- ir glampar, endarteknir nokkrum sinnum. Þetta er gert til þess, að bátarnir fylgist allir að á miðin og leggi síður yfir línur hvers annars. Það er eins og heil borg hafi risið upp þarna skáhallt undan Berginu. Fjörutíu bátar bíða eftir merkinu, Vélarnar ganga rólega, eins og þær séu að sækja í sig veðrið. Það er horft til lands og litið á klukkuna. Þeir, sem hafa of fljótar klukk- ur efast þá um, að sú í landi sé rétt. Svo er merkið gefið. Það er eins og eitthvað hafi sprungið, heil herdeild hefir fengið skipun um áhlaup. — Allar vélar vinna af fullum krafti og loftið titrar af þungum dunum margraddaðra véla. Hin prúða sveit heldur til hafs, áhlaupið er hafið, ef til vill sækist orustan létt, ef til vill ekki. Ég ætla ekki að lýsa baráttunni við Ægi. Sú barátta er konungleg og báðum samboðin. Ægir er miskunnarlaust rænd- ur, og miskunnarlaust heggur hann skörð í sjómannasveitir okkar. Þannið er lífið á öllum sviðum, það er barátta, aðeins mis- munandi hörð — og baráttan er nauðsyn- leg, því að hún skapar menn. Lífsbarátta Islendinga til sjávar og sveita er nægilega hörð, svo að ekki þarf að örvænta um fram- tíð þjóðarinnar á meðan hún er svo lítil- lát að þiggja daglegt brauð af moldinni og djúpinu, en ef hún á að fara að lifa á ferðamönnum og fornri frægð, þá er illa farið með mikla möguleika og gott efni. Keflvíkingar eru duglegir sjómenn. Sjó- mennskan er þeim í blóð borin, og leiðir flestra æskumanna liggja út á hafið eða á einhvern hátt til þess. Moldin er van- rækt hér í Keflavík. En til þess, að búskap- ur einstaklingsins sé heilbrigður’ og örugg- ur má hvorugur aðilinn gleymast, eins og sjórinn umlykur landið, eins náið sam- starf þarf að vera milli lands- og sjávar- vinnu. Allt í kringum þorpið liggja órækt- ar móar og melar, en í fjörunni liggur áburður fyrir þúsundir króna — allt slorið úr fiskinum. Og oft eru margar hendur iðjulausar yfir vor og sumartímann. Þetta stendur til bóta, og ég er sannfærður um, að brátt breytast móarnir í tún og garða. Og eftir þ ví, sem gróðurinn vex, eftir því grær hin heilbrigða hugsun og trúin á landið. Þeir, sem vanir eru miklum lífsþægind- 'um og léttri vinnu, þeir mundu sjálfsagt ekki kjósa að róa í þessarri Keflavík, því að Framh. á bls. 21.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.