Vikan


Vikan - 04.05.1939, Blaðsíða 18

Vikan - 04.05.1939, Blaðsíða 18
18 VIKAN Nr. 18, 1939 áfram, og lagði enn meiri alúð í röddina: — Það er einungis líkaminn, sem getur dáið, sagði hún. — Þjáningarnar yfirgefa okkur ekki, þó að við losnum við hann. Evu fannst það undarlegt, að nokkur maður gæti um þetta talað af fullri sann- færingu. Sjálf hafði hún raunar aldrei um málið hugsað, og gat því ekkert um það sagt. Ef til vill vissi Hulda eitthvað meira um þetta en annað fólk. En hvernig hafði hún fengið þá vitneskju? Hulda yfirgaf nú Evu og fór fram í eld- hús, — lofaði henni að fást við hin nýju viðfangsefni. — Og Eva hélt hugleiðingum sínum áfram. Hún hafði heyrt þær kenn- ingar frá bernsku, að það væri stór synd, að svifta sjálfa sig lífi. — En hún hafði líka heyrt talað um endurlausn og náð. Aldrei hafði hún þó gefið sér tíma til að yfirveg þau mál. Henni skildist, að þetta hlyti að vera til, og gerði ráð fyrir, að það kæmi einhvemveginn af sjálfu sér, þegar þess væri þörf. En það var henni glögglega ljóst, að hún hafði verið í mikilli hættu. Hún varð því að biðja guð að varðveita sig frá öllu slíku. En hvað átti hún þá að gera? Hún leitaði í huga sínum að lausn í máhnu. En þar var enga ráðningu að finna.------En svo skaut nýrri hugsun upp í huga hennar. — Það var þó máske ein leið fær. Margar ungar stúlkur höfðu farið þá leið. Það valt auðvitað á því, að ein- hver læknir vildi hjálpa henni. Það var þó líklega ekki eins alvarlegt eins og það, sem hún hafði áður áformað að gera. Ifulda kom nú inn og færði henni nýja hressingu. Eva var róleg en þungt hugsandi, og hún gat lítils notið af því, sem fram var reitt. Hulda sat hljóð og virti Evu fyrir sér. — Mig langar til að segja þér dálitla sögu, — sagði hún svo. — Eva leit undr- andi framan í Huldu. — Til hvers ætlaði Hulda að segja henni sögu? — Og hvers- konar saga var það? — Hulda sat hljóð nokkra stund. — Það er nú raunar ekki saga, sagði hún svo. — En ég ætla að segja þér frá atburði, sem gerðist fyrir mörgum ámm. Eva hlustaði með athygli. — Mér var þá kunnugt um unga stúlku, hélt Hulda áfram. — Hún hafði lent í raunum, — orðið fyrir samskonar von- brigðum og þú. Hún vildi leyna því, sem gerzt hafði og óttaðist afleiðingarnar. Móðurástin var ekki vöknuð í sál hennar. Hið nýja mannslíf, sem hún átti að fæða inn í þennan heim, var óvelkominn gestur. Hún leitaði aðstoðar læknis. Hjálpin átti að veitast, og stundin var ákveðin. En nóttina áður en læknisaðstoðin átti að framkvæmast, gerðist undarlegur atburð- ur. Hún var lögst til hvíldar, — vissi í raun og vem ekki, hvort hún var sofandi hraktar til baka, bomar út. Þær áttu ekki móðurást að mæta og ekki neinni föður- legri umhyggju. Myrkur skilningsleysisins lykur nú um verustað þeirra og næðingar andúðarinnar hrjá þær og hrekja. Stúlkan fann, að þjáningar þeirra, sem þarna þjáðust, lögðust á sál hennar eins og farg, og hún bað förunaut sinn aðstoð- ar. En nú voru kraftar hennar þrotnir. Hún hné örmagna niður. Meðvitund henn- ar var óljós. Hún fann, að hún var borin á kærleiksríkum örmum, án þess að vita. hvert stefndi. Og ekki vissi hún verulega. af sér fyrr en hún vaknaði af einhvers- konar dvala í líkama sínum. Henni varð nú augljóst, að hún hafði verið vöruð við þeirri hættu, sem yfir henni vofði. Frásögn Huldu var lokið. Hún hafði haft djúp áhrif á Evu. Báðar sátu þær hljóðar og hugsandi langa stund. Það líktist helzt því, að þær væm ekki í þessum heimi. Þær hafa má- ske verið langt inni í ríki þagnar- innar. — Og tíminn leið, án þess að þær vissu af. En í þögninni rann nýr skilningur upp fyrir Evu. Henni varð ljóst, að einungis ein fær leið væri framundan. Hún varð að taka viðfangs- efnin eins og þau lágu fyrir og reyna af fremsta megni að sigr- ast á erfiðleikunum. Ásetningur hennar var ákveðinn. En hvernig gátu leiðirnar opnast? Mundi hún sjálf verða. þess megnug að opna. þær, eða mundi einhver annar verða til þess. — Hún leitaði í huga sín- um að ráðningunni, lagði alla sál sína í leit- ina. — Langur tími leið. — Það var eins og Hulda væri orðin. að myndastyttu, táknmynd af sjálfri þolinmæðinni. — En áður en Eva vissi sjálf af, var hún tekin að biðja, biðja um þrek, til þess að geta annast og varðveitt það líf, sem henni hafði verið trúað fyrir. Og áður en hún vissi af, hafði hinn heilagi eldur móðurástarinnar vaknað í sál hennar. — Nýr kraftur streymdi um hana alla, og sál hennar varð eins og opinn faður sem breiddist út móti hinum nýja fögnuði. Atburðurinn varð henni eins og sólampp- koma, eftir niðdimma frostnótt. Eva undr- aðist þessa dásamlegu breytingu, og hún lofaði guð hátt og innilega. Þannig var þögnin rofin. En svo varð aftur þögn. Það var eins og friður himinsins hefði tekið sér aðsetur í stofunni. En nú minntist Eva sögunnar, sem Hulda hafði sagt henni. — Mig langar til að vita meira um stúlk- una, mælti hún svo. — Er hún enn á lífi? — Já, svaraði Hulda. — Það er ég. eða vakandi, — en hún sá einhverja undar- lega vem koma inn til sín. Andlit verunn- ar var dásamlega fagurt, og sorgblandin samúð í augunum vakti undrun hennar. — Fylg þú mér, — sagði veran, — og málrómur hennar var þmnginn af ástúð. — Og nú fann stúlkan að hún yfirgaf líkamann. Hún sá hann liggja' í rúminu sofandi, eða liðið lík. Ekki gat hún gert sér grein fyrir hvort heldur var. — Hún sveif nú með verunni eitthvað út í fjar- lægðina, — ekki vissi hún hvert. — Hún skynjaði hvorki tíma né rúm. En svo stað- -— Mig- langar til að vita meira um stúlkuna .... næmdust þær á ömurlegum eyðistað. Dimmir skuggar hvíldu þar yfir öllu og naprir næðingar léku þar lausum hala. Stúlkan fylltist af skelfingu. Skuggarnir lögðust að sál hennar og næðingarnir gripu hana heljartökum. — Hlustaðu, sagði veran. Og stúlkan heyrði barnsgrát úr öllum áttum. Næðing- arnir báru hljóðin að eyrum hennar. Hún fann þau nísta sál sína — ömurleg og full af þjáningum. Stúlkan var að því kom- in að hníga í ómegin af skelfingu, en föru- nautur hennar hélt henni uppi. Hún gat ekkert sagt, en í hjarta sínu spurði hún, hvað um væri að vera, og hverjir ættu við svona ömurleg kjör að búa. Og veran svar- aði henni: — Hér er einn af skuggum kynslóðanna, mælti hún. — hér dvelja sál- ir, sem áttu að fæðast meðal mannanna, en þeim var ekki viðtaka veitt. Þær voru

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.