Vikan


Vikan - 04.05.1939, Page 9

Vikan - 04.05.1939, Page 9
Nr. 18, 1939 VIKAN 9 Edgar Allan Poe: 1 fat af amontillado. Fortunato hafði skaðað mig á margan hátt, en ég bar það eins og ég bezt gat. En þegar hann leyfði sér að móðga mig, þá strengdi ég þess heit, að ég skyldi hefna mín. Þú, sem þekkir mig svo vel, skalt samt ekki láta þér detta í hug, að ég hafi haft í hótunum við hann. Að lokum mundi ég hefna mín, en ég mátti ekki leggja út í neina áhættu. Ég varð að hefna mín, án þess að mér yrði hengt fyrir. Hlyti ég hegningu fyrir, var sökin ennþá ógoldin. Hvorki í orði né verki hafði ég gefið Fortunato ástæðu til að efast um vináttu mína. Ég hélt áfram að brosa framan í hann, og hann vissi ekki, að nú brosti ég að tilhugsuninni um kvalir hans. Hann hafði eina veika hlið, þótt hann á öðrum sviðum væri maður, sem vert var að líta upp til, og jafnvel að óttast. Hann var hreykinn af því, hve mikið vit hann hefði á vínum. Fáir ítalir eru sannir listþekkj- endur. Venjulega er áhugi þeirra miðaður við tíma og tækifæri, til að hafa peninga út úr brezkum og amerískum auðkýfing- um. En Fortunato hafði sérstakan áhuga fyrir gömlum vínum. Og sjálfur hafði ég gott vit á ítölskum vínum og keypti mikið af þeim, þegar ég gat. Það var í rökkrinu, kvöld nokkurt, þeg- ar kjötkveðjuhátíðin stóð sem hæst, að ég hitti vin minn. — Hann heilsaði mér venju fremur hjartanlega, því að hann hafði drukkið mikið. Hann var klæddur eins og hirðfífl, í þröng, röndótt föt, og á höfðinu hafði hann háa, uppmjóa húfu með bjöll- um. Ég var svo feginn að hitta hann, að ég ætlaði aldrei að geta sleppt hendi hans. — Kæri Fortunato, sagði ég við hann. — Það var gott, að ég hitti þig. En hvað þú lítur vel út í dag. Nú hefi ég fengið fat af víni, sem á að vera Amontillado, en ég er hræddur um, að svo sé ekki. — Hvað? sagði hann. — Amontillado? Heilt fat ? Ómögulegt! Og það á miðri kjöt- kveðjuhátíðinni! — Ég er hræddur um, að það sé ekki Amontillado, svaraði ég. — Og ég var svo heimskur að borga fullt verð fyrir það, án þess að ráðgast við þig. Ég gat hvergi fundið þig, og ég var hræddur um að verða af kaupunum. — Amontillado! — Ég efast um það. — Amontillado! — Ég verð að fá fulla vissu. — Amontillado! — Þar sem þú ert upptekinn, þá ætla ég að fara til Luchesi. Ef nokkur hefir vit á vínum, þá er það hann. Hann mun segja mér . . . — Luchesi þekkir ekki Amontillado frá Sherryi. — Og þó halda sumir, að hann sé ekki eftirbátur þinn. — Komdu, við skulum fara? — Hvert? — Niður í kjallarann þinn. — Nei, nei, góði vinur. Ég vil ekki mis- nota greiðvikni þína. Ég sé að þú ert upp- tekinn. Luchesi . . . — Ég er ekkert upptekinn, — komdu! — Nei, vinur minn. Það er ekki vegna þess, að þú sért upptekinn, heldur af því, að ég sé, að þú ert með slæmt kvef. Hvelf- ingarnar eru óþolandi rakar. Þær eru þakt- ar saltpétri og mjög óhollar. — Förum samt. Kvefið er ekkert telj- andi. Amontillado! Þú hefir verið gabbað- ur. En hvað Luchesi viðvíkur, þá þekkir hann ekki sundur Sherry og Amontillado. Að svo mæltu tók Fortunato í handlegg mér. Ég setti svarta silkigrímu fyrir and- litið, sveipaði kápunni um mig, og lét hann teyma mig til hallar minnar. Það var ekkert þjónustufólk heima. Það hafði allt laumast burt til þess að taka þátt í hátíðahöldunum. Ég hafði sagt því, að ég kæmi ekki heim fyrr en með morgn- inum, og hafði stranglega bannað því að hreyfa sig úr húsinu. Þessi skipun vissi ég, að var nægileg trygging þess, að allir hyrfu um leið og ég hafði snúið við þeim bakinu. Ég tók tvö blys úr stjökum sínum, fékk Fortunato annað, og vísaði honum gegn um nokkra sali, að steinboganum, sem lá að hvelfingunum. Ég gekk niður langan, snúinn stiga og bað hann að koma gæti- lega á eftir. Að lokum komum við niður og stóðum í saggalegum grafhvelfingum Montresar-ættarinnar. Gangur vinar míns var óstöðugur, og bjöllurnar í húfunni hans hringdu við hvert spor. — Hvar er tunnan? spurði hann. — Hún er lengra inni, sagði ég. — En sérðu hvítu nálarnar, sem glitra hérna á veggjunum ? Hann sneri sér að mér og horfði á mig með sljófum augunum, sem voru vot af drykkjuskap. — Er þetta saltpétur? spurði hann að lokum. — Já, saltpétur, svaraði ég. — Hve lengi hefirðu haft þennan hósta? — Ughu! Ughu! Ughu! — Ughu! Ug- hu! Ughu! Ughu! Ughu! — Ughu! Ughu! Vesalings vinur minn gat ekki svarað í margar mínútur vegna hóstans. — Þetta er ekkert, sagði hann að lokum. — Komdu, sagði ég í ákveðnum róm. — Við skulum snúa aftur. Heilsa þín er dýrmæt. Þú ert ríkur og nýtur virðingar, aðdáunar og vinsælda. Þú ert hamingju- samur eins og ég var einu sinni. Þín yrði saknað. Með mig gerir það ekkert til. Við skulum snúa aftur. Ég vil ekki verða til þess, að þú veikist. Og svo er líka Luchesi. — Nóg um það, sagði hann. — Hóstinn er ekkert teljandi. Hann drepur mig ekki. Varla á það fyrir mér að liggja að deyja úr hósta. — Nei, satt er það, svaraði ég. — Og vissulega ætlaði ég ekki að hræða þig að óþörfu. En þú ættir að viðhafa alla skyn- samlega varúð. Einn sopi af þessum Medoc mun vernda þig fyrir rakanum. Ég tók flösku úr langri röð og braut af henni stútinn. — Drekktu, sagði ég og rétti honum vínið. Hann bar það glottandi að vörun- um. Hann hikaði við og kinkaði kolli til mín kumpánlega, svo að bjöllurnar hringdu. — Ég drekk skál hinna dauðu, sem hvíla hér í kringum okkur, sagði hann. — Og ég fyrir löngu lífi þínu. Hann tók aftur í handlegg minn og við héldum áfram. — Þessar hvelfingar eru víðáttumiklar, sagði hann. — Montresor-ættin var einu sinni f jöl- menn og mikil ætt, svaraði ég. — Ég er búinn að gleyma skjaldarmerk- inu ykkar. — Það er gylltur mannsfótur á bláum grunni. Fóturinn traðkar ofan á nöðru, en höggtennur hennar eru á kafi í hælnum. — Og kjörorðið? — „Nemo me impune lacessit!" (Eng- inn móðgar mig óhegnt!) — Ágætt! sagði hann. Vínið glampaði í augum hans, og bjöllurnar hringdu. Vínið örfaði einnig hugmyndaflug mitt. Við gengum framhjá löngum veggjum, þar sem beinahrúgur lágu í röðum, en á milli þeirra kútar og tunnur, inn í innstu ranghala hvelfinganna. Ég nam staðar aftur og áræddi að grípa um handlegg Fortunatos. — Sérðu saltpéturinn, sagði ég. — Hann eykst stöðugt. Hann hangir eins og mosi á veggjunum. Við erum komnir undir ár- farveginn. Rakinn drýpur af beinunum. Komdu, við skulum snúa við, áður en það er of seint. Hóstinn, sem þú hefir . . . — Það er ekkert, sagði hann. — Höld- um áfram. En gefðu mér fyrst annan sopa af Medoc. Ég braut stútinn af flösku af De Grave og rétti honum. Hann saup úr henni í ein- um teig. Augu hans glömpuðu tryllings- lega. Hann hló og henti flöskunni upp í loft með tilburðum, sem ég hafði aldrei séð áður. Ég horfði undrandi á hann. Hann endur- tók hreyfinguna. Hún var mjög einkenni- leg. — Þú skilur ekki? sagði hann. — Nei, svaraði ég. — Þú ert þá ekki í bræðralaginu ? — Hvaða bræðralagi? — Þú ert ekki frímúrari?

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.