Vikan


Vikan - 20.07.1939, Blaðsíða 19

Vikan - 20.07.1939, Blaðsíða 19
Nr. 29, 1939 VIKAN 19 Þau kvöddust, og Bill hélt heim til sín. Þegar hann opnaði dagstofuhurðina rak hann upp undrunaróp. — G'óðan daginn, William. Bill starði mr,ð opnum munni. — Þú? stundi hann upp. — Ég, sagði Lady Brinsmead glaðlega. — Þjónninn er að búa til te handa mér. Viðkunnanlegui náungi. Bill stillti sig eftir mætti. — Þetta var óvænt ánægja. — Þakka þér fyrir, sagði Lady Brin- smead. — Sannleikurinn er sá, að sam- vizkan hefir verið að ónáða mig svolítið. — Nú, út af hverju? spurði Bill. — Þér, sagði Lady Brinsmead. — Mér? — Trúlofun þinni. Ég fann, að ég hafði ekki verið sanngjörn. Bill dró andann þungt. — Fallega hugs- að af þér. — Og þess vegna kom ég, til að vita, hvort þú gætir ekki gefið mér tækifæri til að hitta hana — Önnu kallaðirðu hana. Bill kinkaði kolli. Það var allt að fara á flot í kollinum á honum. Lady Brinsmead hagræddi sér í stólnum. — Ef til vill gæti ég fengið föður þinn til að skifta um skoðun. — Guð minn góður! stundi Bill upp. — Hvað segirðu? — Ekkert, ekkert. Þetta er ákaflega fallega hugsað af þér. Lady Brinsmead horfði beint fram fyrir sig. — Ég varð því miður, þín vegna, að skrökva að föður þínum. Ég sagði honum, að ég ætlaði að fara að heimsækja frænku mína. Annars hefði hann heimtað að koma með mér, og ég — áleit betra að mynda mér mína eigin skoðun. — Miklu betra, sagði Bill með áherzlu. — Þess vegna sting ég upp á því, að þið Anna borðið miðdegisverð með mér, og að þú farir svo með mér í leikhúsið á eftir, svo að ég geti séð leikritið. Ef ég man rétt, sagðirðu að það héti „Náttfötin þeirra“. — „Náttfötin mín“, sagði Bill eins og í leiðslu. — Á eftir, sagði Lady Brinsmead og leit út um gluggann, — vilduð þið kann- ske sýna mér eitthvað af þessu svonefnda næturlífi í London. Auðvitað hefi ég and- styggð á því, en það væri samt gaman að sjá það. Ég efast ekki um, að þú sért kunn- ugur því. Bill sortnaði fyrir augum. — Ég vona að þú skemmtir þér, sagði hann; röddin skalf. — Já, það hugsa ég, sagði Lady Brin- smead. — Það er orðið langt síðan ég hef verið kvöld í London. Faðir þinn fer auð- vitað aldrei þangað nú orðið. — Nei, sagði Bill. — Það er ekki gott fyrir hann, sagði Lady Brinsmead kuldalega. — Áreiðanlega ekki, sagði Bill. — Jæja, ég má ekki vera að þessu. Hvar eigum við að borða? — Á einhverjum rólegum stað, er það ekki bezt? sagði Bill sakleysislega. — Ekki of rólegum, sagði Lady Brin- smead. — Ég get alltaf borðað á rólegum stöðum. 1 kvöld —. — Venetia, sagði Bill örvæntingarfullur. Lady Brinsmead leit niður fyrir sig. — Ég hefi heyrt það nefnt. Er það ekki þar, sem sýndur er dans, og negrahljómsveit spilar ? Biil kinkaði kolli. — Ég held það væri gaman, sagði Lady Brinsmead. — Kann- ske að þú viljir hringja og panta borð? — Sjálfsagt, sagði Bill. Hann stóð upp og reikaði fram að símanum. Nokkrum mínútum síðar var hann þotinn af stað til leikhússins. * Þó að það væri snemma dags, voru margir á Venetia, þegar þeim var vísað til sætis. Lady Brinsmead virtist hafa full- an hug á að skemmta sér. Hún hafði strax tekið Önnu opnum örmum. Bill var innan- brjósts, eins og hann hefði verið barinn með sandpoka í hnakkann. Anna háfði vilj- að láta skeika að sköpuðu, og gera mið- degisverðinum að minnsta kosti góð skil. Bill leit á vínlistann. — Hálfflösku af Bollinger ’32 —. Hann þagnaði. Andlit Lady Brinsmead hafði breyzt óheillavænlega. Hún horfði hvössum augum yfir öxl hans. Svipur hennar hefði skotið slátrara skelk í bringu. Bill snéri sér í sætinu og leit við. Hann hrökk við. — Drottinn minn dýri! stundi hann skelfingu lostinn. Við borðið í horninu andspænis sat Sir Hugo með coktailglas í hendinni, og við hlið hans ung og lagleg stúlka. Lady Brinsmead saup kveljur. — Willi- am, þetta er faðir þinn! Bill nötraði. — Já, það er undravert hvað þeir eru líkir! Lady Brinsmead virtist engu orði geta komið upp. Hún hélt sér dauðahaldi í borð- röndina. Bill leit á Önnu. Augnaráð hennar var skipun um að gera eitthvað. Hann hló. — Það er ekki undarlegt, þó að þú yrðir hissa. En auðvitað er það ekki hann. Það er sagt, að allir eigi sinn tvífara. Ég hefði gaman af að sjá minn. Ég býst við að hann sé í Ástralíu eða Brasilíu eða Chicago. Skrítið að mæta þannig sjálfum sér. Ég man eftir sögu, sem ég heyrði —. Lady Brinsmead stóð upp. Það var auð- séð hvað hún ætlaði. Sir Hugo hafði ekki séð þau. Þjónninn var að bera á borð fyrir hann kawár. — Heyrðu, sagði Bill, — þú ætlar þó ekki að fara að borðinu til þeirra? — Auðvitað. Gerðu svo vel og láttu það afskiptalaust. Hún strunsaði af stað. Það var tekið í hendina á Bill undir borðinu. — Þetta er dásamlegt, Bill! Nú er hann búinn að koma auga á hana. — Nú er úti um hann, karlangann, sagði Bill. — Það er ég ekki svo viss um, sagði Anna. — Ég held hann ætli að hafa það af. Líttu framan í hann. Hann er óvið- jafnanlegur. Sir Hugo hafði risið á fætur, þegar Lady Brinsmead nam staðar við borð hans, og horfði undrandi á hana, án þess, að hann virtist kannast nokkuð við hana. Þegar Lady Brinsmead fór að tala óx undrun hans um allan helming. Bill og Anna horfðu á þau með öndina í hálsinum. — Hann er dásamlegur!" sagði Anna. — Hvað ætli hann segi nú? — Það hefði ég gaman af að vita, sagði Bill. — Frú mín, sagði Sir Hugo, — yður skjátlast. Mér veitist ekki sú ánægja að þekkja yður, og ég er ekki vanur því, að ókunnugar konur ávarpi mig á veitinga- húsum. Ég væri yður þakklátur, ef þér vilduð lofa mér að halda áfram að borða. I fyrsta skipti á æfinni varð Lady Brin- smead orðlaus. Sir Hugo gaf yfirþjóninum merki. — Charles, þessi kona virðist haldin þeirri fjarstæðu, að ég sé maðurinn henn- ar. Ég öfunda manninn, sem ég er svo lík- ur. En ég er að borða hér með dóttur minni og vildi helzt fá að vera í friði. Yfirþjónninn hneigði sig. — Frúin hefir vafalaust séð, að henni hefir skjátlast, sagði hann afsakandi. Við þekkjum þenn- an mann vel. Hann borðar oft hérna. Ef frúnni þóknast, ætla ég að fylgja henni aftur til sætis. Andartak var þögn. Lady Brinsmead stóð á öndinni. Það er erfitt að venja sig af margra ára yfirdrottnun, á einu augna- bliki. En framkoma yfirþjónsins var ákveðin. Áður en hún vissi af, var hún aftur á leiðinni að sínu borði. Að baki hennar svolgraði Sir Hugo í skyndi tvö glös af kampavíni. — Þetta er skammarlegt, sagði Bill, þegar Lady Brinsmead var sezt aftur. — Ég hefði aldrei trúað því. Að hann skyldi nota sér fjarveru þína til að fara til Lon- don að skemmta sér, það er ófyrirgefan- legt. Anna er á sama máli. Hann sparkaði í Önnu undir borðinu. — Við erum alveg á þínu bandi. Þetta er óþolandi fyrir fjölskylduna. Ég veit ekki hvað Anna hugsar. Það verður að taka þessu föstum tökum. Það fyrsta, sem við verðum að gera, er að hringa heim og spyrja Peabody hvenær hann hafi farið, og hvers vegna. Ég ætla að hringja strax. Hann stóð upp og fór fram í anddyrið. Þar fékk hann lánaðan blýant og blað, skrifaði á það nokkur orð, og kallaði svo á yfirþjóninn. — Charles, eitt af fyrir- myndarheimilum Englands er í alvarlegri hættu — nánar tiltekið: mitt heimili. Hann dró pundsseðil upp úr vasa sínum. — Það verður að bjarga því. Þessi kona er stjúp- móðir mín. Þegar þú sérð hana standa upp og koma hingað fram með mér, skaltu und- ir eins fara með þennan seðil til mannsins sem situr þarna í horninu, það er faðir Framh. á bls. 21.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.