Vikan


Vikan - 04.05.1939, Side 17

Vikan - 04.05.1939, Side 17
Nr. 18, 1939 VIKAN 17 Ógœfa Evu ... Kristján Sig. Kristjánsson: að var niðdimm nótt. — Suðvestan stormurinn æddi um borgina og um- hverfið. Rigningin dundi á húsaþökunum og rann í lækjum um göturnar. Ekkert heyrðist nema hvinurinn í storminum og niðurinn í rigningunni, sem steyptist í stór- um gusum út af þakbrúnunum. En borgarbúarnir nutu hvíldar og drauma. Fæstir þeirra vissu, hvað veðrinu leið. En ekki gátu allir notið næturfriðar og drauma. Eitt dæmi þess var að sjá á afskekktum stað niður við höfn. Þar hafði ung stúlka numið staðar í skjóli við báta, sem þar voru á hvolfi. Þar sat hún og horfði út í náttmyrkrið. Daufur bjarmi frá næsta ljósi á hafnarbakkanum skein á andlit hennar. Skuggi örvæntingarinnar hvíldi þar yfir hverjum drætti. Regnið dundi á herðum hennar og höfði, en hún gaf því engan gaum. En skammt frá henni stóð miðaldra kona, sem auðsjáanlega hafði veitt ungu stúlkunni eftirför. Þegar konan hafði stað- ið þarna nokkra stund, færði hún sig nær stúlkunni, sem auðsjáanlega vissi ekki af neinum í nánd. En svo gekk konan til hennar og laut að henni. Stúlkunni brá við þessa óvæntu sjón. Hún reis á fætur og ætlaði að leggja á flótta, en áttaði sig þó fljótlega. Rödd konunnar var svo undar- lega aðlaðandi. Og það var svo að sjá, að áhrifavald hennar héldi stúlkunni fastri. Hún leyfði konunni að taka undir hönd sér og leiða sig. Þær mjökuðust síðan hægt áfram móti storminum, frá myrkri höfn- inni og inn í eina aðalgötuna. Bifreið kom þjótandi á móti þeim, og þær færðu sig upp á gangstéttina. Þær börðust svo áfram mót regni og stormi. Nokkrir vegfarend- ur mættu þeim og gengu fram hjá, án þess að gefa þeim gaum. Þær hertu gönguna og komust loks að litlu húsi í kyrrlátri götu. Þar átti eldri konan heima og þangað tók hún stúlkuna inn með sér. — íbúðin var tvö lítil herbergi og eldhús. Húsmunir voru snotrir. Allt var þar hreint og fágað. Konan hlúði að skjólstæðingi sínum eftir föngum, lét hana fara í þurr föt, gaf henni heita mjólk og aðra hressingu, og bjó að henni sem bezt. Lítið höfðu þær talazt við og vissu engin deili hvor á annarri. Unga stúlkan var mjög harmþrungin, en lét í öllu að orðum konunnar. —■ Og nú hófst viðkynningin. Konan komst fyrst að því, að stúlkan hét Eva. — En sjálf hét hún Hulda. Eva var dóttir fátæks bónda í sveit. Hún hafði alizt upp í föðurgarði til seytján ára aldurs. Erfiðleikarnir höfðu oft verið mikl- ir og þröngt í búi. En marga stundina hafði hún unað sér við blóm og grænar grundir að sumrinu, og á vetrum leitaði hún oft upp í skíðabrekkur og snjóhengj- ur með systkinum sínum.--------En svo hafði hún hrifizt inn í strauminn með öðru ungu fólki. Og straumurinn bar hana með sér til Reykjavíkur. Þar átti hún nákomna frænku, sem var gift kona. Hún greiddi götu Evu eftir megni. Varð það til þess, að hún komst í Verzlunarskólann og stund- aði þar nám. Útskrifaðist hún úr skólan- um með góðri einkunn, og komst að námi loknu að skrifstofustörfum. Allt lék í lyndi, og framtíðarhorfurnar voru bjartar. En svo dó frænka hennar, og hún varð ein- stæðingur. Ýmsir atburðir gerðust í lífi hennar og oft valt á ýmsu. Og nú hafði henni orðið það á að njóta ávaxta af skiln- ingstré ástarinnar, og fyrir það hafði hún fallið í ónáð, og örlagavætturinn hafði rek- ið hana út úr Paradís, Tildrögin voru þau, að hún hafði kynnzt ungum manni, Höskuldi að nafni. Hann var fríður maður sýnum og gleðimaður mikill. Hann var hrókur alls fagnaðar í hópi kunningja sinna. Allar meyjar vildu með honum vera. Það voru því glæstar vonir og innilegur fögnuður í sál Evu, þeg- ar Höskuldur valdi hana úr meyjahópnum. — Þau voru mikið saman, og voru heimu- lega trúlofuð á annað ár. Hún varpaði sér áhyggjulaus í faðm hans, trúði honum og treysti, og gaf honum sig. — En svo fóru vinstúlkur hennar að segja henni ýmsar sögur af Höskuldi og gáfu með því í skyn, að hann mundi ekki vera við eina fjölina felldur. Sögum þessum gat hún ekki trúað, — og vildi ekki trúa neinu því, er varpað gæti skugga á ástir þeirra. Hún mótmælti því öllu og hélt uppi öflugri vörn í hvert sinn, sem slíkt bar á góma. En sögurnar fóru þó ekki fram hjá henni án þess að hafa áhrif. Hún reyndi eftir megni að verj- ast áhrifum þeirra, — taldi sér trú um, að þær væru sprottnar af öfund, og væru í þeim tilgangi sagðar, að spilla vináttu hennar og Höskuldar. En þær festu þó rætur í sál hennar og grófu þar um sig. Vörninni hélt hún þó uppi af fremsta megni, eins og áður. En svo fór að lokum, að hún komst að raun um, að sögurnar voru ekki tilhæfulausar. Það kom greini- lega í ljós í framkomu Höskuldar. Hann varð fálátari við hana en áður, og fór und- an í flæmingi, þegar hún minntist á fram- tíðina. Um sama leyti varð henni Ijóst, að samvera þeirra mundi á sínum tíma bera augljósan vitnisburð. Henni varð í fyrstu ekki ljóst, hvort hún ætti að fagna eða hryggjast yfir þeirri vitneskju sinni. Áður hafði hún verið áhyggjulaus. Traust henn- ar á Höskuldi hafði verið óbifanlegt. En nú vissi hún ekki, hvers var að vænta. Og hún vildi ekki trúa því, að hann myndi bregðast henni, þegar mest reyndi á. Hún óskaði þess eins, að mál þeirra kæmust í fast horf. — En allt þetta fór á annan veg. Allar vonir hennar höfðu brugðizt. Höskuldur hafði snúið við henni bakinu. Frá síðasta samfundi þeirra hafði hún ráfað niður að höfn. Það var um það bil, sem óveðrið skall á. Hulda hafði verið á ferð um sömu slóðir. Einhver innri rödd hafði knúð hana út á götu. Hún vissi ekki til hvers. En þegar hún kom út, hafði hún komið auga á Evu, og fékk hugboð um, að eitthvað væri bogið við ferðir hennar. — Þannig hafði fundum þeirra borið saman. Hún sagði Evu frá þessu undarlega atviki, og Evu fannst það býsna einkennilegt. En hvað, sem þessu olli, þá var hún nú komin á heimili þess- arrar ókunnu konu. — Og nú hafði hún trúað henni fyrir raunum sínum. Og játn- ingin hafði gert henni ofurþunga sorgar- innar léttari. En þegar hún hugsaði um framtíðina, lagðist þunginn aftur á sál hennar. Hún sá sjálfa sig sem einmana, fátæka móður, sem barðist áfram við skort og erfiðleika. Allar leiðir hlutu að verða henni lokaðar. Hvernig átti hún að geta lifað því lífi? — Átti hún að fara heim — til fátækra foreldra? — Nei, heim gat hún ekki farið, eins og nú var komið. Hvers vegna hafði hún hikað — og látið Huldu hindra sig? Hefði kannske ekki veriðhetra að láta allt enda í einni svipan? Og nu fékk hún grátkast á ný. Hjartað barðist ótt og títt og henni varð erfitt um andar- dráttinn. — Hulda hagræddi henni í legu- bekknum og hlóð svæflum undir herðar hennar. Við það varð henni léttara, og að stundu liðinni, var grátkastið liðið hjá. En sömu hugsanirnar héldu áfram að ásækja hana. Hulda hélt í hönd hennar og virti hana fyrir sér. ■—- Erfiðleikum þínum hefði ekki verið lokið, Eva mín, þó að áform þitt hefði tek- izt, sagði hún svo. Eva horfði undrandi á hana. — Hafði Hulda lesið hugsanir hennar? — Henni fannst undarlegt að verða fyrir slíku. Og í raun og veru var það alls ekki þægilegt. Hvernig átti hún að verjast því, að hugs- anir hennar væru lesnar? — Var ekki rétt- ast að yfirgefa Huldu og fara aftur út í myrkrið ? — Hulda horfði athugandi aug- um á hana, og Eva sá samúð og góðvild brösa við sér í augum hennar. — Þú mátt ekki vera hrædd við mig, góða, mælti Hulda svo. — Alvarlegustu hætturnar eru venjulega innra með okkur sjálfum — í okkar eigin skapgerð. Eva reyndi að yfirvega orð hennar. Hún hafði aldrei hugsað um þær hættur. — Nú eru þessar hættur að ógna þér, hélt Hulda áfram. — Margir hafa átt við þær hættur að stríða, og sumir hafa orðið undir í baráttunni. Þeir hafa svift sjálfa sig lífinu, í þeirri trú, að með því væri Öllu lokið. Eva horfði undrandi á Huldu meðan hún talaði. Hún fann ástúð hennar vefjast um sig eins og mjúka móðurarma.. Hulda hélt

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.