Vikan


Vikan - 20.07.1939, Page 6

Vikan - 20.07.1939, Page 6
6 VIK AN Nr. 29, 1939 ) Claire Trevor, sem Ieikur Dallas, hinn vafasama kvenkost, sem þó er bezta stúlka, þegar á reynir. 9 larþegar með póstvagninum Kvikmynd um örðugar samgöng- ur og hættuleg ferðalög í Ameríku. Dessi kvikmynd skýrir frá því tímabili í sögu Ameríkumanna, þegar hestvagninn var eina samgöngutækið þar í landi, er hafði ákveðnar áætlunarferðir, borga og sveita á milli. Vagnar þessir fluttu fólk, og einnig önnuðust þeir póst- flutning, og voru því jafnan nefndir póstvagnar. Enskum rithöfundi hafa farist svo orð um þetta f arartæki: „Þegar maður hefir farið skamma stund með amerískum póstvagni, langar mann ósjálfrátt heim á ensku þjóðvegina. Ameríski póstvagninn er eins konar millistig milli enskra og franskra hestvagna. Þeir eru gerðir með blæjuþaki, vegna hins mikla sumarhita, en rigni, er blæjan dregin yfir. 1 vetrarhörkum eru því vagnarnir mjög kald- ir og eins, þegar kaldan næðir á haustin. 1 hverj- um vagni eru þrisvar sinnum þrjú sæti, og þegar hratt er ekið, hendast farþegamir til og frá því að vagngrindin hvílir ekki á fjöðrum." Þetta frumstæða farartæki var þó síðar endur- bætt nokkuð, fjaðrir settar undir vagngrindina, og sætin bólstruð. En alltaf var þó sætið við hliðina á ökumanninum eftirsóttast. Með þessu óþægilega og seinfæra farartæki voru þó ekki taldar allar þjáningar ferðalanganna, því að póstvagnarnir voru mjög umsetnir af Indíánum og öðrum ræn- ingjalýð, er veitti þeim fyrirsát á víðavangi. Þess vegna var venjulega einn eða fleiri vopnaðir menn í hverjum vagni, auk ökumannsins. Þessi kvikmynd skýrir þó ekki nema að litlu leyti sögu samgöngubótanna í Ameriku. Hún er öllu fremur sorgarleikur mannlegs breyskleika og kynlegra atburða. I sannleika sagt, var það mesta myndarfólk, sem fór þessa ferð frá Tonto til Lordsburg í Arizona-riki árið 1885, enda dreif margt á daga þess, meðan leiðir lágu saman. I fyrsta lagi er það Buck, hinn háværi ökumaður, sem vekur mikla athygli. Hann er ákaflega hræddur við að aka í gegn um héruð Indíánanna, en þrátt fyrir allt velur hann þó fremur þann kostinn, heldur en að hverfa aftur heim til konu sinnar og átta barna. Svo er það frúin, Lucy Malory, dálítið montin tildursdrós, sem hefir von Póstvagninn ekur yfir slétturnar í Arizona-ríki árið 1885.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.