Vikan


Vikan - 20.07.1939, Blaðsíða 8

Vikan - 20.07.1939, Blaðsíða 8
8 V I K A N Nr. 29, 1939 ttnn, san kim á irii i Mir-Hiu. Klæddur að arabiskum sið, reið brezki liðsforinginn, Harold Ingrams ásamt konu sinni fram og aftur á milli böfðingj- anna í Hadramaut, ér troðið höfðu illsakir sín á milli öld- um saman, og reyndi að fá þá til að undirskrifa friðarskuld- bindingu, með þeim árangri, sem frá segir í þessari grein. \ 7 inur okkar“ er sú heiðursnafnbót, 95 * sem ættkvíslirnar í Suður-Arabíu hafa valið velunnara sínum, Harold Ingrams, sem er mesti áhrifamaður á bak við tjöldin og ræður mestu allra manna í Suður-Arabíu eins og sakir standa. Hann nýtur mikils trausts hinna arabisku ætt- kvísla, enda talar hann mál þeirra og klæð- ir sig að þeirra siðum, eins og fyrirrennari hans Arabíu-Lawrence gerði. Ingrams hefir unnið svo merkt starf í þágu Arabanna, að brezka stjórnin sæmdi hann Lawrence- orðunni nú fyrir skömmu, og er hann fyrsti maður, sem ber hana. En að einu leyti hagar hann verkum sínum gagnkvæmt við það, sem Lawrence gerði, því að Lawrence skipulagði her Arabanna og bauð þeim að berj- ast fyrir frelsi sínu, en Ingrams vinnur öllum stundum í þágu friðarins og reynir að koma á sáttum milli höfðingjanna og jafna deilur á friðsaman hátt. Lawrence fór einn ferða sinna og vissu hvítir menn fátt um, hvað hann aðhafðist, en Ingr- ams hefir alltaf konuna sína með sér. Hann er maður um fer- tugt, ljóshærður og bláeygður. Um hann kvað arabiskur höfð- ingi einu sinn hafa sagt: „Hann hefir þau ærlegustu augu, sem ég hefi séð.“ Það var tilviljun, að Ingrams tók að sér þetta friðarstarf. Sem enskur liðsforingi í þjónustu hersins var hann staddur í Aden 1934, er hann allt í einu fekk löngun til að fara 1 orlofi sínu, ásamt konu sinni, inn í suður- héruð Arabíu, þann landshluta, sem Hadramaut er nefndur. — Hadramaut er mestmegnis eyði- mörk, en þó eru þar nokkur ræktuð dalverpi, ognokkurtland er þar ræktanlegt. En íbúarnir eyða miklum tíma og starfs- þreki í erjur og vígaferli. Ingr- ams sá, að Arabar voru sundr- aðir í mörg hundruð ættkvíslir, er stöðugt tróðu illsakir hver á hendur öðrum og lifðu í stöðugum ótta við árásir'. I einstöku sveitaþorpum kom hann að máli við menn, sem árum saman höfðu ekki þorað út úr þorpinu. 1 einu þorpi voru til jafnaðar drepnir tíu menn á mánuði í skærum við íbúa nágrannaþorpsins. Sumsstaðar lágu mikil akurlendi í órækt og niðurníðslu vegna þess að eigendurnir áræddu ekki að koma þangað. Ingrams og kona hans dvöldu í Hadra- maut miklu lengur en þau höfðu ætlað. Þau tóku sér ferð á hendur í innsveitir lands- ins, en þangað hafði enginn hvítur maður komið áður. Og hvar sem leið þeirra lá, báðu Arabarnir þau hvarvetna ásjár, og spurðu, hvort þau gætu ekki komið á friði og bundið enda á þessar stöðugu skærur í landinu. Ingrams svaraði því til, að sig skorti heimild til að taka upp samning við höfðingja ættkvíslanna og þá, er að skær- unum stæðu. En hann hvarf aftur til Aden með þá föstu ákvörðun, að fá leyfi brezku stjórnarinnar til að reyna að koma á friði í Hadramaut. Síðan sendi hann skýrslu um ástandið til nýlendumálaráðuneytisins, og ennfremur hafði soldáninn af Qu’aiti, einn af þeim forráðamönnum, er Ingram hafði átt tal við, sent brezkum yfirvöldum skrif- lega beiðni um að Ingrams yrði sendur sem fulltrúi ensku stjórnarinnar til Hadra- maut. Nýlendumálaráðuneytið varð við þessari ósk soldánsins, og nokkrum vikum síðar hvarf Ingrams ásamt konu sinni aft- ur til Suður-Arabíu. Nú tók Ingrams til óspilltra málanna. Hann klæddist sem Arabi, og fylgdi arab- iskum lifnaðarháttum út í æsar. Hann reið á úlföldum og múldýrum frá þorpi til þorps, náði tali af höfðingjunum og reyndi að telja þá til fylgis við sig og fá þá til að undirskrifa skuldbindingu um, að þeir semdu vopnahlé í þrjú ár. Hann kom að máli við alla forráðamenn ætthvíslanna, bæði þá, er óskuðu eftir friði, og hina, sem lifðu á ránum. f hvert skipti sem hann kom að máli við höfðingja og áhrifamenn reyndi hann að ganga afsíðis með þeim Framh. á bls. 21. Hadramaut-héruðin í Suður-Arabíu eru mestmegnis eyðimerkur. — En fram með ströndunum er víða þétt- býlt og víða fjölmennar borgir. — Á þessari mynd sjást fyrirmyndir amerísku skýjakljúfanna, og er það merkilegt, að nýtízku byggingar- list skuli raunverulega eiga rót stna að rekja til Suður-Arabíu. Harold Ingrams.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.