Vikan


Vikan - 04.05.1939, Síða 19

Vikan - 04.05.1939, Síða 19
Nr. 18, 1939 VIKAN 19 Kennslukonan. Strákunum í 2. bekk fannst það fyrir neðan virðingu sína að sætta sig við, að náttúrufræðikennarinn léti kven- mann kenna fyrir sig. — Skárri er það frekjan! sagði Stjáni gremjulega. — Hún hefir þó alltaf kennarapróf! sagði Bússi, sem alltaf var svo góður. — Þetta er skass, og við kærum okkur ekkert um pilsvarga! sagði Palli roskin- mannlega. -—- Við getum gert at í henni, sagði Stjáni og hallaði undir flatt. — Ég skal sjá um það! Og hann brosti grimmilega og fór heim. Ungfrú Anna átti að kenna síðasta tím- ann í 2. bekk, sem var erfiðasti bekkurinn í skólanum. Ef nemendurnir höfðu þung fög, voru þeir sljóir og latir, en hefðu þeir það, sem skólastjórinn kallaði ,,hvíldarfög“ — eins og náttúrufræði — voru þeir jafn hrekkjóttir og átta mánaða gamlir hvolp- ar. Stjáni var verstur, og hafði hver kenn- ari sínar skoðanir um hann. Þeir, sem áttu bágast með að halda strákunum í skefj- um, kölluðu hann „andstyggilegan strák“. Hinir ,,prakkarann“. Ungfrú Anna hafði strax tekið eftir þessu litla, freknótta and- liti með leiftrandi augum og hafði haft vakandi auga með honum allan tímann. Stjáni hafði haft með sér öskju með götum á í skólann í dag. Hann neitaði að sýna strákunum, hvað í henni var. — Það er vonandi ekki snigill? sagði Bússi og fölnaði. — Ekki í þetta skipti! sagði Stjáni, og Bússi iðraðist eftir að hafa minnt Stjána á það, sem hann var aldrei í vandræðum með að finna upp á sjálfur. Bússi ákvað að standa framvegis langt frá borðinu sínu í hvert skipti, sem hann þyrfti að opna það. Palli var að deyja úr forvitni. Hann glápti á Stjána í öllum kennslustundunum og teiknaði eitthvað á bréfmiða, sem hann sýndi honum. Voru það maurar? (Það var -erfitt að teikna þessa maura). Aldinborar? Hvellbaunir? Stjáni starði beint fram fyrir sig og gerði hvorki að kinka kolli né hrista höfuðið, ekki heldur, þegar Palli teiknaði fallega mús. Dönskukennarinn tók nú eftir þessu og sneri sér að Palla: — Getur þú ekki beðið með dýrafræð- ína þína þangað til þú átt að hafa náttúru- fræði? Þú skalt fá að skrifa heila síðu í viðbót. Palli tautaði eitthvað. Hann skrifaði hryllilega illa, og kennarinn vanrækti aldrei að láta hann skrifa heima, ef hann bærði á sér í kennslustundunum. — Þú hefir gott af þessu, sagði kenn- arinn. Palli var umsjónarmaður, svo að hann varð að taka til í matarhléinu. Hann opn- BARIASAGA. aði borðið hans Stjána og tók lokið af dularfullu öskjunni. Hana, þarna stökk þá lítil mús með löngum hala upp úr öskj- unni og dansaði niðri í borðinu. Palli skellti borðinu aftur og fór að þurrka af töflunni. Honum leið ekki vel. — Stjáni mundi áreiðanlega sleppa sér af reiði. En músin yrði vonandi kyrr, þar sem hún var, þang- að til ætti að sleppa henni út. En það var nú kannske ekki fallega gert að sleppa mús út í herbergið, þegar kvenmaður væri viðstaddur. Það vissu alhr, að þær voru vanar að stökkva upp á borð og Stjáni gekk við hlið ungfrúarinnar . . . . bekki og væla eins og kettir. -— Annars átti Palli bágt með að ímynda sér, að ung- frú Anna myndi gera það. Til allrar hamingju gerðist ekkert. Stjáni fór nokkrum sinnum niður í borðið og þreifaði á öskjunni, en hann tók hana hvorki upp né opnaði hana. Palli sat við hliðina á honum og var alveg á nálum. Nú kom að náttúrufræðikennslustund- inni. Ungfrú Anna kom í gráu dragtinni sinni og fór strax að segja þeim frá ýmis- legu um leið og hún hlýddi þeim yfir lexi- umar. Hún var skemmtileg! Síðan fór hún að spjalla við drengina um það, hvernig ætti að fara með hvítar mýs, skjaldbökur og fleiri dýr. Hún sneri sér að þeim, sem áttu dýr heima, og gaf þeim ýms góð ráð. Hún sat með spenntar greipar við kennara- borðið og brosti vingjarnlega framan í drengina. Bezt leizt henni á Stjána. En það var af því, að hann sagði, að pabbi sinn vildi ekki lofa sér að hafa dýr heima. Síðan fór hún að teikna á töfluna og án þess að líta við sagði hún: — Takið þið blýantana ykkar upp og teiknið þið eftir mér! Allir strákarnir opnuðu borðin sín og leituðu að blýöntum. Stjáni skildi þetta ekki — blýanturinn átti að liggja þarna! Hann leitaði um allt borðið — þá hreyfði eitthvað sig við hendina á honum. Hann æpti upp yfir sig, og músin skauzt upp úr borðinu, yfir hné hans, niður á bekkinn, yfir gólfið og út í hornið, sem var næst kennslukonunni. t Hún sneri sér við og horfði á þetta. — Verið þið grafkyrrir! sagði hún skipandi. Síðan gekk hún út í hornið, beygði sig og tók eitthvað upp. Þetta gekk svo fljótt, að strákarnir áttuðu sig alls ekki á, hvað gerzt hafði. En Palli og Stjáni voru blóð- rjóðir og gutu hornaugum til kennslukon- unnar og hvor til annars. — Hleyptir þú henni út úr öskjunni, svínið þitt? hvíslaði Stjáni. — Skyldi hún geta haldið henni — ef hún hefir þá náð henni? Hún hélt áfram að teikna, en hon- um sýndist hún vera með eitthvað í vinstri lófanum. Tíu mínútum áður en kennslustundin var úti, kallaði hún á drengina og sagði: — Sjáið þið, hvað ég er með. Hræðið hana ekki! — Er hún ekki falleg? Músin stakk hausnum út á milli fingra hennar. — Hvar náðir þú í hana, Stjáni ? spurði hún. — Ég veiddi hana í gildru, sem amma átti, úti í skógi. — Já, ég sé, að þetta er skógarmús. En úr því, að þú mátt ekki hafa hana heima hjá þér, máttu ekki heldur hafa hana í skólanum. Nú förum við öll með hana út í skóg. — En þið verðið að fara hægt, svo að þið truflið ekki. Allir 2. bekkingar læddust út fyrir skóla- hlið, en þá æptu þeir og hrópuðu eins og drengja er siður. En Stjáni gekk við hlið ungfrúarinnar, og hún spjallaði við hann um heima og geima. Það átti nú við hann! Þegar þeir voru á heimleið, sagði Stjáni við Palla: — Það getur verið — já, það er áreiðan- legt, að hún er kvenmaður, en hún er sú sniðugasta, sem ég hefi þekkt! * María skrifar í bréfi til kærasta síns: — Þú getur ekki ímyndað þér, hve mik- ið ég þrái það, að þú komir. Myndin þín elskulega hangir á veggnum hjá mér og í hvert sinn, sem ég lít á hana, óska ég, að þú sjálfur héngir þar. # Skozkur bóndi kom til kjötkaupmanns og seldi honum í orði kveðnu 20 hænu- unga. Á tilteknum tíma kom bóndi með ungana, en þá voru þeir ekki nema 19 og kvaðst hann koma með þann tuttugasta að vörmu spori. Undir kvöldið kemur bóndi með tuttugasta ungann og gaf þá skýringu á töfinni, að unga skömmin hefði ekki fengizt til að verpa fyrr en þetta! # Stebbi litli spurði pabba sinn, hvað væri óhóf. — Það er óhóf, þegar maður með al- skegg gengur með hálstau, svaraði faðir- inn. Hann var Skoti.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.